Categories
Greinar

Börn í umferðinni

Deila grein

15/07/2021

Börn í umferðinni

Nýtt sam­fé­lags­mynst­ur og auk­in þétt­býl­is­mynd­un á síðustu árum hafa breytt þörf­um fólks um aðstöðu og skipu­lag í þétt­býli. Um­hverfi hvers og eins skipt­ir mestu máli í dag­legu lífi flestra. Staðsetn­ing skóla, göngu- og hjóla­leiðir, skóla­akst­ur og um­ferð eru þætt­ir sem hafa áhrif á ákvörðun fólks hvar sem það býr. Flest­ir þeir sem koma með ein­um eða öðrum hætti að upp­bygg­ingu og skipu­lagn­ingu sam­göngu­innviða hafa hingað til verið á á full­orðins­aldri, fólk tví­tugt og eldra. Það er því kannski ekki skrítið að sú vinna hafi verið unn­in að mestu út frá sjón­ar­hóli full­orðinna. Stór hluti sam­fé­lagsþegna hef­ur þó oft viljað gleym­ast og það eru þarf­ir barna og ör­yggi þeirra í um­ferðinni.

Staða barna í sam­göng­um

Ef hlustað er á börn og þau fá tæki­færi til að láta rödd sína heyr­ast eru þau fær um að hafa áhrif á líf sitt. Það er m.a. í sam­ræmi við ákvæði Barna­sátt­mála og Heims­mark­miða Sam­einuðu þjóðanna og þings­álykt­un um Barn­vænt Ísland fyr­ir árin 2021-2024. Sam­göng­ur og áhrif þeirra á börn hafa til þessa lítið verið til um­fjöll­un­ar og ekki greind með nægi­lega skýr­um hætti. Með sam­göngu­áætlun 2020-2034 var ákveðið að hefja vinnu við að greina stöðu barna og ung­menna í sam­göng­um. Það er ein­stak­lega ánægju­legt að sjá að fyrstu skref­in hafa verið stig­in með grein­ar­gerð sem kem­ur út í dag um stöðu barna og ung­menna í sam­göng­um hér á landi. Skýrsl­an er unn­in í sam­vinnu við Vega­gerðina, Sam­göngu­stofu og Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga.

Í henni kem­ur m.a. fram að ferðavenj­ur barna og ung­menna eru mun fjöl­breytt­ari en þeirra sem eldri eru. Þau eru engu minni not­end­ur og ferðast jafn­vel að jafnaði ívið fleiri ferðir á degi hverj­um. Börn og ung­menni eru mestu not­end­ur virkra sam­göngu­máta og al­menn­ings­sam­gangna. Börn og ung­menni ferðast hlut­falls­lega minna með inn­an­lands­flugi en þeir sem eldri eru. Lægri far­gjöld vegna Loft­brú­ar virðast nýt­ast þeim sér­stak­lega vel. Bestu sókn­ar­færi til þess að stuðla að breytt­um ferðavenj­um allra fel­ast í því að hlúa bet­ur að þessu ferðamynstri barna og ung­menna, enda eru þau ekki með sama fast­mótaða ferðavenju­mynst­ur og þeir sem eldri eru.

Ung­ir sem aldn­ir

Stefnu­mörk­un í sam­göngu­mál­um þarf að snú­ast um að börn og ung­menni séu ör­ugg á leið sinni til og frá skóla, leik­svæðum, íþrótt­um, tóm­stund­um eða áfanga­stöðum sem þau þurfa að sækja. Taka þarf mið af þörf­um þeirra sem birt­ist í ferðavenju­könn­un­inni sem gerð var um land allt. Í henni kom fram að börn eru helstu not­end­ur virkra sam­göngu­máta, þ.e. að ganga, hjóla, nota skóla­akst­ur eða al­menn­ings­sam­göng­ur. Hönn­un og upp­bygg­ing innviða þarf að taka mið af því og er það okk­ar sem eldri eru að fylgja því fast eft­ir. Þá er öfl­ugt for­varn­astarf og fræðsla á öll­um skóla­stig­um ár­ang­urs­rík leið.

Ríki og sveit­ar­fé­lög þurfa að vinna sam­an að því að bæta sam­göng­ur barna og ung­menna og eru tæki­færi í skipu­lagðri vinnu sveit­ar­fé­laga með gerð og fram­fylgni um­ferðarör­ygg­is­áætl­ana. Tónn í þá átt hef­ur verið sleg­inn með sam­vinnu rík­is og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga við gerð skýrsl­unn­ar.

Greiðar og ör­ugg­ar sam­göng­ur skipta okk­ur öll máli. Hvort sem við erum ung eða göm­ul höf­um við þörf til þess að fara á milli staða. Mál­efnið er ung­menn­um mik­il­vægt og hug­leikið. Þau vilja verða þátt­tak­end­ur í stefnu­mót­un og við tök­um fagn­andi á móti þeim. Við þurf­um að eiga upp­byggi­legt sam­tal þar sem hlúð er bet­ur að ferðamynstri barna og bor­in virðing fyr­ir ólík­um sjón­ar­miðum. Skipu­lagn­ing sam­göngu­innviða sem miðar við þarf­ir fólks frá unga aldri og upp úr skil­ar sér í betra og skiln­ings­rík­ara sam­fé­lagi.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 15. júlí 2021.