Categories
Greinar

Framsókn til framfara

Deila grein

28/12/2019

Framsókn til framfara

Síð­asta málið sem sam­þykkt var á Alþingi á þessu ári var leng­ing fæð­ing­ar­or­lofs. Það var vel við hæfi fyrir þingið að enda á slíku fram­fara­máli, sem er allt í senn, vinnu­mark­aðs­mál, efna­hags­mál, jafn­rétt­is­mál og snýr að mál­efnum barna og er auk þess tengt lífs­kjara­samn­ing­un­um.

Í upp­hafi árs voru kjara­samn­ingar lausir á almennum vinnu­mark­aði og ýmis­legt óljóst um þróun efna­hags­mála.

Hvernig til tókst með samn­inga á almennum vinnu­mark­aði ásamt end­ur­skoð­aðri fjár­mála­stefnu rík­is­stjórn­ar­innar og lækkun stýri­vaxta leggur grunn að stöð­ug­leika og jafn­vægi í efna­hags­líf­inu.

Þrátt fyrir fjöl­margar ákvarð­anir og afgreiðslu „stórra“ mála á þingi, eins og rík­is­fjár­mála­á­ætl­un­ar, fjár­laga, sam­göngu­á­ætl­un­ar, heil­brigð­is­á­ætl­unar og fjar­skipta­á­ætl­un­ar, áfram­hald­andi upp­bygg­ingu heil­brigð­is- og mennta­mála, aðgerðir í lofts­lags­málum og veru­lega raunaukn­ingu útgjalda til þess­ara mála­flokka þá má færa fyrir því rök að end­ur­skoðun rík­is­fjár­mála­stefnu og mik­il­vægi lífs­kjara­samn­inga skipti sköpum fyrir fram­vindu efna­hags­lífs­ins og allra ann­arra mik­il­vægra mála­flokka.

Óveðrið sem gekk yfir nú í des­em­ber kallar á fjöl­þætta vinnu, en afleið­ingar þessa ham­fara­veð­urs sitja djúpt í hug­skoti okkar og hafa enn mikil áhrif á dag­legt líf fólks í byggð­unum sem verst urðu úti.

Það er aldrei nóg að hafa skýra sýn og stefnu um þróun sam­fé­lags­ins og mál­efna.  Stjórn­völd þurfa alltaf að vera við­búin óvæntum atburð­um, hvort sem þeir eru af manna­völdum eða nátt­úr­unn­ar. Frétta­flutn­ingur af meintri spill­ingu Sam­herja við Afr­íku­strend­ur, skók okkur öll. Málið er í rann­sókn hjá hér­aðs­sak­sókn­ara og skatt­rann­sókn­ar­stjóra, og við ætl­umst öll til þess að það verði rann­sakað til hlýt­ar.

Sam­spilið er dýr­mætt

Eftir langt sam­fellt hag­vaxt­ar­skeið, stöðugt verð­lag og auk­inn kaup­mátt allt frá árinu 2011, stöndum við frammi fyrir þeirri áskorun að mæta minnk­andi hag­vexti og óvissu í efna­hags­horf­um. Hag­sveiflan hefur áhrif á atvinnu­lífið og heim­il­in.

Rík­is­fjár­mála­stefnan hefur það meðal ann­ars að mark­miði að stuðla að jöfnum hag­vexti og draga úr sveifl­u­m.  Þess vegna end­ur­skoð­aði rík­is­stjórnin fjár­mála­stefn­una.  Þegar hægir á og við finnum fyrir því í rekstri fyr­ir­tækja og í heim­il­is­bók­hald­inu er mik­il­vægt að rík­is­sjóður gefi eftir af sinni afkomu í stað þess að fara í sárs­auka­fullar aðhalds­að­gerð­ir.  Það er það sem rík­is­stjórnin gerði mögu­legt með end­ur­skoð­aðri fjár­mála­stefn­u.

Rík­is­stjórnin skóp svig­rúm til að fram­fylgja áætl­unum um fyr­ir­hug­aðar fram­kvæmd­ir, fjár­fest­ingar og þjón­ustu og fjár­lögin 2020 eru því í sam­ræmi við rík­is­fjár­mála­á­ætl­un. Í fyrsta sinn í hag­sög­unni sjáum við nú fjár­mála­stefnu stjórn­valda vinna með pen­inga­stefn­unni og vinnu­mark­aðn­um.

Traustar und­ir­stöður rík­is­fjár­mála eru lyk­ill að því að geta mætt sveiflum og áskor­unum sem þeim fylgja.  Áherslan hingað til á að greiða niður skuldir og lækka vaxta­byrði hefur styrkt stöðu rík­is­sjóðs, sem stendur nú öfl­ugur og  gefur okkur mögu­leika á við­spyrnu og dýr­mætu sam­spili við pen­inga­stefnu og vinnu­mark­að. Færið er nýtt í fjár­lögum 2020, til þess að sækja fram og halda áfram að byggja upp inni­viði sam­fé­lags­ins og búa í hag­inn fyrir kom­andi kyn­slóð­ir.

Stöð­ug­leiki er grund­völlur fram­fara

Með lífs­kjara­samn­ing­unum urðu viss tíma­mót á vinnu­mark­aði og full­yrða má um mik­il­vægi þeirra sem grund­völl að efna­hags­legum og félags­legum stöð­ug­leika. Aðilar vinnu­mark­að­ar­ins eiga hrós skilið fyrir ábyrga nálg­un.  Auð­vitað þurfti frek­ari for­send­ur, vaxta­lækk­anir sem hafa gengið eft­ir, og afger­andi fram­lag stjórn­valda.

Aðgerðir stjórn­valda í tengslum við kjara­samn­ing­ana falla vel að stefnu Fram­sókn­ar.  Þar er vert að draga fram lækkun á tekju­skatti ein­stak­linga með við­bót­ar­skatt­þrepi einkum til þess að auka ráð­stöf­un­ar­tekjur tekju­lægri hópa. Hækkun á greiðslum og leng­ingu fæð­ing­ar­or­lofs.  Barna­bætur og skerð­ing­ar­mörk þeirra eru hækk­uð.  Marg­vís­legar umbætur í hús­næð­is­mál­um, fram­lög aukin til félags­legs hús­næðis og átak í upp­bygg­ingu hús­næðis á lands­byggð­inni. Atvinnu­leys­is­bætur eru hækk­aðar og trygg­inga­gjald lækk­að.

Sam­staða

Elja, þraut­segja og sam­taka­máttur ein­kennir gjarnan okkur Íslend­inga þegar mikið liggur við.  Það er stutt síðan aftaka­veður gekk yfir og á reynd­i.  Þrátt fyrir tím­an­legar spár og við­bún­að, yfir­lýstu hættu­stigi, var veð­ur­ham­urinn slíkur að reynd­ist mann­skaða­veð­ur. Það er átak­an­legt og vekur sam­kennd að hlusta á frá­sagnir af bar­átt­unni sem háð var við nátt­úru­öfl­in. Þá voru veik­leikar í inn­viða­kerfum afhjúpaðir svo um mun­ar.  Sam­taka­mátt­ur­inn birt­ist ekki síst í fram­lagi við­bragðs­að­ila og fjöl­margra sjálf­boða­liða björg­un­ar­sveit­anna og Rauða Kross­ins sem verður seint full­þakk­að.

Eftir stendur að fara þarf ítar­lega yfir það sem brást, veik­leik­ana í  raf­orku- og fjar­skipta­kerf­um,  og bregð­ast skipu­lega við.  Átaks­hópur á vegum rík­is­stjórn­ar­innar vinnur nú að til­lögum til úrbóta. Sam­staðan er mik­il­væg og áorkar miklu en við verðum líka að vinna úr afleið­ing­unum þannig að við verðum öll betur und­ir­búin næst.

Mann­gildi ofar auð­gildi

Fram­sókn leggur ávallt áherslu á jöfnuð og jafn­rétti á öllum sviðum og að tryggja vel­ferð allra lands­manna óháð efna­hag og búset­u.

Til þess þarf upp­bygg­ing grunn­inn­viða að vera í önd­vegi. Til merkis um það eru stór­aukin fram­lög til sam­göngu­fram­kvæmda um allt land, sam­göngusátt­máli höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, frum­varp mennta­mála­ráð­herra um mennta­sjóð og áherslur félags- og barna­mála­ráð­herra á mál­efni barna.

Rík­is­stjórnin hefur á kjör­tíma­bil­inu aukið útgjöld til heil­brigð­is­mála og einn lyk­il­þátta heil­brigð­is­stefn­unnar er jafnt aðgengi að þjón­ustu óháð efna­hag og búset­u.

Frá ára­mótum verður áfram dregið úr greiðslu­þátt­töku sjúk­linga. Komu­gjöld á heilsu­gæslu verða lækkuð og stefnt að því í áföngum að fella þau alveg niður en eins og hingað til greiða börn, örorku- og elli­líf­eyr­is­þegar ekki komu­gjöld.

Heil­brigð­is­ráð­herra kynnti á dög­unum fjöl­mörg önnur áform, sem fjár­mögnuð eru í rík­is­fjár­mála­á­ætlun til næstu ára m.a auknar nið­ur­greiðslur fyrir tann­lækna­þjón­ustu og lyf, til­tekin hjálp­ar­tæki og rýmkun reglna um ferða­kostn­að.

Í leit að bættu sam­fé­lagi hættir okkur til að horfa einkum til efna­hags­legra þátta eins og lands­fram­leiðslu og hag­vaxt­ar. Skiln­ingur hefur jafnt og þétt auk­ist á nauð­syn þess að horfa sam­hliða til ann­arra ekk­ert síður mik­il­vægra þátta eins og heilsu, mennt­un­ar, hús­næð­is, vatns- og loft­gæða ofl. umhverf­is- og félags­legra þátta, sem hafa mikil áhrif á okkar dag­lega líf.

Mik­il­vægt er að mæla þessa þætti m.a. til þess að bæta stefnu­mótun og ákvörð­una­töku á vett­vangi rík­is­fjár­mála.

Til­lögur þverpóli­tísks hóps á vegum rík­is­stjórn­ar­innar um þróun og fram­setn­ingu mæli­kvarða um aukna hag­sæld og lífs­gæði sam­rým­ast því afar vel stefnu og grunn­gildum Fram­sókn­ar.

Þing­flokkur Fram­sóknar óskar öllum lands­mönnum gleði og far­sældar á nýju ári.

Willum Þór Þórsson, alþingismaður Framsóknar í Suðvesturkjördæmi, for­maður fjár­laga­nefndar og starf­andi Þing­flokks­for­maður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á www.kjarninn.is 27. desember 2019.