Categories
Greinar

Skref í átt að jafnvægi á húsnæðismarkaði

Deila grein

10/03/2022

Skref í átt að jafnvægi á húsnæðismarkaði

Það eru vá­lynd veður í heims­mál­un­um þessa stund­ina. Það breyt­ir ekki því að það er mik­il­vægt að halda fókus í lands­mál­un­um. Eitt er það mál sem er mik­il­vægt að við tök­umst á hend­ur með festu og það eru hús­næðismál­in, sá mála­flokk­ur sem teng­ist beint líf­gæðum allra íbúa þessa lands. Við horf­um upp á það að hús­næðis­verð hef­ur hækkað mikið, sér­stak­lega á höfuðborg­ar­svæðinu, á síðustu miss­er­um sem ekki aðeins ger­ir fólki erfitt fyr­ir að kom­ast inn á hús­næðismarkaðinn held­ur hef­ur þessi hækk­un bein áhrif á verðbólgu og þar með lífs­kjör fólks um allt land.

Fortíð er fortíð – horf­um fram á veg­inn

Ekki hef­ur farið fram hjá nein­um að þeir aðilar sem bera sam­eig­in­lega ábyrgð á stöðunni á hús­næðismarkaði eru ekki sam­mála um ástæður þess­ara miklu hækk­ana. Að mínu mati er ljóst að þessi ágrein­ing­ur mun ekki skila okk­ur neitt áfram og veld­ur óá­sætt­an­legri patt­stöðu. Nú er tím­inn til að leggja þenn­an ágrein­ing og þess­ar skær­ur til hliðar. Fortíð er fortíð og nú verðum við, ríki, sveit­ar­fé­lög, aðilar vinnu­markaðar­ins og bygg­ing­ariðnaður­inn að horfa fram á veg­inn og skapa jafn­vægi á hús­næðismarkaði.

All­ir verða að leggja hönd á plóg

Stofn­un nýs innviðaráðuneyt­is sem und­ir heyra hús­næðismál, skipu­lags­mál, mál­efni sveit­ar­fé­laga, sam­göngu­mál og byggðamál er mik­il­væg­ur þátt­ur í því að ná nauðsyn­legri yf­ir­sýn svo hægt sé að taka mark­viss skref í því að ná jafn­vægi. Und­ir ráðuneytið heyr­ir viðamik­il gagna­söfn­un sem mun nýt­ast vel í því átaki sem ráðast þarf í. Það er hins veg­ar ljóst að all­ir þeir sem koma að hús­næðismál­um þurfa að leggja sitt af mörk­um í þeirri vinnu sem er fram und­an.

Fjár­fest­um í jafn­vægi á hús­næðismarkaði

Á næstu dög­um mun ég skipa stýri­hóp til að móta hús­næðis­stefnu fyr­ir Ísland sem unn­in verður í víðtæku sam­ráði við hags­munaaðila víða í þjóðfé­lag­inu. Hús­næðis­stefn­an verður lögð fyr­ir Alþingi til samþykkt­ar í formi þings­álykt­un­ar.

Ef mín áform ganga eft­ir verður lagður grund­völl­ur að því að hér á landi verði hægt að stór­auka hús­næðis­upp­bygg­ingu á næstu árum og jafn­vel horft til þess að setja markið á að það verði byggðar allt að 20.000 íbúðir á næstu fimm árum og þar af 7.000 með aðkomu hins op­in­bera í formi fjöl­breytts hús­næðisstuðnings. Við erum með skýr mark­mið.

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 10. mars 2022.