Categories
Greinar

Erindi Framsóknar

Deila grein

18/05/2022

Erindi Framsóknar

Frjáls­ar kosn­ing­ar eru horn­steinn þess lýðræðis­sam­fé­lags sem við búum í. Það að búa í frjálsu og opnu lýðræðisþjóðfé­lagi er ekki sjálf­gef­inn hlut­ur eins og fjöl­mörg dæmi í heim­in­um sanna. Það er því hátíðar­stund í hvert skipti sem gengið er til kosn­inga og kjós­end­ur greiða þeim sem þeir treysta at­kvæði sín til að vinna að þörf­um mál­efn­um fyr­ir sam­fé­lagið. Vel heppnaðar sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar um liðna helgi voru þar eng­in und­an­tekn­ing. Ég vil byrja á að óska öll­um þeim sveit­ar­stjórn­ar­full­trú­um sem náðu kjöri fyr­ir hönd ólíkra flokka inni­lega til ham­ingju með kjörið. Það er mik­il heiður sem fylg­ir því að vera val­inn af kjós­end­um til trúnaðarstarfa fyr­ir sam­fé­lagið.

Sveit­ar­stjórn­ar­mál skipta miklu máli en á vett­vangi þeirra stíga marg­ir sín fyrstu skref í stjórn­mál­um og fé­lags­störf­um. Sveit­ar­fé­lög­in eru ábyrg fyr­ir að veita mik­il­væga og fjöl­breytta þjón­ustu sem snerta hag fólks með bein­um hætti á hverj­um ein­asta degi. Það var ánægju­legt að sjá þann mikla meðbyr með fram­bjóðend­um Fram­sókn­ar raun­ger­ast í glæsi­leg­um fylgistöl­um um allt land. Fram­bjóðend­ur flokks­ins koma úr ýms­um átt­um, nestaðir með fjöl­breytt­um bak­grunn­um, reynslu og þekk­ingu sem nýt­ist með ýmsu móti til þess auka vel­sæld íbú­anna. Sem vara­formaður Fram­sókn­ar fyllt­ist ég stolti að fylgj­ast með þeirri mál­efna­legu og upp­byggi­legu kosn­inga­bar­áttu sem fram­bjóðend­ur flokks­ins ráku á landsvísu.

Sá vaski hóp­ur á það sam­eig­in­legt að vilja vinna sam­vinnu­hug­sjón­inni braut­ar­gengi og stuðla að upp­byggi­leg­um stjórn­mál­um út frá miðjunni. Sem miðju­flokk­ur legg­ur Fram­sókn áherslu á praktísk­ar og öfga­laus­ar lausn­ir sem eru til þess falln­ar að bæta líf fólks ásamt því að geta unnið með ólík­um stjórn­mála­flokk­um til þess að bæta sam­fé­lagið. Það hef­ur flokk­ur­inn margoft gert með góðum ár­angri; að brúa bilið milli ólíkra sjón­ar­miða til þess að ná ár­angri fyr­ir land og þjóð. Við í Fram­sókn segj­um gjarn­an að sam­fé­lag sé sam­vinnu­verk­efni og í því er fólg­inn mik­ill sann­leik­ur.

Fjöl­marg­ir kjós­end­ur um allt land eru sam­mála þess­um boðskap og til dæm­is í sveit­ar­fé­lög­um á höfuðborg­ar­svæðinu náði flokk­ur­inn sögu­leg­um fylgistöl­um og jók styrk sinn veru­lega. Sér­stak­lega ánægju­legt var að sjá upprisu flokks­ins í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur og bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar þar sem flokk­ur­inn fór úr því að eiga enga full­trúa yfir í það að eiga fjóra í báðum sveit­ar­fé­lög­um. Við í Fram­sókn erum þakk­lát kjós­end­um fyr­ir það mikla traust sem þeir sýna flokkn­um og fram­bjóðend­um hans. Í því er fólg­in mik­il hvatn­ing til þess að vinna að já­kvæðum breyt­ing­um í sveit­ar­fé­lög­um um allt land. Und­ir þeirri ábyrgð munu sveit­ar­stjórn­ar­full­trú­ar okk­ar rísa með glæsi­brag og gera sam­fé­lagið enn betra en það var í gær.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Höfundur er menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 18. maí 2022