Categories
Greinar

Mikilvægi samstöðu

Deila grein

07/03/2022

Mikilvægi samstöðu

Að morgni 24. fe­brú­ar síðastliðins vaknaði heims­byggðin upp við frétt­ir sem settu hug­mynd­ir okk­ar um ör­uggt líf í Evr­ópu til hliðar. Hug­mynd­ir og von­ir um að mann­rétt­indi og lýðræði séu virt í milli­ríkja­sam­skipt­um. Við urðum vör við það að ein­ræðis­herra sem dul­býr sig sem lýðræðis­leg­an leiðtoga stærstu þjóðar Evr­ópu virðist vera al­veg sama um rétt­indi og sjálf­stæði ríkja og hvað þá grund­vall­ar­mann­rétt­indi fólks, hvort sem það séu hans eig­in þegna eða annarra ríkja.

Sátt­máli hinna Sam­einuðu þjóða

Þann 26. júní árið 1945, í kjöl­far seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar var stofn­sátt­máli Sam­einuðu þjóðanna und­ir­ritaður.

Þar seg­ir: „Vér, hinar sam­einuðu þjóðir, staðráðnar í að bjarga kom­andi kyn­slóðum und­an hörm­ung­um ófriðar, sem tvisvar á ævi vorri hef­ur leitt ósegj­an­leg­ar þján­ing­ar yfir mann­kynið, að staðfesta að nýju trú á grund­vall­ar­rétt­indi manna, virðingu þeirra og gildi, jafn­rétti karla og kvenna og allra þjóða, hvort sem stór­ar eru eða smá­ar, að skapa skil­yrði fyr­ir því, að hægt sé að halda uppi rétt­læti og virðingu fyr­ir skyld­um þeim, er af samn­ingn­um leiðir og öðrum heim­ild­um þjóðarrétt­ar, að stuðla að fé­lags­leg­um fram­förum og bætt­um lífs­kjör­um án frels­is­skerðing­ar og ætl­um í þessu skyni að sýna umb­urðarlyndi og lifa sam­an í friði, svo sem góðum ná­grönn­um sæm­ir, að sam­eina mátt vorn til að varðveita heims­frið og ör­yggi.“

Nóg komið!

Yf­ir­stand­andi hernaðaraðgerðir rúss­nesku rík­is­stjórn­ar­inn­ar gagn­vart úkraínsku þjóðinni stríðir gegn öllu því sem Sam­einuðu þjóðirn­ar standa fyr­ir og stofn­sátt­mál­ans. Of­beldið verður að stöðva og mann­rétt­inda­lög­gjöf og alþjóðleg mann­rétt­indi verða að vera virt, lýðræði og sam­tal sé í for­grunni. António Guter­res, aðal­fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, seg­ir að rúss­nesk yf­ir­völd verði að draga herlið sitt út úr Úkraínu án taf­ar og leiðtog­ar þjóðanna beiti sér fyr­ir því að friður verði í Evr­ópu á ný. Það er ekki í boði að gera ekk­ert og með því mynd­um við grafa und­an því sem Sam­einuðu þjóðirn­ar voru stofnaðar utan um í upp­hafi.

Mik­il­vægi sam­stöðunn­ar

Samstaða vest­rænna þjóða á fyrstu dög­um þess­ara átaka og af­drátt­ar­laus stuðning­ur við úkraínsku þjóðina. Íslensk stjórn­völd hafa sýnt það af­drátt­ar­laust vilja sinn til að aðstoða úkraínsku þjóðina og hafa gripið til aðgerða með skýr­um hætti. Það skipt­ir máli í sam­fé­lagi þjóða að við stönd­um sam­an gegn hvers kon­ar ógn gagn­vart ein­staka þjóðum og að við leggj­um okk­ur fram við það að tryggja ör­yggi og frið í alþjóðasam­fé­lag­inu.

Fé­lag Sam­einuðu þjóðanna á Íslandi stend­ur með úkraínsku þjóðinni og for­dæm­ir harðlega árás rúss­neskra yf­ir­valda. Við eig­um öll þann skil­yrðis­lausa grund­vall­ar­rétt að lifa ör­uggu lífi, án áreit­is og að mann­rétt­indi okk­ar séu virt til hlít­ar!

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Framsóknar og formaður Félags UN á Íslandi.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 5. mars 2022.