Categories
Greinar

Evrópusambandið veldur vonbrigðum

Deila grein

03/12/2013

Evrópusambandið veldur vonbrigðum

Gunnar Bragi SveinssonNúna hefur Evrópusambandið brugðist þeim fjölmörgu aðilum sem það hefur gert samninga við um IPA styrki.

Framkvæmdastjórn ESB hefur einhliða og án fyrirvara tilkynnt ákvörðun um að hætta öllum IPA-verkefnum sem hafin voru á Íslandi. Framkvæmdastjórnin mun segja samningum upp með tveggja mánaða fyrirvara og þeim send bréf þess efnis á næstu dögum.

Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar kemur utanríkisráðuneytinu í opna skjöldu, í ljósi þess að íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á gott samstarf við ESB og sérstaklega þegar til þess er litið að framkvæmdastjórnin hefur á fyrri stigum ítrekað gefið til kynna að öllum IPA verkefnum sem hafin væru yrði lokið án tillits til mögulegrar aðildar. Íslenskir og erlendir samstarfsaðilar hafa því haldið áfram að vinna að verkefnum í góðri trú um að Evrópusambandið myndi standa við fyrri ákvarðanir og yfirlýsingar.

Viðsnúningur ESB er óskiljanlegur þar sem ekkert nýtt hefur gerst síðan hlé gert á viðræðum og fyrri ákvörðun var tekin um framtíð IPA styrkjanna.

Þessi vinnubrögð eru forkastanleg að mínu mati og ekki til þess fallinn að lyfta ímynd ESB á Íslandi að neinu leiti.

 

Gunnar Bragi Sveinsson