Categories
Greinar

Akureyrarflugvöllur – millilandaflugstöð

Deila grein

15/06/2021

Akureyrarflugvöllur – millilandaflugstöð

Í dag verður tek­in langþráð skóflu­stunga að stækk­un flug­stöðvar á Ak­ur­eyri. Hún mark­ar upp­haf að nýrri sókn í ferðaþjón­ustu á Norður- og Aust­ur­landi sem Fram­sókn hef­ur haft í for­grunni í sín­um áhersl­um. Stækk­un flug­stöðvar­inn­ar legg­ur grunn að öfl­ugri ferðaþjón­ustu og býr til öfl­ug tæki­færi til að fjölga störf­um á svæðinu og auka verðmæta­sköp­un.

Lands­hlut­inn er stór og töfr­andi sem magn­ar Ísland sem eft­ir­sótt­an áfangastað og hef­ur hlut­fall er­lendra ferðamanna verið að aukast. Fram­an af gegndi flug­völl­ur­inn á Ak­ur­eyri hlut­verki vara­flug­vall­ar en smám sam­an, vegna öt­ull­ar vinnu og vel heppnaðrar markaðssetn­ing­ar heima­manna, hófst beint flug sem hef­ur auk­ist og er nú farið að skipta veru­legu máli í efna­hags­legu til­liti fyr­ir svæðið. Stækk­un flug­stöðvar á Ak­ur­eyri ásamt flug­hlaði er meðal fjöl­breytta verk­efna sem rík­is­stjórn­in legg­ur áherslu á að verði haf­ist handa við strax svo hægt verði að taka á móti stærri flug­vél­um og snúa hjól­um at­vinnu­lífs­ins í gang aft­ur.

Stór­kost­legt byggðamál

Á síðustu árum hef ég lagt áherslu á að stíga stór skref sem styðja við upp­bygg­ingu inn­lands­flug­valla og að jafna aðstöðumun íbúa að grunnþjón­ustu lands­manna. Loft­brú­in er hóf sig til flugs síðasta haust er eitt það stór­kost­leg­asta byggðamál síðari tíma og jafn­ar veru­lega aðstöðumun þeirra sem búa fjarri höfuðborg­inni. Jöfn­un á aðstöðumun snýst um að búa til tæki­færi þar sem íbú­ar hafa jöfn tæki­færi, geta blómstrað og skapa sam­fé­lag þar sem hlúð er að at­vinnu­rekstri og sprot­um. Ljóst er að það eru ekki ein­göngu sveit­ar­fé­lög á svæðinu sem munu njóta áhrif­anna af aukn­um ferðamanna­straumi og beinu flugi til Ak­ur­eyr­ar, óbeinu tekj­urn­ar og störf­in verða til um land allt. Tími fjár­fest­inga er núna og fyr­ir Norður- og Aust­ur­land skipt­ir öllu máli að vera vel í stakk bú­inn til að taka á móti ferðamönn­um nú þegar við sjá­um til lands eft­ir Covid-tíma­bilið.

Skýr sýn

Í álykt­un Fram­sókn­ar er sett fram heild­ar­stefna fyr­ir allt landið um upp­bygg­ingu innviða fyr­ir flug­sam­göng­ur. Stefnu sem kveður á um hvar eiga að vera flug­vell­ir, hvernig þeir eiga að vera bún­ir og hverju þeir eiga að geta þjónað. Í fram­haldi lagði ég til í sam­göngu­áætlun að mótuð yrði flug­stefna um helstu þætti flugs með hag­vöxt, flug­teng­ing­ar og at­vinnu­sköp­un í for­grunni. Í flug­stefnu er horft til lengri tíma og var stefn­an sett á að fjölga hliðum inn til lands­ins, að dreifa ferðamönn­um um landið og fjölga tæki­fær­um til at­vinnu­sköp­un­ar og ferðaþjón­ustu.

Til að fylgja mál­inu eft­ir var skipaður vinnu­hóp­ur með full­trú­um tveggja ráðuneyta, Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar, Eyþings, ferðaþjón­ustu á Norður­landi og Isa­via. Hópn­um var falið að gera til­lögu um end­ur­bæt­ur á flug­stöðinni til framtíðar, vinna grein­ingu á markaðssetn­ingu á Norður­landi sem áfangastað og gera kostnaðaráætl­un um mögu­lega stækk­un eða end­ur­bæt­ur. Niður­stöður voru kynnt­ar í mars 2020 og að lok­inni fjár­mögn­un flug­stöðvar­inn­ar var Isa­via falið að hefjast handa við að láta hanna flug­stöðina og nú er komið að þess­um ánægju­lega áfanga að taka fyrstu skóflu­stung­una. Ég óska íbú­um á Norður- og Aust­ur­landi inni­lega til ham­ingju með áfang­ann og megi hann styrkja og efla svæðið til lengri tíma.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 15. júní 2021.