Categories
Greinar

Hello Rehkjavic!

Deila grein

08/05/2018

Hello Rehkjavic!

Við sem búum í Kópa­vogi höfum flest heyrt sög­una af því hvernig bær­inn byggð­ist. Fólkið sem ekki hafði fjár­hags­lega burði eða sam­bönd til að fá lóð í Reykja­vík fékk tæki­færi í bænum okk­ar. Sjálf sagan ber það með sér að Kópa­vogur sé minni og ódýr­ari útgáfa af höf­uð­borg­inn­i.

Úthverfið Kópa­vogur
Á mínum yngri árum heyrði ég oft frá utan­bæj­ar­fólki að ég væri Reyk­vík­ing­ur. Þegar ég leið­rétti það af barns­legu stolti komst ég fljótt að því að mörgum fannst þetta allt sama tóbak­ið. Kópa­vogur væri eins og hvert annað úthverfi. Á þessum árum fannst mér erfitt að koma orðum að því hvernig við skærum okkur frá stóra nágrann­an­um. Þess má geta að ég ólst upp á myrkum tímum í sögu Kópa­vogs – pönkið liðið undir lok, búið að loka eina bíói bæj­ar­ins og brand­ar­inn um hvað væri grænt og félli á haustin var enn vin­sæll.

Hug­myndir um Kópa­vog sem úthverfi heyr­ast enn. Stutt er síðan einn af rit­stjórum Kjarn­ans lagði í leið­ara til að Alþingi myndi ein­fald­lega setja lög um sam­ein­ingu Kópa­vogs og nágranna­bæj­ar­fé­laga við Reykja­vík. Þar að auki hefur Kópa­vogur í gegnum tíð­ina ekki þótt mjög „smart“, sem kom svo ynd­is­lega skýrt fram þegar Gísli Mart­einn Bald­urs­son bað á sínum tíma: „…til Guðs að ein­hver túristi lendi ekki í því að vera á ein­hverju glöt­uðu hót­eli í Kópa­vog­i“.

Kópa­vogur er ekki, og verður lík­leg­ast aldrei, sama lif­andi hring­iða menn­ingar og afþrey­ingar sem Reykja­vík er, þrátt fyrir gott menn­ing­ar­líf í bænum og þá stað­reynd að við erum aftur komin með bíó og Sleggj­una í kaup­bæti. Kópa­vogur hefur hins vegar aðra ótví­ræða kosti.

Fjöl­skyldu­bær­inn Kópa­vogur
Það er engin til­viljun að frasinn: „Það er gott að búa í Kópa­vogi“ lifir enn góðu lífi. Þessi ein­falda setn­ing orðar helsta kost bæj­ar­fé­lags­ins. Sam­fé­lagið hér er fjöl­breytt, en boð­leiðir stutt­ar. Hér er þægi­legt að búa. Hér eru góðir skól­ar, tón­list­ar­skólar og mynd­list­ar­skóli. Fjöl­breytt tóm­stunda­starf er fyrir eldri borg­ara og fram­úr­skar­andi íþrótta­starf hjá okkar öfl­ugu íþrótta­fé­lög­um. Þetta vitum við sem hér búum.

Margt má vit­an­lega færa til betri veg­ar, en í Kópa­vogi á öll stór­fjöl­skyldan að geta haft það gott. Þetta er það bæj­ar­fé­lag sem Fram­sókn tók þátt í að móta og við viljum standa vörð um.

Við getum því verið stolt og ánægð með bæinn okk­ar, þótt aðrir missi af sjarm­an­um. Og þótt Ju­stin­arn­ir ­sem halda risatón­leika hér í bæ kalli af lífs- og sál­ar­kröft­um: „Hell­o Rehkja­vic“ þá vitum við að Kór­inn er okk­ar.

Helga Hauksdóttir er lög­maður og í öðru sæti á lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Kópa­vogi fyrir kom­andi bæj­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.

Greinin birtist fyrst á kjarninn.is 6. maí 2018.