Categories
Greinar

Björt og litrík framtíð myndlistar á Íslandi

Mynd­list sem at­vinnu­grein á Íslandi stend­ur nú á ákveðnum tíma­mót­um. Ungu fólki fjölg­ar sem kýs að starfa við list­sköp­un, eins og mynd­list­ina, sem er í eðli sínu grein framtíðar, alþjóðleg og sjálf­bær í senn. Stefn­an set­ur fram aðgerðir sem munu auka sýni­leika grein­ar­inn­ar gegn­um mæl­ingu á hag­vís­um henn­ar, ýta úr vegi hindr­un­um og inn­leiða hvata og íviln­an­ir sem styðja við mynd­list­ar­markað. Í ljósi stærðar alþjóðamarkaðar með mynd­list og eft­ir­tekt­ar­verðs ár­ang­urs ís­lenskra mynd­list­ar­manna má ætla að vaxta­tæki­færi mynd­list­ar séu veru­leg. Með auk­inni fjár­fest­ingu hins op­in­bera og einka­geira mun grein­in geta skilað þjóðarbú­inu tals­vert meiri verðmæt­um en hún ger­ir nú. Með fyrstu mynd­list­ar­stefnu Íslands er mótuð framtíðar­sýn sem styðja við já­kvæða sam­fé­lagsþróun auk þess að styðja við mynd­list­ar­líf á Íslandi til framtíðar.

Deila grein

04/03/2021

Björt og litrík framtíð myndlistar á Íslandi

Með hækk­andi sól mun fyrsta heild­stæða mynd­list­ar­stefna Íslands líta dags­ins ljós sem mótuð hef­ur verið í nánu sam­starfi við helstu hagaðila í mynd­list á land­inu. Stefn­an mun setja fram heild­stæða sýn fyr­ir mynd­list­ar­líf að vaxa og dafna til árs­ins 2030. Mynd­list hef­ur leikið mik­il­vægt hlut­verk inn­an ís­lensks sam­fé­lags allt frá því snemma á 20. öld og er hratt vax­andi list- og at­vinnu­grein á Íslandi í dag. Á liðinni öld hafa þúsund­ir Íslend­inga numið mynd­list að ein­hverju marki þótt ein­ung­is lítið brot þeirra, eða nokk­ur hundruð, starfi við grein­ina í dag og ein­ung­is hluti þeirra í fullu starfi.

Áhersla í nýrri stefnu verður á fjöl­breytt­an stuðning við list­sköp­un, kennslu í mynd­list og al­menna vit­und­ar­vakn­ingu al­menn­ings um að mynd­list sé fyr­ir alla að njóta. Þá verður stjórn­sýsla og stuðnings­kerfi mynd­list­ar eflt en um leið ein­faldað í þágu ár­ang­urs. Við vilj­um að á Íslandi starfi öfl­ug­ar og sam­stillt­ar mynd­list­ar­stofn­an­ir með þjóðarlista­safn á heims­mæli­kv­arða sem styður með já­kvæðum hætti við alla aðra þætti kraft­mik­ils mynd­list­ar­lífs um allt land og alþjóðlegt orðspor ís­lenskr­ar mynd­list­ar. Mynd­list­armiðstöð tek­ur við hlut­verki Kynn­ing­armiðstöðvar ís­lenskr­ar mynd­list­ar og verður kraft­mik­il miðja stuðnings­kerf­is mynd­list­ar­manna sem vinn­ur með mynd­list­ar­líf­inu. Ný mynd­list­ar­stefna set­ur fram sýn og aðgerðir sem hafa í för með sér hvata til efl­ing­ar á alþjóðlegu mynd­list­ar­starfi hér heima og er­lend­is.

Mynd­list sem at­vinnu­grein á Íslandi stend­ur nú á ákveðnum tíma­mót­um. Ungu fólki fjölg­ar sem kýs að starfa við list­sköp­un, eins og mynd­list­ina, sem er í eðli sínu grein framtíðar, alþjóðleg og sjálf­bær í senn. Stefn­an set­ur fram aðgerðir sem munu auka sýni­leika grein­ar­inn­ar gegn­um mæl­ingu á hag­vís­um henn­ar, ýta úr vegi hindr­un­um og inn­leiða hvata og íviln­an­ir sem styðja við mynd­list­ar­markað. Í ljósi stærðar alþjóðamarkaðar með mynd­list og eft­ir­tekt­ar­verðs ár­ang­urs ís­lenskra mynd­list­ar­manna má ætla að vaxta­tæki­færi mynd­list­ar séu veru­leg. Með auk­inni fjár­fest­ingu hins op­in­bera og einka­geira mun grein­in geta skilað þjóðarbú­inu tals­vert meiri verðmæt­um en hún ger­ir nú. Með fyrstu mynd­list­ar­stefnu Íslands er mótuð framtíðar­sýn sem styðja við já­kvæða sam­fé­lagsþróun auk þess að styðja við mynd­list­ar­líf á Íslandi til framtíðar.

Menn­ing og list­ir hafa gætt líf okk­ar þýðingu á erfiðum tím­um. Mörg stærstu tæki­færa ís­lensks sam­fé­lags og at­vinnu­lífs fel­ast ein­mitt þar. Mynd­list­in er ein þeirra greina sem hef­ur tek­ist á við áskor­an­ir heims­far­ald­urs­ins með aðdá­un­ar­verðum hætti. Söfn, galle­rí og lista­manna­rek­in rými hafa að mestu verið opin og staðið fyr­ir sýn­ing­ar­haldi. Það er löngu tíma­bært að stjórn­völd horfi til framtíðar í mynd­list­ar­mál­um þjóðar­inn­ar.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar og mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 4. mars 2021.