Categories
Greinar

Friðhelgi Dynjandisheiðar rofin

Vetr­arþjón­usta á Dynj­and­is­heiði hef­ur fylgt G-reglu Vega­gerðar­inn­ar. Þessi regla end­ur­spegl­ar þá órjúf­an­legu leið sem þær syst­ur Dynj­and­is- og Hrafns­eyr­ar­heiðar byggðu. Aðstæður á Hrafns­eyr­ar­heiðinni hafa stýrt þess­ari reglu, eðli­lega. Nú skil­ur leiðir þess­ara fjall­vega og hinn erfiði fjall­veg­ur yfir Hrafns­eyr­ar­heiðina verður ekki til staðar eft­ir opn­un ganga. Vega­gerðin hef­ur þegar ráðgert að halda uppi þjón­ustu fimm daga vik­unn­ar í vet­ur eins og mögu­legt er. Vetr­arþjón­usta er nauðsyn­leg og auka þarf þjón­ust­una strax til að fá reynslu af því hvernig eigi að festa hana í sessi í framtíðinni. Öryggi veg­far­enda er höfð að leiðarljósi við fram­kvæmd­ir og þjón­ustu á veg­um lands­ins, því er góð vetr­arþjón­usta lyk­il­atriði fyr­ir þá sam­fé­lags­mynd sem rík­ir.

Deila grein

07/09/2020

Friðhelgi Dynjandisheiðar rofin

Í haust verða göng milli Dýra­fjarðar og Arn­ar­fjarðar vígð. Þar eygj­um við gríðarlega sam­göngu­bót á Vest­fjörðum. Heils­árs­sam­göng­ur milli norður- og suður­svæðis eru að verða að veru­leika. Vega­gerðin hef­ur boðið út tvo fyrstu kafl­ana í end­ur­nýj­un veg­ar­ins um Dynj­and­is­heiði, sam­tals um tíu kíló­metra langa. Veg­ur var lagður yfir heiðina fyr­ir 61 ári og hef­ur það verið þrek­virki á sín­um tíma, veg­ur­inn hef­ur líka notið friðhelgi síðan. Það má líka kalla það þrek­virki Vest­f­irðinga að mega bíða eft­ir sam­göngu­bót­um á þessu svæði í svo lang­an tíma, svo ekki sé talað um sam­göngu­bæt­ur á suður­fjörðum og suður í Dali. Dynj­and­is­heiðin er löng en frem­ur snjólétt miðað við vest­firsk­ar heiðar og með bætt­um vegi ætti ekki að vera erfitt að þjón­usta heiðina yfir vetr­ar­tím­ann á vest­firsk­an mæli­kv­arða.

Nú hef­ur Vega­gerðin sett í útboð 10 km kafla á Dynj­and­is­heiðinni sem eru tveir kafl­ar við heiðarsporð hvor­um meg­in; ann­ars veg­ar fyr­ir Meðal­nesið og svo upp frá Vatns­firði upp á heiðina að sunn­an­verðu. Verk­in hæf­ust í haust og ætti að vera lokið fyr­ir lok næsta árs og verður unnið svo áfram með upp­bygg­ingu heiðar­inn­ar sem skipu­lag og hönn­un veg­ar­ins leyf­ir. Hver áfangi er mik­il­væg­ur og þótt við vild­um sjá hraðari fram­vindu þá er verkið hafið og það er fyr­ir mestu. Upp­bygg­ing veg­ar­ins bæt­ir einnig aðstæður til vetr­arþjón­ustu og því mik­il­vægt að leiðinni frá heiðinni niður Arn­ar­fjörðinn til Bíldu­dals verði hraðað enda mikl­ir flutn­ing­ar frá Bíldu­dal og suður vegna fisk­eld­is­ins.

Vetr­arþjón­usta fimm daga vik­unn­ar

Vetr­arþjón­usta á Dynj­and­is­heiði hef­ur fylgt G-reglu Vega­gerðar­inn­ar. Þessi regla end­ur­spegl­ar þá órjúf­an­legu leið sem þær syst­ur Dynj­and­is- og Hrafns­eyr­ar­heiðar byggðu. Aðstæður á Hrafns­eyr­ar­heiðinni hafa stýrt þess­ari reglu, eðli­lega. Nú skil­ur leiðir þess­ara fjall­vega og hinn erfiði fjall­veg­ur yfir Hrafns­eyr­ar­heiðina verður ekki til staðar eft­ir opn­un ganga. Vega­gerðin hef­ur þegar ráðgert að halda uppi þjón­ustu fimm daga vik­unn­ar í vet­ur eins og mögu­legt er. Vetr­arþjón­usta er nauðsyn­leg og auka þarf þjón­ust­una strax til að fá reynslu af því hvernig eigi að festa hana í sessi í framtíðinni. Öryggi veg­far­enda er höfð að leiðarljósi við fram­kvæmd­ir og þjón­ustu á veg­um lands­ins, því er góð vetr­arþjón­usta lyk­il­atriði fyr­ir þá sam­fé­lags­mynd sem rík­ir.

Halla Signý Kristjásdóttir, alþingismaður Fram­sókn­ar­ í Norðvesturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 5. september 2020.