Categories
Greinar

Góður kennari gerir kraftaverk

Alþjóðadag­ur kenn­ara er í dag. Fá störf eru jafn sam­fé­lags­lega mik­il­væg og kenn­ara­starfið. Við mun­um öll eft­ir kenn­ur­um sem höfðu mik­il áhrif á okk­ur sem ein­stak­linga, námsval og líðan í skóla.

Góður kenn­ari skipt­ir sköp­um. Góður kenn­ari mót­ar framtíðina. Góður kenn­ari dýpk­ar skiln­ing á mál­efn­um og fær nem­andann til að hugsa af­stætt í leit að lausn­um á viðfangs­efn­um. Góður kenn­ari opn­ar augu nem­enda fyr­ir nýj­um hlut­um, hjálp­ar þeim áfram á beinu braut­inni og stend­ur við bakið á þeim sem þurfa á því að halda. Góður kenn­ari tek­ur upp hansk­ann fyr­ir þá sem minna mega sín og ger­ir krafta­verk í lífi barns. Góður kenn­ari lyft­ir þung­um brún­um og get­ur kallað fram hlátra­sköll. Góður kenn­ari styrk­ir ein­stak­ling­inn.

Deila grein

05/10/2020

Góður kennari gerir kraftaverk

Alþjóðadag­ur kenn­ara er í dag. Fá störf eru jafn sam­fé­lags­lega mik­il­væg og kenn­ara­starfið. Við mun­um öll eft­ir kenn­ur­um sem höfðu mik­il áhrif á okk­ur sem ein­stak­linga, námsval og líðan í skóla.

Góður kenn­ari skipt­ir sköp­um. Góður kenn­ari mót­ar framtíðina. Góður kenn­ari dýpk­ar skiln­ing á mál­efn­um og fær nem­andann til að hugsa af­stætt í leit að lausn­um á viðfangs­efn­um. Góður kenn­ari opn­ar augu nem­enda fyr­ir nýj­um hlut­um, hjálp­ar þeim áfram á beinu braut­inni og stend­ur við bakið á þeim sem þurfa á því að halda. Góður kenn­ari tek­ur upp hansk­ann fyr­ir þá sem minna mega sín og ger­ir krafta­verk í lífi barns. Góður kenn­ari lyft­ir þung­um brún­um og get­ur kallað fram hlátra­sköll. Góður kenn­ari styrk­ir ein­stak­ling­inn.

Skólastarf á tím­um heims­far­ald­urs er ómet­an­legt. Þegar fyrst var mælt fyr­ir um tak­mark­an­ir á skóla­haldi, þann 13. mars, var rík áhersla lögð á mikið og gott sam­ráð við lyk­ilaðila í skóla­sam­fé­lag­inu; Kenn­ara­sam­band Íslands, Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, skóla­meist­ara og rek­tora, og ekki síður nem­end­ur. Það sam­starf hef­ur skilað góðum ár­angri, gagn­kvæm­um skiln­ingi á stöðu ólíkra hópa og sam­tali sem tryggt hef­ur skólastarf í land­inu, á sama tíma og börn í mörg­um öðrum lönd­um hafa þurft að sitja heima.

Nem­end­ur á öll­um skóla­stig­um eru yfir hundrað þúsund tals­ins. Í leik- og grunn­skól­um eru um 64.650 nem­end­ur og 11.450 starfs­menn. Í fram­halds- og há­skól­um eru um 41.000 nem­end­ur. Aðstæður skóla og nem­enda hafa verið ólík­ar í heims­far­aldr­in­um og skoðanir um aðgerðir á hverj­um tíma skipt­ar. All­ir hafa þó lagst á eitt við að tryggja ör­yggi og vel­ferð nem­enda og starfs­fólks og ég dá­ist mjög að þeirri seiglu sem birt­ist í ár­angr­in­um. Það er ómet­an­legt fyr­ir börn að kom­ast í skól­ann sinn, að læra og eiga fast­an punkt í til­veru sem er að hluta til á hvolfi.

Við erum menntaþjóð. Við vilj­um vera sam­fé­lag sem hugs­ar vel um kenn­ara sína, sýn­ir þeim virðingu og þá viður­kenn­ingu sem þeir eiga skilið. Við vilj­um vera sam­fé­lag sem fjár­fest­ir í mennt­un, enda er framúrsk­ar­andi mennt­un ein meg­in­for­senda þess að Ísland verði sam­keppn­is­hæft á alþjóðavett­vangi. Fjár­laga­frum­varpið í ár sýn­ir glögg­lega mik­il­vægi mennt­un­ar og hvernig for­gangsraðað er í þágu þessa.

Aldrei hef ég verið eins stolt af ís­lensku mennta­kerfi og ein­mitt nú, þegar hindr­un­um er rutt úr vegi af fag­mennsku og góðum hug. Kenn­ar­ar og skóla­stjórn­end­ur hafa sýnt mikla yf­ir­veg­un og bar­áttu­vilja. Um­hyggja, sveigj­an­leiki og þraut­seigja hef­ur verið leiðarljósið okk­ar nú í haust og við mun­um halda áfram á þeirri veg­ferð. Ég hvet alla til að halda áfram að vinna að far­sæl­um lausn­um á þeim verk­efn­um sem blasa við okk­ur.

Kæru kenn­ar­ar. Ykk­ar fram­lag í bar­átt­unni við veiruna skæðu verður seint fullþakkað. Takk fyr­ir að halda áfram að kenna börn­un­um okk­ar og leggja ykk­ur fram við að bjóða nem­end­um upp á eins eðli­legt líf og hægt er.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 5. október 2020.