Categories
Greinar

Fordæmalausar samgönguframkvæmdir mynda hagvöxt og skapa atvinnu

For­gangs­röðun fjár­fest­ing­ar í sam­göngu­áætlun er skýr með áherslu á um­ferðarör­yggi sem styður við arðsemi og efna­hags­leg­an græn­an vöxt. Hæfi­leg blanda af einka- og rík­is­rekn­um verk­efn­um skil­ar sér til sam­fé­lags­ins ef til­gang­ur­inn er skýr. Sú hug­mynda­fræði var tek­in lengra með samþykkt Alþing­is á frum­varpi um sam­vinnu­verk­efni í vega­fram­kvæmd­um (PPP). Nýju lög­in heim­ila sam­vinnu á milli einkaaðila og rík­is að fara í til­tek­in sam­göngu­mann­virki. Ábat­inn er auk­in skil­virkni í vega­gerð og býr til aukið svig­rúm rík­is­ins til að sinna nauðsyn­legri grunnþjón­ustu sam­fé­lags­ins. Sam­göngu­verk­efni henta vel til sam­vinnu­verk­efna og þegar áhugi inn­lendra fjár­festa er til staðar er óskyn­sam­legt annað en að velja þessa leið.

Deila grein

07/09/2020

Fordæmalausar samgönguframkvæmdir mynda hagvöxt og skapa atvinnu

Rík­is­stjórn­in hef­ur mætt niður­sveifl­unni sem heims­far­ald­ur kór­ónu­veiru hef­ur valdið með nauðsyn­leg­um og mark­viss­um aðgerðum sem styðja við fólk og fyr­ir­tæki. Stefn­an er skýr; að skapa sam­fé­lag sem er í eins miklu jafn­vægi og hægt er miðað við ytri aðstæður hverju sinni.

Bar­átt­an við veiruna hef­ur óhjá­kvæmi­lega reynt á þolrif og seiglu allra en með góðri sam­vinnu hef­ur ár­ang­ur­inn skilað sér í fækk­un inn­an­lands­smita. Stöðugt end­ur­mat á aðgerðum er nauðsyn­legt í þeirri von að ekki verði veru­legt bak­slag. Aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar miða að því að sam­fé­lagið geti verið í eins eðli­legu horfi og kost­ur er.

Arðbær­ar fjár­fest­ing­ar

Til lengri tíma er stóra mynd­in að efla fjár­fest­ing­ar sem mynda hag­vöxt til framtíðar og skapa at­vinnu. Fjár­fest­ing­arn­ar í innviðum eru arðbær­ar og bæta upp sam­drátt í hag­kerf­inu. Skýrt dæmi um slík áform rík­is­stjórn­ar­inn­ar eru í ný­samþykktri sam­göngu­áætlun. Aldrei áður hef­ur eins mikl­um fjár­mun­um verið varið til arðbærra verk­efna og er hlut­fall fram­laga af lands­fram­leiðslu­spá fyr­ir 2020 komið upp í 1,4%. Ávinn­ing­ur­inn mun skila sér strax, ný störf verða til og sam­fé­lagið verður mun bet­ur í stakk búið þegar tíma­bundið veiru­ástand er yf­ir­staðið og ferðaþjón­ust­an tek­ur við sér á ný.

8.700 störf

Ný­samþykkt sam­göngu­áætlun ger­ir ráð fyr­ir rúm­lega 640 millj­arða rík­is­fram­lagi en heild­ar­um­fang allra sam­göngu­fram­kvæmda með sam­vinnu­verk­efn­um nem­ur um 900 millj­örðum króna. Áætl­un­in er ein sú um­fangs­mesta sem samþykkt hef­ur verið og fel­ur í sér mik­il­væga upp­bygg­ingu á eign­um rík­is­ins. Áætl­un­in, sem er ein stærsta framtíðar­sýn rík­is­stjórn­ar­inn­ar, fel­ur í sér 70% hækk­un á fram­lagi til ný­fram­kvæmda á þessu ári. Verk­efn­um er flýtt og fjölgað en við það skap­ast fjöl­mörg ný störf. Alls verða til 8.700 fjöl­breytt störf á næstu fimm árum, frá hönn­un til beinna fram­kvæmda.

Viðhaldsþörf­in er mest í vega­gerð sem á eft­ir að skila sér í greiðari og ör­ugg­ari um­ferð og enn betri teng­ing­um á milli byggða. Vega­lengd­ir stytt­ast, mögu­leik­ar fólks til að velja sér bú­setu aukast og at­vinnusvæði efl­ast. Meðal verk­efna er að ein­breiðum brúm á hring­veg­in­um verður fækkað úr 36 í 22 á næstu fimm árum. Til viðbót­ar þessu var í ár 6,5 millj­örðum króna varið auka­lega í sam­göngu­fram­kvæmd­ir úr fjár­fest­inga­átaki rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna kór­ónu­veirunn­ar.

Hafn­ir og inn­an­lands­flug­vell­ir fá um­tals­vert meira fjár­magn en hingað til svo hægt sé að mæta eðli­leg­um kröf­um sam­fé­lags­ins um grunnþjón­ustu og koma á móts við flutn­ing aðfanga inn­an og milli landa. Auk­in fram­lög eru til inn­an­lands­flug­valla með áherslu á vara­flug­velli. Þá eru mik­il tæki­færi í út­flutn­ings­höfn­um norðan- og sunn­an­lands sem efla at­vinnusvæðin og skapa störf.

Sam­vinnu­verk­efni

For­gangs­röðun fjár­fest­ing­ar í sam­göngu­áætlun er skýr með áherslu á um­ferðarör­yggi sem styður við arðsemi og efna­hags­leg­an græn­an vöxt. Hæfi­leg blanda af einka- og rík­is­rekn­um verk­efn­um skil­ar sér til sam­fé­lags­ins ef til­gang­ur­inn er skýr. Sú hug­mynda­fræði var tek­in lengra með samþykkt Alþing­is á frum­varpi um sam­vinnu­verk­efni í vega­fram­kvæmd­um (PPP). Nýju lög­in heim­ila sam­vinnu á milli einkaaðila og rík­is að fara í til­tek­in sam­göngu­mann­virki. Ábat­inn er auk­in skil­virkni í vega­gerð og býr til aukið svig­rúm rík­is­ins til að sinna nauðsyn­legri grunnþjón­ustu sam­fé­lags­ins. Sam­göngu­verk­efni henta vel til sam­vinnu­verk­efna og þegar áhugi inn­lendra fjár­festa er til staðar er óskyn­sam­legt annað en að velja þessa leið.

Verk­efn­in eru sem fyrr vel skil­greind og fyr­ir­fram ákveðin og er brú yfir Horna­fjarðarfljót full­hönnuð og að verða klár fyr­ir útboð. Ný brú yfir Ölfusá, nýr veg­ur yfir Öxi, lág­lendis­veg­ur og göng í gegn­um Reyn­is­fjall, önn­ur göng und­ir Hval­fjörð og hin langþráða Sunda­braut eru þar næst á dag­skrá. Mik­il­væg þekk­ing og reynsla bygg­ist upp í þess­um verk­efn­um þar sem þverfag­leg þekk­ing verður til í hönn­un, hjá fjár­fest­um, verk­tök­um og hinu op­in­bera.

Full­yrða má að aukn­ing í ný­fram­kvæmd­um á næstu árum í sam­göng­um sé for­dæma­laus – svo að notað sé orðið sem hef­ur verið á allra vör­um í ár. Það grund­vall­ast ann­ars veg­ar á metnaðarfullri framtíðar­sýn í fimmtán ára sam­göngu­áætlun og á viðbótar­fjármagni sem lagt var í sam­göngu­fram­kvæmd­ir úr fjár­fest­inga­átaki rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Sigurður Ingi Jóhannsson, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra og formaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 5. september 2020.