Categories
Greinar

Auðveldum ungu fólki að kaupa fyrstu fasteign

Deila grein

29/11/2018

Auðveldum ungu fólki að kaupa fyrstu fasteign

Hús­næðismál eru vel­ferðar­mál. Eitt af meg­in­hlut­verk­um hins op­in­bera er að halda uppi öfl­ugu vel­ferðar­kerfi þar sem öll­um lands­mönn­um, óháð bú­setu, er tryggð ör­ugg fram­færsla, heil­brigðis- og fé­lagsþjón­usta, mennt­un og raun­hæf­ur kost­ur á að eign­ast eða leigja sér ör­uggt hús­næði. Þess vegna verða stjórn­völd og sam­fé­lagið sem heild að líta á og nálg­ast hús­næðismál með sama hætti og önn­ur brýn vel­ferðar­mál.

Staðan á ís­lensk­um hús­næðismarkaði er þannig í dag að skort­ur er á íbúðum fyr­ir ungt fólk og tekju­lága á viðráðan­legu verði. Sam­kvæmt nýj­ustu könn­un Íbúðalána­sjóðs telja 57% leigj­enda sig búa við hús­næðis­ör­yggi sam­an­borið við 94% þeirra sem búa í eig­in hús­næði. Ein­ung­is 8% leigj­enda eru á leigu­markaði vegna þess að þeir vilja vera þar en 64% leigj­enda segj­ast vera á leigu­markaðnum af nauðsyn. Þetta er ekki ásætt­an­legt. Fast­eigna­verð hef­ur stór­hækkað og kaup­end­ur að fyrstu íbúð þurfa annað hvort að eiga nokkr­ar millj­ón­ir króna í spari­fé eða fá hjálp frá aðstand­end­um til að geta keypt íbúð. Marg­ir eru í þeirri stöðu að þess­ir kost­ur eru ein­fald­lega ekki í boði. „Að eign­ast þak yfir höfuðið“ fyr­ir unga og tekju­lága ein­stak­linga er við nú­ver­andi aðstæður risa­vaxið verk­efni svo ekki sé dýpra í ár­ina tekið. Við þessu þarf að bregðast.

Í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar seg­ir: „Rík­is­stjórn­in mun fara í aðgerðir sem lækka þrösk­uld ungs fólks og tekju­lágra inn á hús­næðismarkaðinn. Í því augnamiði verða stuðnings­kerfi hins op­in­bera end­ur­skoðuð þannig að stuðning­ur­inn nýt­ist fyrst og fremst þess­um hóp­um. Meðal ann­ars verða skoðaðir mögu­leik­ar á því að hægt verði að nýta líf­eyr­is­sparnað til þess.“

Í sam­ræmi við þetta höf­um við verið að kort­leggja þau úrræði sem stjórn­völd í ná­granna­lönd­um okk­ar bjóða upp á fyr­ir tekju­lága á íbúðamarkaði. Þar hef­ur einkum verið litið til Nor­egs og Sviss.

Í Sviss er heim­ilt að nýta upp­safnaðan líf­eyr­is­sparnað til að afla eig­in­fjár­fram­lags vegna íbúðakaupa. Ýmist er hægt að fá sparnaðinn fyr­ir­fram­greidd­an eða veðsetja hann. Al­menn­ur líf­eyr­is­sparnaður má vera allt að 90% kaup­verðs en viðbót­ar­líf­eyr­is­sparnaður allt að 100%.

Hus­ban­ken, sem er syst­ur­stofn­un Íbúðalána­sjóðs í Nor­egi, býður upp á sér­stak­an hús­næðisstuðning, svo­kölluð Start­lán, til að aðstoða af­markaðan hóp tekju­lágra við að kaupa sér íbúð. Start­lán eru íbúðalán með lægri vöxt­um og lægri eig­in­fjár­kröfu en tíðkast á markaði. Þau eru aðeins veitt þeim sem geta ekki aflað sér fjár­mögn­un­ar fyr­ir íbúð með hefðbundn­um hætti. Stærsti hóp­ur lán­taka eru fjöl­skyld­ur sem búa við slæma fjár­hags­lega stöðu en start­lán hafa einnig verið veitt m.a. til fyrstu kaup­enda, flótta­manna, fólks með fötl­un og fólks sem býr við fé­lags­leg vanda­mál.

Ný­lega lagði ég fram til­lögu í rík­is­stjórn um að farið væri í að út­færa fyrr­greind­ar lausn­ir hér á landi. Ég bind mikl­ar von­ir við að úr­bæt­ur til handa fyrstu kaup­end­um verði til þess að lækka þrösk­uld ungs fólks og tekju­lágra inn á hús­næðismarkaðinn.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 29. nóvember 2018.