Categories
Greinar

Hugum vel að samkeppnismálum

Deila grein

27/06/2022

Hugum vel að samkeppnismálum

Á und­an­förn­um ára­tug hef­ur náðst góður ár­ang­ur í stjórn efna­hags­mála á Íslandi. Á þeim tíma hef­ur skuld­astaða rík­is­sjóðs batnað mikið, af­gang­ur af ut­an­rík­is­viðskipt­um og kaup­mátt­ur launa hef­ur auk­ist veru­lega og verðbólgu­töl­ur hald­ist lág­ar í sögu­legu sam­hengi. Ýmsar áskor­an­ir hafa þó skotið upp koll­in­um und­an­far­in tvö ár. Heims­far­ald­ur­inn setti hið venju­bundna líf jarðarbúa á ís með ýms­um rösk­un­um á aðfanga­keðjum og til­heyr­andi áhrif­um á alþjóðaviðskipti. Þá hef­ur óverj­an­leg inn­rás Rússa í Úkraínu mik­il áhrif á verðlagsþróun í heim­in­um öll­um, meðal ann­ars á orku- og fæðukostnað.

Áhrifa þessa er farið að gæta í efna­hags­mál­um víða um ver­öld og hafa verðbólgu­töl­ur hækkað tölu­vert á skömm­um tíma. Áhrif­in af slíkri þróun koma við hvert ein­asta heim­ili í land­inu, sér í lagi tekju­lágt fólk. Gripu stjórn­völd meðal ann­ars til mót­vægisaðgerða með þetta í huga, með sér­tæk­um aðgerðum eins og hækk­un bóta al­manna­trygg­inga, sér­stök­um barna­bóta­auka til þeirra sem eiga rétt á tekju­tengd­um barna­bót­um og hækk­un hús­næðis­bóta. Auk­in­held­ur hafa rík­is­stjórn og Seðlabanki lagst sam­eig­in­lega á ár­arn­ar til þess að tak­ast á við hækk­andi verðbólgu. Kynnti rík­is­stjórn­in í því sam­hengi 27 millj­arða aðhaldsaðgerðir í rekstri hins op­in­bera til að draga úr þenslu og verðbólguþrýst­ingi.

Það er skoðun mín að það sé sam­eig­in­legt verk­efni okk­ar sem sam­fé­lags, að halda aft­ur af verðlags­hækk­un­um eins og kost­ur er. Þar skipta sam­keppn­is­mál miklu. Virk sam­keppni er einn af horn­stein­um efna­hags­legr­ar vel­gengni. Sam­keppnis­eft­ir­litið hef­ur meðal ann­ars hafið upp­lýs­inga­öfl­un um þróun verðlags á helstu mörkuðum, til að meta hvort verðlags­hækk­an­ir kunni að stafa af ónægu sam­keppn­is­legu aðhaldi eða óeðli­leg­um hvöt­um. Mun eft­ir­litið leggja sér­staka áherslu á dag­vörumarkað, eldsneyt­is­markað og bygg­ing­ar­vörumarkað. Það ger­ir Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu auðveld­ara um vik að greina óhag­stæð ytri áhrif á verðþróun og greina hvort verðhækk­an­ir kunni að stafa af mögu­leg­um sam­keppn­is­bresti á viðkom­andi mörkuðum. Í vik­unni samþykkti rík­i­s­tjórn­in einnig til­lögu mína um skip­un vinnu­hóps til að greina gjald­töku og arðsemi bank­anna. Við vit­um að stór hluti af út­gjöld­um heim­il­anna renn­ur til bank­anna, í formi af­borg­ana af hús­næðis-, bíla- og neyslu­lán­um auk vaxta og þjón­ustu­gjalda. Sam­setn­ing þess­ara gjalda er oft flók­in, sem ger­ir sam­an­b­urð erfiðan fyr­ir al­menna neyt­end­ur. Því tel ég brýnt að hlut­ur þess­ara þátta verði skoðaður ofan í kjöl­inn, með vís­an til sam­keppn­isþátta og hags­muna neyt­enda. Mark­miðið er að kanna hvort ís­lensk heim­ili greiði meira fyr­ir al­menna viðskipta­bankaþjón­ustu en heim­ili á hinum Norður­lönd­un­um.

Þrátt fyr­ir stór­ar áskor­an­ir á heimsvísu skipta aðgerðir okk­ar inn­an­lands miklu máli. Ég hvet okk­ur öll til þess að vera á tán­um, því sam­eig­in­lega náum við meiri ár­angri í verk­efn­um líðandi stund­ar.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar

Greinin birtist fyrst á mbl.is 24. júní 2022.