Categories
Fréttir

„Það er aldrei sjálfsagt að veita ríkisábyrgð með þessum hætti“

„Í vinnu fjárlaganefndar voru dregin fram sjónarmið allra þeirra aðilar sem eru að vinna í ferðaþjónustu. Og þegar við erum að tala um almannahagsmuni þá er rekstur Icelandair svo samofin ferðaþjónustunni, sem er svo ólíkt mörgum öðrum greinum. Þegar aðilar í ferðaþjónustu eru að keppa á móti hvor öðrum þá eru þeir háðir hvor öðrum með sína tilvist. Þannig varð nefndin að sanka að sér öll þau hlutlægu gögn sem voru til stuðnings þeirri huglægu ákvörðun er var tekin og verður alltaf í þessu hagsmunamati,“ sagði Willum Þór.

Deila grein

06/09/2020

„Það er aldrei sjálfsagt að veita ríkisábyrgð með þessum hætti“

Willum Þór Þórsson, alþingismaður og formaður fjárlaganefndar Alþingis, ræddi málefni Icelandair og samþykkt Alþingis á ríkisábyrgð til handa félaginu, í Silfrinu ásamt Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, alþingismanni, á RÚV í dag.

„Það er aldrei sjálfsagt að veita ríkisábyrgð með þessum hætti. Það þarf að vega og meta almannahagsmuni og í hverju þeir felast. Ef það er metið skynsamlegt að veita ríkisábyrgð þá er það gert til að tryggja almannahagsmuni og lágmarka áhættu ríkissjóðs,“ sagði Willum Þór.

„Ég held að þær grundvallarforsendur er voru lagðar þegar í upphafi af þeim stýrihóp er vann þetta fyrir ráðuneytin, það voru fjögur ráðuneyti er komu að málinu, þetta er svo samofið íslenskum efnahag, að leggja til grundvallar þær lykilforsendur um að takmarka áhættu ríkisins og að fyrirtækið sjálft sé búið að fara í gegnum alla þá samninga sem ég er að tala um, þ.e. við starfsmenn, kröfuhafa og lykilbirgja og tryggja að þeir séu tilbúnir í þessa vegferð. Það var sú vinna er lá að baki en það var svo fjárlaganefndarinnar alla þessa viku að fara mest megnis yfir samkeppnisforsendur.“

ESA (Eftirlitsstofnun EFTA) hefur samþykkt þessa skilmála.

„Í vinnu fjárlaganefndar voru dregin fram sjónarmið allra þeirra aðilar sem eru að vinna í ferðaþjónustu. Og þegar við erum að tala um almannahagsmuni þá er rekstur Icelandair svo samofin ferðaþjónustunni, sem er svo ólíkt mörgum öðrum greinum. Þegar aðilar í ferðaþjónustu eru að keppa á móti hvor öðrum þá eru þeir háðir hvor öðrum með sína tilvist. Þannig varð nefndin að sanka að sér öll þau hlutlægu gögn sem voru til stuðnings þeirri huglægu ákvörðun er var tekin og verður alltaf í þessu hagsmunamati,“ sagði Willum Þór.

Willum Þór vildi ítreka að þessi ríkisábyrgð væri til þrautavara. „Við erum að kljást við þetta mál og fjölmörg önnur vegna þess að það er mikil óvissa í kringum okkur og að ferðaþjónustan hafi orðið fyrir miklu höggi og allar samgöngur til og frá landinu eru rofnar. Lykilforsendur eru að tryggja þessar samgöngur órofnar. Í öðru lagi þegar markaður kemst í eðlilegra horf eftir allar svona kreppur hefur eftirspurn í ferðaþjónustu og flugi rokið upp, jafn hratt og fór snökt og mikið niður.“