Categories
Greinar

Alþjóðaviðskipti í ólgusjó

Deila grein

21/11/2022

Alþjóðaviðskipti í ólgusjó

Einn helsti drif­kraftur vel­ferðar á heims­vísu á mínu ævi­skeiði hafa verið öflug alþjóða­við­skipti þjóð­ríkja. Hund­ruð millj­ónir manna hafa náð að brjót­ast út úr sárri fátækt á þessum tíma og má full­yrða að aldrei í mann­kyns­sög­unni hafi kaup­máttur almenn­ings auk­ist jafn hratt og þar ekki er síst mik­il­vægt að fæðu­ör­yggi hefur auk­ist veru­lega hjá þeim sem minnst mega sín. Hins vegar erum við að horfa upp ákveðið upp­brot á heims­við­skipt­unum vegna stríðs­átaka, vernd­ar­stefnu og við­skipta­stríða og auknum mætti alræð­is­stjórna. Að auki er tíma­bil ódýrs láns­fjár­magns lík­lega lokið í bili og víða þarf að herða að í rík­is­fjár­mál­um.

Áfram­hald­andi áskor­anir í alþjóða­kerf­inu en farið að birta til í Banda­ríkj­un­um 

Vísi­tala neyslu­verðs í Banda­ríkj­unum hækk­aði um 0,4 pró­sent í októ­ber en það er minnsta árs­hækkun frá því í mars. Mark­aðs­að­ilar gera sér vonir um að þetta marki straum­hvörf í bar­átt­unni við verð­bólg­una og að banda­ríski Seðla­bank­inn þurfi minna að beita stýri­vöxtum en gert var ráð fyr­ir. Fréttir um að Kína kunni að slaka á Covid-að­gerðum voru einnig nýlega talin lyfti­stöng fyrir alþjóða­hag­kerf­ið. Í báðum til­fellum er lík­lega of snemmt að fagna. Horfur fyrir Evr­ópu eru enn dökkar ekki síst í ljósi orku­mála. Sam­drátt­ar­skeið er hafið í Bret­landi, mikil verð­bólga og skatta­hækk­anir virð­ast fram undan og er ljóst að lífs­kjör þar muni versna. Mark­aðs­að­ilar í Evr­ópu eru líka nokkuð svart­sýnir sökum þess að þeir búast við frek­ari stýri­vaxta­hækk­unum vegna vax­andi verð­bólg­u. Eins og víða má búast við að óburðug rík­is­fjár­mál landa innan ESB finni einnig fyrir vaxta­hækk­un­um.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir hægum hag­vexti á heims­vísu, úr 6,0 pró­sentum árið 2021 í 3,2 pró­sent árið 2022 og 2,7 pró­sent árið 2023. Við fyrstu sýn gefur 2,7% hag­vöxtur ekki til­efni til svart­sýni. Hins vegar er sam­drátt­ur­inn skarpur og ef þessi hag­vaxt­ar­spá ræt­ist, þá er þetta minnsti hag­vöxtur í tvo ára­tugi fyrir utan alþjóð­legu fjár­málakrepp­una og Covid-19. Spáð er að verð­bólga á heims­vísu fari úr 4,7 pró­sentum árið 2021 í 8,8 pró­sent árið 2022 en lækki í 6,5 pró­sent árið 2023 og í 4,1 pró­sent árið 2024. Að sama skapi er þetta ein versta verð­bólgu­spá í ára­tugi. Þessar versn­andi horfur kalla á afar sam­stillt efna­hags­við­brögð á heims­vísu.

Kerf­isum­bætur hag­kerfa á 8. ára­tugnum og Kína í brennid­epli

Eftir að Bretton-Woods gjald­miðlaum­gjörðin leið end­an­lega undir lok á átt­unda ára­tugn­um, tók við tíma­bil á sem ein­kennd­ist af efna­hags­legri stöðnun og hárri verð­bólgu. Brugð­ist var við verð­bólg­unni með miklum vaxta­hækk­unum og eru þekkt við­brögð banda­ríska seðla­bank­ans undir stjórn Vol­kers með miklum vaxta­hækk­un­um. Þegar leið á þetta tíma­bil kom jafn­framt fram það mat ýmissa hag­fræð­inga að fyr­ir­ferð rík­is­ins væri orðið óþarf­lega mikil í ýmsum hag­kerf­um. Banda­ríkin og Bret­land réð­ust í umfangs­miklar kerf­is­breyt­ingar sem fólust meðal ann­ars í því að losa um eign­ar­hald rík­is­ins á ýmsum þáttum hag­kerf­is­ins, skattar voru lækk­að­ir, rík­is­fyr­ir­tæki einka­vædd og verð­lags­eft­ir­liti hætt. Ein­blínt var á fram­boðs­hlið­ina og létt var á reglu­verki. Eftir gríð­ar­legt póli­tískt umrót í Kína ára­tug­ina á und­an, þá náð­ist sam­staða um að hefja mikið efna­hags­legt umbóta­skeið. Í fyrstu var ráð­ist var í að veita smá­bændum frjálsan aðgang að rækt­uðu landi ásamt því að opna fyrir utan­rík­is­við­skipti og fjár­fest­ingu. Í kjöl­far þess að Banda­ríkin og Bret­land fara að styrkj­ast efna­hags­lega ásamt Kína, þá fóru mörg önnur ríki að þeirra for­dæmi. Þegar nær er litið eru bestu dæmin aukin við­skipti innan EFTA, ESB og EES sem styrktu hag­kerfi innan þeirra vébanda og ekki síst þeirra ríkja sem opn­uð­ust eftir fall ráð­stjórn­ar­ríkj­anna.

Tíma­bil mik­illa efna­hags­um­bóta hófst í Kína eftir að Deng Xia­op­ing komst til valda 1978. Að sama skapi skipti sköpum fyrir þróun heims­við­skipta inn­ganga Kína í Alþjóða­við­skipta­stofn­un­ina árið 2001. Í kjöl­farið verða breyt­ingar á sam­keppn­is­hæfni og útflutn­ingi Kín­verja. Við­skipta­af­gangur jókst mikið ásamt spar­fé, sem verður þess vald­andi að Kína verður fjár­hags­veldi á heims­vísu og er nú næst stærsta hag­kerfi heims á eftir Banda­ríkj­un­um.

Mynd 1: Tímabil hnattævðingar verður að af-hnattvæðingu. Heimild: Martin Wolf, Financial Times 2022.

Mynd 1: Tímabil hnattævðingar verður að af-hnattvæðingu. Heimild: Martin Wolf, Financial Times 2022.

Verð­bólga á átt­unda ára­tugnum minnk­aði veru­lega í kjöl­far ofan­greindra aðgerða og ekki síst vegna þess að opnað var á alþjóða­við­skipti við Kína. Heim­ur­inn er miklu sam­tengd­ari nú vegna þessa. Þrátt fyrir að nýlega hafi hægst á heims­við­skiptum halda við­skipti við ríki á borð við Kína vísi­tölu neyslu­verðs enn niðri á heims­vís­u. 

Minnk­andi heims­við­skipti og áhrifin á verð­bólgu

Tog­streita á milli hinna efna­hags­legu stór­velda, Banda­ríkj­anna og Kína, leiðir hug­ann að því hvernig alþjóða­við­skipti munu þró­ast á næstu miss­er­um. Ef þessi átök magn­ast þá verður efna­hags­legt tap á heims­vísu mik­ið, sér­stak­lega fyrir Asíu. Til að setja það í sam­hengi, þá kemur um helm­ingur alls inn­flutn­ings til Banda­ríkj­anna frá Asíu og í Evr­ópu er þetta um þriðj­ung­ur.

Ofan á þetta bæt­ist að eftir að stríðið hófst í Úkra­ínu, þá hafa mörg fyr­ir­tæki verið að minnka starf­semi þar sem geópóli­tísk áhætta er mik­il. Afleið­ingar þess má sjá á mynd­inni en alþjóða­við­skipti eru að drag­ast saman sem hlut­fall af heims­fram­leiðsl­unn­i. Það er heldur engin til­viljun að í fyrsta skipti í ára­tugi eru farin að sjást merki þess að fátækt er vaxa og dregið hefur úr fæðu­ör­yggi.

Mynd 2: Stormasamir tímar. Heimild: Ahir, Bloom og Fuceri 2022

Mynd 2: Stormasamir tímar. Heimild: Ahir, Bloom og Fuceri 2022

Sam­kvæmt rann­sóknum Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins eru að koma fram sterkar vís­bend­ingar um að ákveðið upp­brot sé að eiga sér stað í heims­við­skipt­u­m. Ef ein­angrun heims­við­skipt­anna nær aðeins til Rúss­lands, þá er ekki gert ráð fyrir að 

fram­leiðslutapið í heims­hag­kerf­inu verði mik­ið. Hins veg­ar, ef til kemur til mynd­unar við­skipta­blokka og heim­ur­inn skipt­ist í tvær fylk­ingar þar sem við­skipti eru tak­mörkuð á milli ríkja, er talið að meta megi var­an­legt tap á heims­vísu á 1,5 pró­sent af vergri heims­fram­leiðslu og tap á árs­grund­velli verði meira í Asíu eða sem gæti numið yfir 3 pró­sent­um.

Alþjóða­sam­skipti með hags­muni Íslands að leið­ar­ljósi 

Ljóst er að blikur eru á lofti í heims­við­skiptum og það eru margir þættir sem spila þar inn, eins og rakið er í hér að ofan. ­Tíma­bil efna­hags­fram­fara og hag­sældar á Íslandi hafa um áar­hund­ruð fallið saman með tíma­bilum þar sem við­skipti milli þjóða hafa blómstr­að. Því ber einnig að halda til haga að sjálf­stæð­is­bar­átta Íslend­inga átti að mörgu leyti að rekja til ákalls um aukið versl­un­ar­frelsi. Síð­asta tíma­bili hnatt­væð­ingar lauk með fyrri heims­styrj­öld­inni og nýtt skeið fór ekki af stað fyrr en að heims­styrj­öld­inni síð­ari lauk. Þá voru settar á fót stofn­anir til að glæða við­skipti og hafa þau vaxið af miklum þrótti á þeim ára­tugum sem liðið hafa frá þeim tíma. Ís­land hefur notið mik­illa hags­bóta með frá­hvarfi frá hafta­bú­skap, auknu við­skipta­frelsi og þátt­töku í alþjóða­stofn­un­um, við­skipta­sam­tökum og við­skipta­samn­ingum sem tekið hefur verið þátt í á for­sendum Íslands.

Ljóst er að blikur eru á lofti í heims­við­skiptum og það eru margir þættir sem spila þar inn, eins og rakið er í grein­inni. Á nýaf­stöðnum leið­toga­fundi G20 ríkj­anna á Balí kom fram skiln­ingur á mik­il­vægi sam­stöðu og sam­ræmdra aðgerða til að efla alþjóða­við­skipti. Það er afar brýnt að Ísland láti sig alþjóða­við­skipti varða þar sem verslun og við­skipti skipta minni lönd með opin hag­kerfi afar miklu máli.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra og vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Greinin birtist fyrst á kjarninn.is 21. nóvember 2022.