Categories
Greinar

Fjárfest í menntun framtíðar

Deila grein

03/03/2020

Fjárfest í menntun framtíðar

Mennta­tæki­færi hafa marg­feld­isáhrif í sam­fé­lag­inu en ekki síst fyr­ir smærri byggðarlög. Þegar for­eldr­ar ákveða bú­ferla­flutn­inga leika mennt­un­ar­tæki­færi barna þeirra og ung­menna stórt hlut­verk, og það sama gild­ir um aðgengi þeirra að íþrótta- og tóm­stund­a­starfi.

Gríp­um til aðgerða

Nú blas­ir við mik­ill slaki í efna­hags­líf­inu og hag­kerf­inu. Tölu­verð óvissa rík­ir um inn­lenda efna­hagsþróun á kom­andi miss­er­um, af inn­lend­um or­sök­um en ekki síður vegna auk­inn­ar óvissu um alþjóðleg­ar hag­vaxt­ar­horf­ur.

Til þess að koma í veg fyr­ir lít­inn eða jafn­vel eng­an hag­vöxt á næsta ári þarf að grípa til aðgerða og veita viðspyrnu. Það er því rétti tím­inn fyr­ir öll sveit­ar­fé­lög og rík­is­valdið að for­gangsraða í þágu mennt­un­ar.

Betri fjár­hags­staða náms­manna

Rík­is­stjórn­in hef­ur nú þegar á teikni­borðinu áform um aukna fjár­fest­ingu í mennta­kerf­inu hér á landi. Nýtt frum­varp um Mennta­sjóð náms­manna fel­ur í sér grund­vall­ar­breyt­ingu á stuðningi við náms­menn. Það mun leiða til betri fjár­hags­stöðu náms­manna og skuld­astaða þeirra að námi loknu mun síður ráðast af fjöl­skylduaðstæðum, þar sem for­eldr­ar í námi fá fjár­styrk en ekki lán til að fram­fleyta börn­um sín­um. Það stuðlar að betri nýt­ingu fjár­muna, auk­inni skil­virkni og þjóðhags­leg­um ávinn­ingi fyr­ir sam­fé­lagið.

Töl­um við tæk­in á ís­lensku

Meðal annarra mik­il­vægra fjár­fest­inga­verk­efna má einnig nefna mál­tækni­áætl­un stjórn­valda, sem þegar hef­ur verið fjár­mögnuð. Það er afar mik­il­vægt að gera ís­lensk­una gjald­genga í sta­f­ræn­um heimi og þróa tækni­lausn­ir sem gera okk­ur kleift að eiga sam­skipti við snjall­tæk­in okk­ar á ís­lensku. Jafn­framt hef­ur verið fjár­fest ríku­lega í fram­halds­skóla­mennt­un og þá hef­ur rekstr­ar­for­send­um starfs­mennta­skóla verið gjör­breytt.

Nýir skól­ar á teikni­borðinu

Meðal innviðafjár­fest­inga sem eru einnig fram und­an í mennta­kerf­inu má nefna bygg­ingu Húss ís­lensk­unn­ar sem nú er í full­um gangi, bygg­ingu fé­lagsaðstöðu við Fjöl­brauta­skóla Suður­nesja, viðbygg­ingu við Fjöl­brauta­skól­ann í Breiðholti og upp­bygg­ingu við Mennta­skól­ann í Reykja­vík. Jafn­framt er á teikni­borðinu und­ir­bún­ing­ur að nýj­um lista­há­skóla og nýj­um Tækni­skóla.

Jöfn tæki­færi til mennt­un­ar

Mennt­un er lyk­ill­inn að framtíðinni. Á okk­ur hvíl­ir nú sú skylda að horfa fram á við, setja metnaðarfull mark­mið og grípa til verka. Það er dauðafæri til að koma með meiri inn­spýt­ingu og flýta fram­kvæmd­um. Marg­ar þess­ara fram­kvæmda eru löngu tíma­bær­ar og mark­mið þeirra allra er að efla mennt­un og menn­ingu í land­inu. Það er mik­il­vægt að all­ir hafi jöfn tæki­færi til mennt­un­ar og geti fundið nám við sitt hæfi. Við vilj­um tryggja öll­um börn­um og ung­menn­um slík tæki­færi.

Silja Dögg Gunnarsdóttir og Þórarinn Ingi Pétursson alþingismenn Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 3. mars 2020.