Categories
Fréttir

Vefjagigt hrjáir fólk á öllum aldri – hinn þögli sjúkdómur

Deila grein

25/09/2019

Vefjagigt hrjáir fólk á öllum aldri – hinn þögli sjúkdómur

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, endurflutti þingsályktun um vefjagift á Alþingi í gær. Þetta kemur fram í yfirlýsingu hennar í dag.
„Þar sem ég skora á heilbrigðisráðherrann að beita sér fyrir fræðslu til almennings um vefjagigt og láta fara fram endurskoðun á skipan sérhæfðrar endurhæfingarþjónustu með það að markmiði að styrkja greiningarferlið og bjóða upp á heildræna meðferð.
Vefjagigt getur lagst mjög hart á fólk og dregið verulega úr lífsgæðum og færni til daglegra athafna. Vefjagigt hrjáir fólk á öllum aldri en er algengust hjá konum á miðjum aldri. Oft nefndur hinn þögli sjúkdómur enda nokkuð erfitt að greina hann og fólk ber þetta ekki utan á sér,“ segir Halla Signý.