Categories
Greinar

Martröð í Úkraínu og biðraðir frá Múrmansk til Moskvu

Deila grein

07/03/2022

Martröð í Úkraínu og biðraðir frá Múrmansk til Moskvu

Á mín­um upp­vaxt­ar­ár­um var kalda stríðið í al­gleym­ingi og heims­stjórn­mál­in gengu út á það. Ég, líkt og önn­ur börn, hafði mikl­ar áhyggj­ur af kjarn­orkukapp­hlaupi Banda­ríkj­anna og Sov­ét­ríkj­anna. Eins und­ar­legt og það kann að hljóma, þá var ég mjög meðvituð um 5. gr. Stofn­sátt­mála Atlants­hafs­banda­lags­ins um að árás á eitt ríki væri árás á þau öll. Þetta létti ekki á öll­um áhyggj­um en í því var ein­hver hugg­un að Ísland stæði ekki eitt úti á ball­ar­hafi. Því miður hafa ör­ygg­is- og varn­ar­mál­in aft­ur orðið meg­in­viðfangs­efni heims­mál­anna eft­ir að Rúss­land réðst á Úkraínu. Það er þyngra en tár­um taki að fylgj­ast með at­b­urðarás­inni og horfa á blóðugt mann­fall og hundruð þúsunda flótta­manna yf­ir­gefa ástkæra fóst­ur­jörð sína. Vest­ur­lönd­in hafa í sam­ein­ingu brugðist við með því að beita Rúss­land þyngstu efna­hagsþving­un­um sem gripið hef­ur verið til í nú­tíma­hag­sögu.

Efna­hagsþving­an­ir og áhrif­in

Efna­hagsaðgerðirn­ar sem gripið hef­ur verið til ná til um fimm­tíu ríkja sem standa und­ir stór­um hluta af heims­fram­leiðslunni. Rúss­neska hag­kerfið er 11. stærsta hag­kerfi ver­ald­ar­inn­ar. Lokað hef­ur verið á greiðslumiðlun­ar­kerfi heims­ins gagn­vart rúss­nesk­um viðskipt­um, sem hef­ur mik­il áhrif á alla þá aðila sem stunda viðskipti við Rúss­land og fryst­ir greiðslur til og frá land­inu. Að auki ná aðgerðirn­ar til hins um­fangs­mikla gjald­eyr­is­forða Rúss­lands, sem nem­ur um 630 ma.kr. banda­ríkja­dala. Stærsti hluti forðans er í reynd fryst­ur. Þessi aðgerð er tal­in vega þyngst og áhrif­anna gætti strax þar sem gjald­miðill­inn féll um 30% og verð á hluta­bréfa­mörkuðum hríðféll á fyrsta viðskipta­degi eft­ir að aðgerðirn­ar tóku gildi. Seðlabanki Rúss­lands var knú­inn til að hækka stýri­vexti sína úr 9,5% í 20%. Al­menn­ing­ur finn­ur strax fyr­ir þessu í minni kaup­mætti og vöru­skorti. Frek­ari af­leiðing­ar eru að sett hafa verið ströng gjald­eyr­is­höft og biðraðir mynd­ast í banka­úti­bú­um og í mat­vöru­versl­un­um. Áhrif­in á aðra markaði eru þau að olíu­verð hef­ur hækkað mikið ásamt ann­arri hrávöru. Þrátt fyr­ir að Rúss­land fram­leiði um þriðjung alls þess jarðgass sem nýtt er í Evr­ópu og að það sé ann­ar stærsti olíu­fram­leiðandi heims er hlut­ur Rússa á hrávörumarkaðnum á heimsvísu aðeins um 3%, en á móti kem­ur að 85% af út­flutn­ingsaf­urðum Rússa eru hrávör­ur. Það þýðir að áhrif­in af efna­hagsþving­un­um verða mun meiri á rúss­neska hag­kerfið en á heimsvísu. Lands­fram­leiðsla í Rússlandi er tal­in munu drag­ast sam­an um a.m.k. 11% og lík­lega verður sam­drátt­ur­inn meiri en í krepp­unni 1998. Öll þessi þróun mun leiða til hækk­un­ar á verðbólgu til skamms tíma.

Staða Íslands

Hin efna­hags­legu áhrif eru þó létt­væg í sam­an­b­urði við þann mann­lega harm­leik sem á sér stað. Gæfa Íslands í ut­an­rík­is­mál­um þjóðar­inn­ar er að í ný­stofnuðu lýðveldi var tek­in ákvörðun um ann­ars veg­ar að ger­ast stofnaðild­ar­ríki að Atlants­hafs­banda­lag­inu árið 1949 og hins veg­ar að gera varn­ing­ar­samn­ing við Banda­rík­in árið 1951. Þetta eru meg­in­stoðir í þjóðarör­ygg­is­stefn­unni og hafa tryggt ör­yggi Íslands í ára­tugi. Það var fram­sýn þjóð sem valdi rétt á sín­um tíma og hef­ur í krafti friðar og ör­ygg­is náð að blómstra sem eitt öfl­ug­asta lýðræðis­sam­fé­lag ver­ald­ar. Mér þótti sem lít­illi telpu ágætt að vita til þess að við ætt­um sterka banda­menn. Á móti nýt­ur Úkraína þess ekki að vera aðild­ar­ríki Atlants­hafs­banda­lags­ins og því eru varn­ir rík­is­ins litl­ar við hliðina á Rússlandi. Okk­ur ber skylda til þess að styðja við Úkraínu og að vinna að því að þess­um hild­ar­leik ljúki sem fyrst!

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­-ókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 5. mars 2022.