Categories
Greinar

Forskot fyrir íslenskuna

Deila grein

16/03/2023

Forskot fyrir íslenskuna

Sann­kölluð stórtíðindi voru op­in­beruð fyr­ir tungu­málið okk­ar, ís­lensk­una, í vik­unni þegar banda­ríska tæknifyr­ir­tækið OpenAI kynnti að hún hefði verið val­in í þró­un­ar­fasa fyr­ir nýj­ustu út­gáfu gervi­greind­ar­mállík­ans­ins GPT-4, fyrst allra tungu­mála fyr­ir utan ensku. Þetta er stór áfangi fyr­ir tungu­málið okk­ar en um er að ræða stærsta gervi­greind­ar­net heims sem nú er fínþjálfað til þess að skilja og miðla upp­lýs­ing­um á ís­lensku. Tækn­in bygg­ir á ógrynni texta af vefn­um sem gervi­greind­in er þjálfuð á til þess að rýna, greina og byggja svör sín á og nýta í texta­smið og sam­tals­tæki sem not­end­ur geta spurt næst­um hvers sem er.

Það er ánægju­legt að sjá ár­ang­ur vinnu und­an­far­inna ára vera að skila sér með hætti sem þess­um en stjórn­völd hafa fjár­fest mynd­ar­lega í mál­efn­um tungu­máls­ins; til að mynda hef­ur yfir tveim­ur millj­örðum króna verið varið til mál­tækni­verk­efnisáætl­un­ar stjórn­valda, sem snýr að því að byggja upp tækni­lausn­ir til þess að nýta tungu­málið okk­ar í þeim tækni­heimi sem við búum í. Um 60 sér­fræðing­ar hafa unnið af mikl­um metnaði til þess að koma þess­um tækni­lausn­um á kopp­inn og gera ís­lensk­una í stakk búna svo hægt sé að nýta hana í snjall­tækj­um.

Fyrr­nefnd tíma­mót eru afrakst­ur af heim­sókn sendi­nefnd­ar for­seta Íslands og ráðherra í maí sl. þar sem við heim­sótt­um meðal ann­ars höfuðstöðvar OpenAI í San Francisco. Fyr­ir­tækið er leiðandi í alþjóðlegri umræðu um opið aðgengi að gervi­greind­ar­tækni og ábyrga og ör­ugga þróun henn­ar fyr­ir heims­byggðina alla. Það sem vakti meðal ann­ars aðdáun ytra var sú staðreynd að Ísland kem­ur með heil­mikið að borðinu í sam­tali og sam­starfi við er­lend stór­fyr­ir­tæki á sviði gervi­greind­ar. Íslensk­ar kjarna­lausn­ir á sviðum mál­tækni eru aðgengi­leg­ar í opn­um aðgangi, m.a. fyr­ir frum­kvöðla, fólk í ný­sköp­un og fyr­ir­tæki í fjöl­breytt­um rekstri sem geta þróað not­enda­lausn­ir út frá þeim. Það má full­yrða að afrakst­ur þess­ar­ar vinnu sé forskort fyr­ir ís­lensk­una miðað við mörg önn­ur tungu­mál í sí­breyti­leg­um heimi tækn­inn­ar.

Ég er virki­lega stolt yfir þeim ár­angri sem við erum að ná fyr­ir ís­lensk­una, hryggj­ar­stykkið í sjálfs­mynd okk­ar sem þjóðar. Ég vil þakka þeim fjöl­mörgu sem komið hafa að þess­um spenn­andi verk­efn­um, ekki síst for­seta Íslands sem lagt hef­ur sitt lóð á vog­ar­skál­arn­ar við að tala máli ís­lensk­unn­ar í alþjóðlegu sam­hengi – og annarra tungu­mála fá­menn­ari ríkja – sam­starfs­fólki hjá Al­mannarómi og SÍM-hópn­um, og sjálf­boðaliðunum sem fyr­ir til­stilli mál­tæknifyr­ir­tæk­is­ins Miðeind­ar komu að þjálf­un gervi­greind­ar­inn­ar síðustu miss­er­in. Við ætl­um að tryggja bjarta framtíð fyr­ir ís­lensk­una og búa þannig um hnút­ana að sag­an verði áfram skrifuð á ís­lensku um ókomna tíð.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 16. mars 2023.