Categories
Greinar

Jöfn tækifæri til íþróttaiðkunar óháð íþrótt og efnahag

Deila grein

08/05/2018

Jöfn tækifæri til íþróttaiðkunar óháð íþrótt og efnahag

Íbúar Kópa­vogs fara ekki var­hluta af því fjöl­breytta íþrótta­lífi sem ein­kennir íþrótta­bæj­ar­fé­lagið Kópa­vog. Nán­ast er hægt að full­yrða að hver ein­asta fjöl­skylda í bænum teng­ist eða eigi barn í ein­hvers­konar íþrótta­starfi.
Hreyf­ing og fræðsla er nauð­syn­legur hluti af upp­eldi barna og það starf sem á sér stað innan íþrótta­hreyf­ing­ar­innar er að mörgu leyti mjög gott, aðstaðan til fyr­ir­myndar og starf félag­anna öfl­ugt.

Allt þetta starf kostar hins vegar umtals­verða fjár­muni sem að stórum hluta leggst á for­eldra iðk­enda. Kostn­að­ar­hlut­deild iðk­enda er því miður orðin slík að ekki aðeins launa­lægri fjöl­skyldur veigra sér við kostn­að­in­um, heldur eiga milli­tekju­fjöl­skyldur einnig í vand­ræðum með að standa skil á hon­um. Mögu­leikar barna til að stunda fleiri en eina íþrótt eða tóm­stund eru nán­ast úti­lok­að­ir.

Þá má velta því upp hvort æfinga­á­lag barna sé of mik­ið, enda hefur verið sýnt fram á að fylgni fjölda æfinga­stunda í skipu­lögðu starfi barna undir 12 ára aldri og lang­tíma árang­urs er hverf­andi. Sam­spil æfinga og leiks er talið vega mun þyngra á mót­un­ar­árum ein­stak­lings.

Hér­lendis byrjum við fyrr á skipu­lögðu starfi, æfum oftar og við borgum marg­falt meira fyrir starfið mið­aða við nágranna­lönd­in. Að auki er sjaldn­ast neitt inni­falið í grunnæf­inga­gjöld­um, og því er raun­kostn­aður við iðkun oft­ast tölu­vert hærri en þau segja til um.

Af þessu leiðir að kostn­aður barna­fjöl­skyldna við íþrótta­starf hefur aldrei verið hærri þrátt fyrir að bæj­ar­fé­lagið leggi til frí­stund­ar­styrk sem hefur hækkað með hverju árinu. Það hefur hins vegar sýnt sig að þær hækk­anir frí­stund­ar­styrks­ins duga skammt á móti þeim hækk­unum sem lagst hafa beint á fjöl­skyldur iðk­enda.

Þessi þróun getur ekki haldið áfram og nýrra leiða þarf að leita til að koma til móts við fjöl­skyldur með börn í íþrótta­starfi, bæði hvað varðar hóf­semd í kostn­að­ar­þátt­töku og hóf­semd í æfinga­á­lagi. Brýn þörf er á sterk­ari stefnu­mörkun um hvernig opin­berum fjár­munum skuli varið þegar kemur að íþrótta og tóm­stunda­starfi. Hver séu mark­mið bæj­ar­fé­lags­ins með stuðn­ingi við íþrótta­starf og aðrar tóm­stundir barna? Á grunni slíkrar stefnu­mörk­unar yrði öll eft­ir­fylgni með því hvort fjár­út­lát bæj­ar­fé­lags­ins skili árangri mark­viss­ari í fram­hald­inu.

Með fram­boði mínu til bæj­ar­stjórnar í Kópa­vogi mun ég leggja áherslu á að berj­ast fyrir lækkun kostn­aðar við íþrótta og tóm­stund­ar­starf í sveita­fé­lag­inu og að Kópa­vogur verði leið­andi í stefnu­mótun starfs sem býður upp á meiri sveigj­an­leika sem mun henta öll­um, ekki aðeins þeim efna­meiri. Þá fyrst verður lof­orð Kópa­vogs um jöfnuð til íþrótta­iðk­unar óháð íþrótt og efna­hag ekki aðeins orðin tóm.

Sverrir Kári Karlsson er verk­fræð­ingur og þriggja barna faðir sem skipar 5. sæti á lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Kópa­vogi fyrir kom­andi bæj­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.

Greinin birtist fyrst á kjarninn.is 18. apríl 2018.