Categories
Greinar

Framtíðin ræðst af menntun

Deila grein

08/08/2022

Framtíðin ræðst af menntun

Ein mik­il­væg­asta fjár­fest­ing hvers sam­fé­lags er í mennt­un. Rann­sókn­ir sýna að með auk­inni mennt­un eykst ný­sköp­un og tækniþróun, sem leiðir til auk­inn­ar hlut­deild­ar í heimsviðskipt­um, meiri fram­leiðni og auk­ins gjald­eyr­is­forða! Frá iðnbylt­ing­unni hef­ur verðmæta­sköp­un fyrst og fremst verið drif­in áfram af mennt­un, ný­sköp­un, tækni­leg­um fram­förum og sann­gjörnu markaðshag­kerfi.

Því bár­ust ís­lensku sam­fé­lagi sér­stak­lega já­kvæðar frétt­ir í liðinni viku, um að brott­hvarf á fram­halds­skóla­stigi hafi ekki mælst minna og braut­skrán­ing­ar­hlut­fall ekki hærra í töl­um Hag­stof­unn­ar, sem ná aft­ur til ný­nema árs­ins 1995! Þannig höfðu nærri 62% þeirra tæp­lega 4.500 ný­nema sem hófu nám árið 2016 út­skrif­ast árið 2020. Rúm 18% voru enn í námi, án þess að hafa út­skrif­ast. 19,9% ný­nema hausts­ins 2016 hafa hætt námi á sama tíma­bili. Til sam­an­b­urðar nam þetta hlut­fall 29,6% árið 2007 hjá ný­nem­um hjá þeim sem hófu nám 2003. Auk­in­held­ur mæld­ist brott­hvarf á meðal inn­flytj­enda á fram­halds­skóla­stig­inu það minnsta frá því mæl­ing­ar hóf­ust, sem eru einnig virki­lega já­kvæðar frétt­ir, þótt enn sé tals­vert starf óunnið í þeim efn­um. Um 46% inn­flytj­enda sem hófu nám í dag­skóla á fram­halds­skóla­stigi haustið 2016 höfðu hætt námi án þess að út­skrif­ast fjór­um árum síðar.

Þetta er þróun í rétta átt sem ég gleðst mikið yfir, en bar­átt­an gegn brott­hvarfi var eitt af helstu áherslu­mál­um mín­um í tíð minni sem mennta­málaráðherra á síðasta kjör­tíma­bili. Með marg­háttuðum aðgerðum var þess­ari áskor­un mætt. Meðal ann­ars var 800 millj­ón­um króna for­gangsraðað í þágu nem­enda í brott­hvarfs­hættu. Framúrsk­ar­andi sam­starf við skóla­stjórn­end­ur, kenn­ara og nem­end­ur er stór breyta í þess­ari þróun. Þá var mark­visst unnið að því að auka aðgengi fram­halds­skóla­nem­enda að geðheil­brigðisþjón­ustu og fjár­fram­lög til fram­halds­skól­anna auk­in, þannig að fram­lög á hvern nem­anda höfðu aldrei verið jafn há.

Það skipt­ir máli að nem­end­ur finni sína fjöl og finni löng­un til þess að velja sér áhuga­vert nám við hæfi og klára það. Fjöl­breytni náms á fram­halds­skóla­stigi hef­ur auk­ist jafnt og þétt en yfir hundrað náms­braut­ir eru í boði við fram­halds­skóla lands­ins.

Á síðasta kjör­tíma­bili tókst einnig sér­lega vel til að snúa vörn í sókn fyr­ir verk-, iðn- og starfs­nám með aðgerðaáætl­un mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyt­is­ins, Sam­taka iðnaðar­ins og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga. Mark­mið áætl­un­ar­inn­ar er að auka áhuga ung­menna á starfs- og tækni­mennt­un og þar með fjölga ein­stak­ling­um með slíka mennt­un á vinnu­markaði. Í aðgerðaáætl­un­inni var meðal ann­ars lögð áhersla á að efla kennslu grunn­skóla­nema í verk-, tækni- og list­grein­um; jafna stöðu iðnmenntaðra í fram­halds­námi; ein­falda skipu­lag starfs- og tækni­náms; bæta aðgengi á lands­byggðinni og styrkja náms- og starfs­ráðgjöf. Skemmst er frá því að segja að al­gjör aðsókn­ar­spreng­ing hef­ur orðið í námið og færri kom­ast að en vilja – sem nú er orðið eitt helsta viðfangs­efni fram­halds­skóla­stigs­ins. Það er af sem áður var, þegar vanda­málið var að ná í nægj­an­lega stóra nem­enda­hópa í námið.

Ánægðum nem­end­um vegn­ar bet­ur, sem styrk­ir sam­fé­lagið okk­ar til langs tíma og um leið sam­keppn­is­hæfni Íslands á alþjóðavísu. Mennt­un er mátt­ur!

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 2. ágúst 2022.