Nú um áramótin urðu miklar breytingar á skattkerfinu sem leiða eiga til lækkunar á vöruverði. Þar er um að ræða hækkun á lægra þrepi VSK úr 7 í 1 1% og lækkun efra þreps úr 25,5 í 24%. Einnig voru öll vörugjöld og sérstakur sykurskattur lögð af. Að auki er svo gripið til margháttaðra aðgerða til að tryggja h’fskjör þeirra sem höllum fæti standa. Samanlagt eiga þessar aðgerðir að hafa áhrif til lækkunar vöruverðs og aukningar kaupmáttar fyrir alla landsmenn.
Árangur aðgerðanna veltur á að kaupmenn og aðrir þeir sem dreifa vöru skili ábatanum að fullu til neytenda. í þessu er falið mikið tækifæri fyrir kaupmenn til að sýna að þeir séu verðugir þess trausts sem þeim er sýnt með því að þeir annist það að koma þessum breytingum að fullu til framkvæmda. Þar verður að viðurkennast að sporin hræða. Samkvæmt mælingum Hagstofunnar og verðlagsvaktar ASÍ hefur komið fram að styrking krónunnar undanfarin misseri hefur ekki skilað sér inn í vöruverð nema að hluta. Einnig hefur verslunin dregið að skila lækkun opinberra gjalda svo sem lækkun tóbaksgjalds síðasta sumar. Að auki má nefha að síðastliðið sumar þegar stjórnvöld lækkuðu verðtolla og magntolla á innfluttu nautahakkefhi um tvo þriðju (67%) hækkaði nautahakk á íslandi um 15%. Allt eru þetta dæmi sem eiga sér skýringar m.a. í fákeppni sem einkennir íslenskan markað svo og sauðmeinlausum neytendasamtökum sem ekki hafa tekið þátt í opinberri umræðu um verðlagsmál undanfarin misseri svo heitið geti.
Tryggjum jákvæð áhrif skattabreytinganna
Til að tryggja að áhrif aðgerðanna sem gripið hefur verið til nú verði í samræmi við það sem að er stefnt þurfa allir að vera á verði, neytendur, neytendasamtök, verkalýðshreyfingin og stjórnvöld. Það er á margan hátt erfiðleikum háð. Verðmyndun er ógagnsæ, álagning í landinu er frjáls, verkalýðshreyfingin er eignaraðili að stærstu verslunarkeðjum og eiginleg samkeppni á dagvörumarkaði er varla til. Nú á fyrstu dögum eftir breytingu gjaldanna hafa birst ýmis merki þess að verslunin ætli ekki að grípa tækifærið sem henni er rétt til að bregðast við auknu trausti. Það er miður og hlýtur að kalla á aðgerðir af hálfu neytenda og einnig stjómvalda verði ekki bragarbót hér á. Því skora ég á kaupmenn að sýna nú þegar í verki að þeir ætii sér að bregðast við breyttu skattumhverfi með því að lækka vöruverð í samræmi við breytingamar.
Ég skora einnig á kaupmenn að sýna í verki vilja sinn til að styrking krónunnar skili sér í verði á innfluttum vörum í ríkari mæli en þegar hefur verið gert. Ég skora á neytendasamtökin að reka af sér slyðruorðið og setja nú þegar upp verðvakt í samstarfl við neytendur. Ég skora á alþýðusamtökin að láta ekki eignarhald sitt á verslunarfyrirtækjum trufla sig í að tryggja hlut félagsmanna sinna í bættu skattumhverfl. Síðast en ekki síst skora ég á neytendur að halda vöku sinni. Að halda áfram að deila á samfélagsmiðlum því sem þeim þykir rangt gert líkt og þeir hafa gert nú á fyrstu dögum ársins. Ég skora líka á neytendur að sýna hug sinn í verki t.d. með því að sniðganga þau verslunarfyrirtæki sem ekki bregðast við nýju skattumhverfi með því að lækka verð. Allir sem verða varir við misbresti í framkvæmd breytinganna mega gjaman senda mér tölvupóst á netfangið thorsteinns@althingi.is. Það er sameiginlegt verkefhi okkar allra að tryggja að aðgerðir sem settar eru fram af hálfu stjómvalda til þess að lækka vöruverð í landinu nái takmarki sínu.
Þorsteinn Sæmundsson
Greinin birtist í DV 9. janúar 2015.
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]