Categories
Greinar

Hvers vegna þarf að styðja ungt og tekjulágt fólk til fasteignakaupa?

Deila grein

26/09/2019

Hvers vegna þarf að styðja ungt og tekjulágt fólk til fasteignakaupa?

Hér á landi er al­gengt að líta á hús­næðismál með þeim aug­um að það sé ein­göngu hlut­verk markaðar­ins að leysa mál­in. Þetta sé ein­fald­lega spurn­ing um fram­boð og eft­ir­spurn. Vissu­lega er mik­il­vægt að huga að sam­spili fram­boðs og eft­ir­spurn­ar en hús­næði er fyrst og síðast ein af grunnþörf­um allra fjöl­skyldna. Í því ljósi eiga hús­næðismál að fá aukið vægi í umræðunni um stöðu fjöl­skyldna og í raun allri umræðu um vel­ferðar­mál.

Mik­ill meiri­hluti vill kom­ast í eigið hús­næði

Áætlað er að í kring­um 30.000 heim­ili séu á leigu­markaði á Íslandi. Þetta svar­ar til um 17 pró­sent ein­stak­linga yfir 18 ára aldri. Leigu­markaður­inn nærri tvö­faldaðist í kjöl­far efna­hags­hruns­ins haustið 2008 og sam­kvæmt könn­un Íbúðalána­sjóðs telja 92 pró­sent leigj­enda það óhag­stætt að leigja og ein­ung­is átta pró­sent telja sig geta farið af leigu­markaði inn­an sex mánaða. Á sama tíma segj­ast 86 pró­sent leigj­enda myndu vilja búa í eig­in hús­næði sam­kvæmt ný­legri könn­un Íbúðalána­sjóðs og aðeins átta pró­sent leigj­enda segj­ast vera á leigu­markaði af því þeir vilja vera þar. Af þessu má draga þá álykt­un að mik­ill meiri­hluti þeirra sem er á leigu­markaði vilji kom­ast í eigið hús­næði.

Fleiri þurfa aðstoð fjöl­skyldu við kaup á hús­næði

Í mörg­um til­fell­um nær fólk ein­fald­lega ekki að brúa bilið sem þarf til að leggja fram 20-30 pró­senta eigið fé við kaup á íbúð. Niður­stöður könn­un­ar sem fram­kvæmd var í fyrra bend­ir til þess að 44 pró­sent þeirra sem keyptu sína fyrstu fast­eign á ár­un­um 2000-2009 hafi fengið aðstoð frá vin­um eða ætt­ingj­um en á meðal þeirra sem keyptu fyrstu fast­eign sína árið 2010 eða síðar hafi hlut­fallið verið 59 pró­sent. Þess­ar niður­stöður gefa til kynna að inn­an við helm­ing­ur þeirra sem hafa keypt fyrstu fast­eign sína á und­an­förn­um árum hafi gert það hjálp­ar­laust. Sam­hliða þessu fer hlut­fall þeirra sem eru í lægstu tekju­tí­und­um sam­fé­lags­ins hækk­andi á leigu­markaði. Þá eru þrjú af hverj­um fjór­um heim­il­um á leigu­markaði með sam­an­lagðar heim­ilis­tekj­ur und­ir 800.000 kr. á mánuði og meira en helm­ing­ur með und­ir 550.000 kr.

Aðgerðir hjálpi öll­um að eign­ast hús­næði

Í ljósi of­an­ritaðs hljót­um við að geta verið sam­mála um að óheft­ur markaður­inn hef­ur ekki skilað úr­lausn fyr­ir þann hóp sem nú er á leigu­markaði. Þess vegna erum við nú að skoða kerf­is­breyt­ing­ar sem miða að því að styðja við íbúðar­kaup ungs fólks, tekju­lægri ein­stak­linga og fjöl­skyldna sem misstu eign­ir sín­ar í hrun­inu. Þarna er bæði unnið að því að hægt verði að nýta líf­eyr­is­sparnað sem inn­borg­un við fast­eigna­kaup en einnig er unnið að frum­varpi til inn­leiðing­ar á sér­stök­um hlut­deild­ar­lán­um að skoskri og breskri fyr­ir­mynd.

Hlut­deild­ar­lán til að yf­ir­stíga þrösk­uld­inn

Hlut­deild­ar­lán er úrræði sem hugsað er til að mæta þeim bresti sem nú rík­ir á hús­næðismarkaði og er ætlað að auðvelda ungu fólki og tekju­lágu að eign­ast eigið hús­næði. Hlut­deild­ar­lán­in bera lægri vexti og af­borg­an­ir fyrstu árin og eiga þannig að gera tekju­lág­um kleift að kom­ast yfir út­borg­un­arþrösk­uld­inn þar sem krafa um eigið fé er lægri. Ríkið fær síðan end­ur­greitt þegar eig­andi sel­ur viðkom­andi íbúð eða greiðir lánið upp á matsvirði. Helstu kost­ir eru aug­ljós­ir. Ung­ir og tekju­lág­ir eiga auðveld­ara með að koma sér þaki yfir höfuðið, bygg­ing­araðilar njóta auk­ins fyr­ir­sjá­an­leika um markað fyr­ir íbúðir og lán­veit­end­ur fá ör­ugg­ari lán með lægra veðhlut­falli og ættu því að geta boðið hag­stæðari kjör.

Útfærsla á hlut­deild­ar­lán­um eru nú í vinnslu í góðu sam­starfi við aðila vinnu­markaðar líkt og lífs­kjara­samn­ing­ar lögðu grunn að. Þetta úrræði hef­ur skilað góðum ár­angri í Bretlandi og Skotlandi síðastliðin sex ár og erum við í góðu sam­starfi við stjórn­völd þar um heppi­lega inn­leiðingu og út­færsl­ur.

Eitt af meg­in­mark­miðum mín­um í embætti ráðherra er að gera ungu og tekju­lágu fólki kleift að kaupa sínu fyrstu íbúð. Hlut­deild­ar­lán eru góð og skyn­sam­leg leið til koma íbúðar­kaup­end­um yfir út­borg­un­arþrösk­uld­inn í upp­hafi. Ég bind mikl­ar von­ir við að þau muni ryðja sér til rúms á ís­lensk­um hús­næðismarkaði og hjálpi ungu fólki, tekju­lág­um og fólki sem misst hef­ur hús­næði að eign­ast þak yfir höfuðið.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 26. september 2019.