Categories
Greinar

Innlend orka er gulls ígildi

Deila grein

09/09/2022

Innlend orka er gulls ígildi

Há verðbólga er ein helsta áskor­un flestra hag­kerfa heims um þess­ar mund­ir. Ástæður henn­ar er einna helst að finna í nauðsyn­leg­um efna­hagsaðgerðum vegna Covid-heims­far­ald­urs­ins, óafsak­an­legri inn­rás Rúss­lands inn í Úkraínu og sumpart í hinni alþjóðlegu pen­inga­stefnu frá 2008. Verðbólga víða í Evr­ópu birt­ist ekki síst í him­in­háu orku­verði sem er farið að sliga fjár­hag fjöl­skyldna og fyr­ir­tækja í álf­unni. Stjórn­völd í ýms­um lönd­um hafa þegar til­kynnt um aðgerðapakka til þess að dempa áhrif þess­ara hækk­ana, til dæm­is með lánalín­um, bein­greiðslum til heim­ila og hval­reka­skött­um á orku­fyr­ir­tæki til þess að fjár­magna mót­vægisaðgerðir.

Ísland hef­ur ekki farið var­hluta af alþjóðlegri verðbólgu en spár hér­lend­is gera áfram ráð fyr­ir hárri verðbólgu, þrátt fyr­ir að hún hafi minnkað ör­lítið í síðasta mánuði er hún mæld­ist 9,7%. Stór stýri­breyta í þróun henn­ar hér­lend­is er mik­il hækk­un á hús­næðis­verði ásamt mik­illi einka­neyslu. Það er göm­ul saga en ekki ný að lang­tíma­áhrif verðbólgu eru slæm fyr­ir sam­fé­lög. Þau, sem hafa minnst milli hand­anna, eru ber­skjölduðust fyr­ir áhrif­um henn­ar, sem og fjöl­skyld­ur sem hafa ný­lega fjár­fest í eig­in hús­næði og sjá hús­næðislán sín hækka veru­lega í kjöl­far vaxta­hækk­ana. Það er mik­il­vægt að styðja við þessa hópa.

Í sögu­legu sam­hengi hef­ur verðbólga átt sinn þátt í heims­sögu­leg­um at­b­urðum. Þannig átti hækk­andi verð á hveiti og korni til að mynda sinn þátt í falli komm­ún­ism­ans í Sov­ét­ríkj­un­um 1989. Fræðimenn hafa rýnt í sam­hengið á milli hærra mat­væla­verðs og óstöðug­leika í ýms­um ríkj­um. Þannig sýndi til dæm­is hag­fræðing­ur­inn Marc Bell­emare, pró­fess­or við Há­skól­ann í Minnesota, fram á sterk tengsl milli ófriðar og mat­væla­verðs í hinum ýmsu lönd­um á ár­un­um 1990-2011.

Ísland er að mörgu leyti í sterkri stöðu til þess að tak­ast á við háa verðbólgu. Und­ir­liggj­andi staða þjóðarbús­ins er sterk. Stjórn­völd og Seðlabank­inn róa í sömu átt og landið er ríkt af auðlind­um. Ísland býr við mikið sjálf­stæði í orku­mál­um miðað við ýms­ar aðrar þjóðir og fram­leiðir mikla end­ur­nýj­an­lega orku fyr­ir heim­ili og fyr­ir­tæki. Íslensk heim­ili greiða lágt verð fyr­ir orku en verðlagn­ing henn­ar lýt­ur ekki sömu lög­mál­um og verðlagn­ing á orku á meg­in­landi Evr­ópu, þar sem ís­lenska flutn­ingsnetið er ótengt því evr­ópska. Slíkt hjálp­ar óneit­an­lega við að halda aft­ur af verðbólgu. Þá bygg­ist efna­hags­lífið á öfl­ug­um stoðum eins og gjöf­ul­um fiski­miðum, heil­næm­um land­búnaði og öfl­ugri ferðaþjón­ustu. Allt eru þetta þætt­ir sem styðja við að ná verðbólg­unni niður til lengri og skemmri tíma. Það verk­efni er stærsta verk­efni hag­stjórn­ar­inn­ar þegar að fram í sæk­ir enda ógn­ar há verðbólga vel­sæld, bæði beint og óbeint, og dreg­ur þannig úr sam­stöðu í sam­fé­lag­inu. Mik­il­vægt er að stjórn­völd standi áfram vakt­ina og verði til­bú­in að grípa inn í, eft­ir því sem þurfa þykir, til að verja þann efna­hags­lega ár­ang­ur sem náðst hef­ur á und­an­förn­um árum.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 8. sept. 2022.