Categories
Greinar

Betri tímar í umferðinni

Deila grein

27/09/2019

Betri tímar í umferðinni

Í gær skrifuðu rík­is­stjórn og stjórn­end­ur sveit­ar­fé­lag­anna á höfuðborg­ar­svæðinu und­ir tíma­móta­sam­komu­lag um stór­sókn til bættra sam­gangna. Tíma­mót­in fel­ast ekki síst í því að ríkið og sveit­ar­fé­lög­in á höfuðborg­ar­svæðinu hafa náð sam­an um sam­eig­in­lega sýn um fjöl­breytt­ar sam­göng­ur á höfuðborg­ar­svæðinu en sam­skipti þess­ara aðila hafa nán­ast verið í frosti ára­tug­um sam­an þegar kem­ur að sam­göng­um. Borg­in hef­ur bar­ist fyr­ir einni leið og Vega­gerðin fyr­ir ann­arri en báðir hafa haft sama mark­mið: að bæta og auðvelda um­ferð á svæðinu.

Ekki lausn, held­ur lausn­ir

Niðurstaðan sem kynnt var í gær er ávöxt­ur þess að strax þegar ég sett­ist stól ráðherra sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­mála ákvað ég að leiða sam­an þessa and­stæðu póla til að vinna að lausn máls­ins. Útkom­an er hag­stæð fyr­ir alla, hvort sem þeir vilja aka sín­um fjöl­skyldu­bíl, nýta al­menn­ings­sam­göng­ur, ganga eða hjóla. Ríf­lega 52 millj­arðar króna fara í stofn­vegi, tæp­lega 50 millj­arðar í upp­bygg­ingu innviða fyr­ir hágæða al­menn­ings­sam­göng­ur, rúm­lega 8 millj­arðar í göngu- og hjóla­stíga, brýr og und­ir­göng og rétt rúm­ir sjö millj­arðar í um­ferðar­stýr­ingu.

Fjöl­breytt fjár­mögn­un

Lyk­ill­inn að því að hægt sé að ráðast í svo stór­kost­leg­ar fram­kvæmd­ir er að fjár­magn sé tryggt. Ríkið legg­ur til 45 millj­arða, sveit­ar­fé­lög­in 15 millj­arða og sér­stök fjár­mögn­un verður 60 millj­arðar. Sér­stök fjár­mögn­un verður að ein­hverju leyti í formi um­ferðar­gjalda sem verður hluti af þeirri vinnu sem unnið er að í fjár­málaráðuneyt­inu varðandi end­ur­skipu­lagn­ingu fjár­mögn­un­ar­kerf­is í sam­göng­um vegna orku­skipt­anna. Sam­göngu­kerfið er nú fjár­magnað með bens­ín- og ol­íu­gjöld­um sem fara hratt minnk­andi vegna örr­ar fjölg­un­ar vist­vænna öku­tækja.

Sunda­braut

Eitt af því sem sam­komu­lagið renn­ir stoðum und­ir er bygg­ing Sunda­braut­ar sem lengi hef­ur verið í umræðunni en ekki hef­ur náðst sam­komu­lag um. Með þess­um fram­kvæmd­um er lagður grunn­ur að betri teng­ingu höfuðborg­ar­svæðis­ins við lands­byggðina með veglagn­ingu yfir sund­in upp á Kjal­ar­nes. Sú teng­ing myndi létta á um­ferð í Ártúns­brekku og með sterk­ari stofn­veg­um á höfuðborg­ar­svæðinu auðvelda mjög um­ferð í gegn­um svæðið til Kefla­vík­ur­flug­vall­ar.

Tím­inn er dýr­mæt­ur

Sam­göng­ur snú­ast fyrst og fremst um lífs­gæði. Tím­inn er stöðugt mik­il­væg­ari þátt­ur í lífs­gæðum, við vilj­um ráða því sem mest sjálf hvernig við verj­um tíma okk­ar. Tím­inn sem fer í um­ferðarflækj­ur er ekki aðeins óhag­stæður fyr­ir efna­hag­inn held­ur geng­ur hann á þann tíma sem við ætl­um okk­ur með fjöl­skyldu og vin­um. Betri um­ferðarmann­virki stuðla einnig að bættri um­ferðar­menn­ingu og ör­ugg­ari um­ferð, færri slys­um. Áhersla mín á öfl­ug­ar sam­göng­ur um allt land er kom­in til vegna þess að ég trúi því að öfl­ug­ar sam­göng­ur séu hluti af sterk­ara sam­fé­lagi. Sam­göngusátt­máli höfuðborg­ar­svæðis­ins er mik­il­væg­ur hluti af þeirri sýn.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 27. september 2019.