Categories
Greinar

Heimsborg við hafið

Fáir bæir eru feg­urri eða eiga merk­ari sögu en Seyðis­fjörður. Milli him­in­hárra fjalla hef­ur byggst upp öfl­ugt sam­fé­lag, menn­ing­ar­leg­ur horn­steinn og sögu­fræg­ur staður. Þar kom í land fyrsti síma­streng­ur­inn sem tengdi Ísland við um­heim­inn og þaðan hafa ferðalang­ar lengi lagt yfir hafið og gera enn. Teng­ing­in við um­heim­inn er þar sterk og í raun má segja að Seyðis­fjörður sé heims­borg í dul­ar­gervi. Fjöldi er­lendra lista­manna hef­ur dvalið við list­sköp­un í lengri eða skemmri tíma, þar eru veit­ingastaðir á heims­mæli­kv­arða, mann­lífið er blóm­legt og Seyðis­fjörður geym­ir sögu­fræg­ar bygg­ing­ar af er­lend­um upp­runa – lit­rík, nor­skættuð timb­ur­hús frá fyrstu ára­tug­um 20. ald­ar­inn­ar gera Seyðis­fjörð ein­stak­an meðal bæja á Íslandi. Mörg þeirra hafa mikið menn­ing­ar­sögu­legt gildi og njóta friðunar í sam­ræmi við það. Sum hafa fengið glæsi­lega and­lits­lyft­ingu á und­an­förn­um árum og eig­end­ur varið ómæld­um tíma og fé í varðveislu þeirra.

Deila grein

07/01/2021

Heimsborg við hafið

Sam­fé­lög verða til úr mörg­um ólík­um þátt­um. Aðstæður eru mót­andi þátt­ur, ekki síst þar sem lands­lag ramm­ar inn bæj­ar­stæði á stór­feng­leg­an en jafn­framt ráðandi hátt. Menn­ing og at­vinnu­hætt­ir ráðast líka af legu sam­fé­laga, í okk­ar til­viki aðgengi að lands­ins gæðum – fiski­miðum, vatni, orku og á síðari tím­um at­vinnu­skap­andi nátt­úru – og sam­göng­um á hverj­um tíma.

Fáir bæir eru feg­urri eða eiga merk­ari sögu en Seyðis­fjörður. Milli him­in­hárra fjalla hef­ur byggst upp öfl­ugt sam­fé­lag, menn­ing­ar­leg­ur horn­steinn og sögu­fræg­ur staður. Þar kom í land fyrsti síma­streng­ur­inn sem tengdi Ísland við um­heim­inn og þaðan hafa ferðalang­ar lengi lagt yfir hafið og gera enn. Teng­ing­in við um­heim­inn er þar sterk og í raun má segja að Seyðis­fjörður sé heims­borg í dul­ar­gervi. Fjöldi er­lendra lista­manna hef­ur dvalið við list­sköp­un í lengri eða skemmri tíma, þar eru veit­ingastaðir á heims­mæli­kv­arða, mann­lífið er blóm­legt og Seyðis­fjörður geym­ir sögu­fræg­ar bygg­ing­ar af er­lend­um upp­runa – lit­rík, nor­skættuð timb­ur­hús frá fyrstu ára­tug­um 20. ald­ar­inn­ar gera Seyðis­fjörð ein­stak­an meðal bæja á Íslandi. Mörg þeirra hafa mikið menn­ing­ar­sögu­legt gildi og njóta friðunar í sam­ræmi við það. Sum hafa fengið glæsi­lega and­lits­lyft­ingu á und­an­förn­um árum og eig­end­ur varið ómæld­um tíma og fé í varðveislu þeirra.

Aur­skriðurn­ar sem féllu á bæ­inn skömmu fyr­ir jól skutu Íslend­ing­um öll­um skelk í bringu og þjóðin fylgd­ist agndofa með frétt­um. Ótrú­leg mildi var að ekki yrði mann­tjón í ham­förun­um og engu lík­ara en al­mættið hafi staðið vörð um bæj­ar­búa. Þeirra bíður nú það verk­efni að bæta hið ver­ald­lega og menn­ing­ar­lega tjón sem varð, græða sár­in og standa sam­an. Stjórn­völd hafa heitið því að styðja Seyðfirðinga og vinna við hreins­un og end­ur­reisn er haf­in.

Brýnt er að bjarga sem mestu af per­sónu­leg­um verðmæt­um íbúa, og jafn­framt er mik­il­vægt fyr­ir sam­fé­lagið að menn­ing­ar­arf­ur­inn glat­ist ekki. Þúsund­ir sögu­legra ljós­mynda í eigu Tækni­m­inja­safns­ins fund­ust heil­ar í aurn­um og vinna við björg­un úr safn­kost­in­um hef­ur gengið vel. Það er menn­ing­in sem ger­ir okk­ur mennsk og hana ber okk­ur að varðveita.

Í dag sæki ég Seyðfirðinga heim, ásamt þjóðminja­verði og for­stjóra Minja­stofn­un­ar, til að sjá aðstæður með eig­in aug­um. Ég er full eft­ir­vænt­ing­ar að hitta kraft­mikið heima­fólk, en kvíði því jafn­framt ör­lítið að standa frammi fyr­ir eyðilegg­ing­unni sem hef­ur orðið. Við vit­um að hús­in geyma merka sögu, bæði fjöl­skyldna og sam­fé­lags­ins alls og það er okk­ar skylda að sýna aðstæðunum áfram virðingu. Það hafa all­ir hlutaðeig­end­ur sann­ar­lega gert hingað til og svo verður áfram. Það mun Þjóðminja­safnið gera sem og Minja­stofn­un, en báðar stofn­an­irn­ar gegna lyk­il­hlut­verki við viðgerð húsa og safn­gripa.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, varaformaður Framsóknar og mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 7. janúar 2021.