Categories
Fréttir

„Það skiptir máli hverjir stjórna“

Deila grein

21/10/2019

„Það skiptir máli hverjir stjórna“

„Ég hef á ferli mínum í sveitarstjórnarmálum reynt að temja mér að hvorki örvænta um of eða fagna of snemma. En að viðhöfðum öllum almennum fyrirvörum þá eru þau drög að endurskoðaðri samgönguáætlun sem kynnt voru í morgun verulega góð tíðindi fyrir Austurland og landið í heild,“ segir Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, í yfirlýsingu á dögunum.
Stefán Bogi vekur athygli á verkefnum á Austurlandi í nýrri samgönguáætlun í allnokkrum liðum.
„Mig langar að biðja ykkur að hugleiða í augnablik hvort stefnumörkun af þessu tagi hefði nokkurn tíma litið ljós ef einhver annar en formaður Framsóknarflokksins væri samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Það skiptir máli hverjir stjórna,“ segir Stefán Bogi.