Categories
Greinar

Afkastamikið vorþing

Deila grein

08/07/2019

Afkastamikið vorþing

Árang­urs­ríkt vorþing er að baki með samþykkt margra fram­fara­mála sem munu hafa já­kvæð áhrif á sam­fé­lagið okk­ar. Þar af voru sjö frum­vörp samþykkt, ásamt einni þings­álykt­un­ar­til­lögu, sem snerta mennta-, menn­ing­ar- og vís­inda­mál á Íslandi.

Kenn­ara­starfið það mik­il­væg­asta

Kenn­ara­frum­varpið um mennt­un, hæfni og ráðningu kenn­ara og skóla­stjórn­enda við leik-, grunn- og fram­halds­skóla, varð að lög­um. Það er fagnaðarefni en með þeim er lög­fest­ur hæfnirammi um mennt­un og hæfni kenn­ara og skóla­stjórn­enda sem lýs­ir bet­ur þeirri hæfni sem kenn­ar­ar þurfa að búa yfir til sam­ræm­is við þá ábyrgð sem felst í starfi þeirra. Meg­in­mark­mið nýrra laga er að stuðla að sveigj­an­legra skóla­kerfi, sem verður nem­end­um og kenn­ur­um til hags­bóta. Við vilj­um að all­ir sem leggja stund á kennslu- og upp­eld­is­störf í leik-, grunn-, og fram­halds­skól­um hafi mennt­un í sam­ræmi við störf sín og ábyrgð. Þessi nýju lög eru fram­fara­skref í þá átt og munu þau skapa fleiri tæki­færi fyr­ir kenn­ara til þess að þróa sig í starfi, og stuðla að meiri sam­fellu og sam­starfi skóla­stiga.

Íslensk­an efld

Stjórn­völd hafa sett ís­lensk­una í önd­vegi. Sá ánægju­legi áfangi náðist á liðnu vorþingi að þings­álykt­un­ar­til­laga um að efla ís­lensku sem op­in­bert mál hér á landi var samþykkt sam­hljóða. Í til­lög­unni er fjallað um alls 22 aðgerðir sem því tengj­ast en meg­in­mark­mið þeirra eru að ís­lenska verði notuð á öll­um sviðum sam­fé­lags­ins, að ís­lensku­kennsla verði efld á öll­um skóla­stig­um ásamt mennt­un og starfsþróun kenn­ara og að framtíð ís­lenskr­ar tungu í sta­f­ræn­um heimi verði tryggð. Það er mik­il­vægt að styrkja stöðu þjóðtung­unn­ar á tím­um örr­ar alþjóðavæðing­ar og tækni­bylt­inga. Í þessu mik­il­væga máli þurfa all­ir að leggja sitt af mörk­um: stofn­an­ir, at­vinnu­líf og fé­laga­sam­tök – og við öll. Við get­um, hvert og eitt okk­ar, tekið þátt í að þróa tungu­málið, móta það og nýta á skap­andi hátt.

Íþróttaum­hverfið ör­ugg­ara

Í kjöl­far #églíka-yf­ir­lýs­inga íþrótta­kvenna árið 2018 skipaði ég starfs­hóp sem fékk það hlut­verk að koma með til­lög­ur til að auka ör­yggi iðkenda í íþrótta- og æsku­lýðsstarfi. Afrakst­ur þeirr­ar vinnu má meðal ann­ars finna í frum­varpi um sam­skipta­full­trúa íþrótta- og æsku­lýðsstarfs sem var samþykkt sem lög frá Alþingi nú á vor­dög­um. Mark­mið nýju lag­anna er að íþrótta- og æsku­lýðsstarf sé ör­uggt um­hverfi þar sem börn, ung­ling­ar og full­orðnir, óháð kyni eða stöðu að öðru leyti, geti stundað íþrótt­ir eða æsku­lýðsstarf og leitað sér aðstoðar eða rétt­ar síns vegna kyn­ferðis­legr­ar áreitni og of­beld­is sem þar kann að koma upp án ótta við af­leiðing­arn­ar. Það er kapps­mál okk­ar að tryggja ör­yggi iðkenda í íþrótta- og æsku­lýðsstarfi og sjá til þess að um­gjörð og aðstæður á þeim vett­vangi séu sem best­ar fyr­ir þátt­tak­end­ur og starfs­fólk.

Lýðskól­ar

Ný lög um lýðskóla voru samþykkt en hingað til hef­ur ekki verið lög­gjöf í gildi um starf­semi þeirra hér á landi. Lýðskól­ar vinna með lyk­il­hæfni skóla­starfs, líkt og kveðið er á um í aðal­nám­skrá fram­halds­skóla, svo sem náms­hæfni, skap­andi hugs­un, sjálf­bærni og lýðræðis­leg vinnu­brögð en meðal mark­miða þeirra sam­kvæmt frum­varp­inu verður að mæta áhuga og hæfi­leik­um nem­enda sem vilja átta sig bet­ur á mögu­leik­um sín­um og stefnu í lífi og starfi. Í dag starfa LungA-skól­inn og Lýðhá­skól­inn á Flat­eyri eft­ir hug­mynda­fræði lýðskóla og á for­svars­fólk þeirra lof skilið fyr­ir frjótt og gott starf. Við samþykkt frum­varps­ins varð mér hugsað hlý­lega til Jónas­ar Jóns­son­ar frá Hriflu, fyrr­ver­andi mennta­málaráðherra. Hann var talsmaður þess að hér á landi væri öfl­ugt og fjöl­breytt mennta­kerfi, þar sem meðal ann­ars væri lögð áhersla á rækt­un manns­and­ans og að nem­end­ur gætu öðlast aukið sjálfs­traust. Nýtt frum­varp um lýðskóla skap­ar svo sann­ar­lega um­gjörð utan um fjöl­breytt­ari val­kosti í ís­lensku mennta­kerfi og eyk­ur lík­urn­ar á að nem­end­ur finni nám við hæfi.

Vís­indaum­gjörð efld

Tvö frum­vörp urðu að lög­um sem bæta stoðkerfi rann­sókna og vís­inda á Íslandi og auka mögu­leika ís­lenskra vís­inda­manna í alþjóðlegu sam­starfi. Ný lög um op­in­ber­an stuðning við vís­inda­rann­sókn­ir auðvelda meðal ann­ars þátt­töku Rann­sókna­sjóðs í sam­fjár­mögn­un alþjóðlegra rann­sókna­áætl­ana og heim­ila að sér­stök stjórn verði sett yfir Innviðasjóð. Sam­eig­in­leg stjórn hef­ur verið yfir Rann­sókna­sjóði og Innviðasjóði þrátt fyr­ir að eðli sjóðanna sé tals­vert ólíkt. Rann­sókna­sjóður veit­ir styrki til ein­stakra rann­sókna­verk­efna á meðan hlut­verk Innviðasjóðs er að byggja upp rann­sóknainnviði á Íslandi en þeir eru nauðsyn­leg for­senda þess að hægt sé að stunda vís­inda­rann­sókn­ir. Rann­sóknainnviðir eru aðstaða, aðföng og þjón­usta sem vís­inda­menn nýta við rann­sókn­ir og til að stuðla að ný­sköp­un á fagsviðum sín­um. Ný lög um sam­tök um evr­ópska rann­sóknainnviði voru einnig samþykkt en þau munu meðal ann­ars auðvelda ís­lensk­um aðilum að sam­nýta rann­sóknainnviði með öðrum þjóðum, innviði sem ólík­legt væri að ís­lenskt vís­inda­sam­fé­lag gæti fjár­magnað eitt og sér.

Neyt­end­ur fá auk­inn rétt

Frum­varp um breyt­ingu á höf­unda­lög­um náði fram ganga en mark­mið þess er að tryggja að ein­stak­ling­ar sem ferðast milli landa inn­an Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins og dvelja þar tíma­bundið geti þar nýtt sér áskrift að sta­f­rænu efni sem þeir hafa keypt í sínu heimalandi. Þar er rétt­ar­bót og mikið fram­fara­skref fyr­ir neyt­end­ur.

Höf­und­ar­rétt­ur styrkt­ur

Þá voru lög um sam­eig­in­lega um­sýslu höf­und­ar­rétt­ar einnig samþykkt en þau fela meðal ann­ars í sér bætt starfs­um­hverfi rétt­hafa­sam­taka á sviði höf­und­ar­rétt­ar, sem telj­ast sam­eig­in­leg­ar um­sýslu­stofn­an­ir. Sam­eig­in­leg um­sýsla höf­und­ar­rétt­inda er mik­il­vægt úrræði til efna­hags­legr­ar hag­nýt­ing­ar fyr­ir fjölda rétt­hafa, inn­lendra sem er­lendra. Slík­ar stofn­an­ir fara með veru­leg­ar fjár­hæðir fyr­ir hönd rétt­hafa. Því er mik­il­vægt að regl­ur um slíka um­sýslu séu skýr­ar og gagn­sæj­ar og að þátt­taka rétt­hafa sé tryggð í öllu ákv­arðana­ferli.

Fleiri fram­fara­mál í far­vatn­inu

Fram­fylgd rík­is­stjórn­arsátt­mál­ans geng­ur vel. Líkt og yf­ir­ferðin hér að fram­an sann­ar hafa mörg þjóðþrifa­mál orðið að lög­um og fleiri slík eru á leiðinni í sam­ræmi við stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Ég hef nú þegar lagt fram frum­varp um stuðning við einka­rekna fjöl­miðla og frum­varp um sviðlist­ir sem verða kláruð á næsta þingi. Þá verður frum­varp um nýtt styrkja- og náms­lána­kerfi lagt fram á haust­dög­um ásamt nýrri mennta­stefnu fyr­ir Ísland til árs­ins 2030. Ég þakka þeim fjöl­mörg­um aðilum sem komu að und­ir­bún­ingi þess­ara mik­il­vægu mála fyr­ir góða sam­vinnu og far­sælt sam­starf. Afrakst­ur þess­ar­ar góðu vinnu mun skila sér í betra sam­fé­lagi fyr­ir okk­ur öll.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 6. júlí 2019.