Categories
Greinar

Fjárfest til framtíðar

Deila grein

22/10/2019

Fjárfest til framtíðar

Staða rík­is­sjóðs er sterk, hag­vöxt­ur hef­ur verið mik­ill á Íslandi síðustu ár og at­vinnu­leysi lítið í alþjóðleg­um sam­an­b­urði. Heild­ar­skuld­ir rík­is­ins hafa lækkað mjög hratt frá fjár­mála­hruni; þær voru um 90% af lands­fram­leiðslu en eru nú um 30%. Stöðug­leikafram­lög, aðferðafræði við upp­gjör föllnu bank­anna og öguð fjár­mála­stjórn síðustu ára hafa átt rík­an þátt í því að þessi hag­fellda staða er uppi í rík­is­fjár­mál­um. Hrein er­lend staða, er­lend­ar eign­ir þjóðarbús­ins um­fram er­lend­ar skuld­ir, hef­ur þó aldrei verið betri. Staðan var já­kvæð um tæp­lega 630 ma.kr. eða 22% af lands­fram­leiðslu í lok ann­ars árs­fjórðungs þessa árs og batnaði um 10 pró­sent­ur á fyrri hluta árs­ins.

Þrátt fyr­ir góð teikn rík­ir tölu­verð óvissa um inn­lenda efna­hagsþróun á kom­andi miss­er­um bæði af inn­lend­um or­sök­um og sak­ir auk­inn­ar óvissu um alþjóðleg­ar hag­vaxt­ar­horf­ur og þróun á alþjóðleg­um fjár­mála­mörkuðum. Rík­is­fjár­mál­in taka mið af þess­ari stöðu og stefnt er að því að af­gang­ur af heild­araf­komu rík­is­sjóðs sem hlut­fall af vergri lands­fram­leiðslu verði að lág­marki í jafn­vægi árin 2020 og 2021, en af­gang­ur verði um 0,3% árið 2022. Brýnt er að mæta þörf­um efna­hags­lífs­ins til sam­ræm­is við breytt­ar horf­ur án þess þó að vikið verði tíma­bundið frá fjár­mála­regl­um um af­komu og skuld­ir eins og lög um op­in­ber fjár­mál heim­ila. Vegna góðrar stöðu rík­is­fjár­mála verður til svig­rúm sem veit­ir stjórn­völd­um tæki­færi til að vinna gegn niður­sveiflu með öfl­ugri op­in­berri fjár­fest­ingu og ráðast í ýms­ar innviðafjár­fest­ing­ar á næstu miss­er­um. Spá Seðlabanka Íslands ger­ir ráð fyr­ir að fjár­fest­ing­ar hins op­in­bera auk­ist á næstu árum.

Meðal innviðafjár­fest­inga sem tengj­ast mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyt­inu má nefna bygg­ingu Húss ís­lensk­unn­ar sem nú er í full­um gangi, bygg­ingu fé­lagsaðstöðu við Fjöl­brauta­skóla Suður­nesja, viðbygg­ingu við Fjöl­brauta­skól­ann í Breiðholti, upp­bygg­ingu við Mennta­skól­ann í Reykja­vík og við menn­ing­ar­hús á Sauðár­króki og Eg­ils­stöðum. Meðal annarra mik­il­vægra fjár­fest­inga­verk­efna má einnig nefna mál­tækni­áætl­un stjórn­valda. Marg­ar þess­ara fram­kvæmda eru löngu tíma­bær­ar og mark­mið þeirra allra að efla mennt­un og menn­ingu í land­inu.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 22. október 2019.