Categories
Greinar

Innviðafjárfesting eykst í menntun

Deila grein

09/01/2020

Innviðafjárfesting eykst í menntun

Rík­is­stjórn­in hef­ur frá upp­hafi tekið það verk­efni föst­um tök­um að stuðla að nauðsyn­legri upp­bygg­ingu sam­fé­lags­legra innviða. Hag­stjórn stjórn­valda mót­ast nú út frá breytt­um for­send­um en spár gera ráð fyr­ir minni hag­vexti á næstu árum. Íslenska hag­kerfið er und­ir­búið fyr­ir minnk­andi um­svif og stjórn­völd hafa því farið í skatta­lækk­an­ir og aukið op­in­ber­ar fram­kvæmd­ir.

Meðal innviðafjár­fest­inga sem tengj­ast mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyt­inu má nefna bygg­ingu Húss ís­lensk­unn­ar sem nú er í full­um gangi. Hús ís­lensk­unn­ar verður glæsi­legt og verðugur heima­völl­ur fyr­ir fjör­egg ís­lenskr­ar menn­ing­ar, tungu­málið okk­ar. Þar munu tvinn­ast sam­an fortíð, samtíð og framtíð ís­lensk­unn­ar. Þannig mynd­ar húsið um­gjörð um þjóðar­arf Íslend­inga og skap­ar aðstæður til að efla þekk­ingu og þróun á tungu­mál­inu. Til að ís­lensk­an verði áfram gjald­geng í sta­f­ræn­um nú­tíma­heimi, og okk­ar sjálf­sagða mál, hafa stjórn­völd fjár­fest í mál­tækni­áætl­un fyr­ir ís­lensku. Mark­mið henn­ar er að tryggja að hægt sé að nota ís­lensku í sam­skipt­um við tæki og í allri upp­lýs­inga­vinnslu.

Á ár­inu 2019 voru veitt­ar 845 millj­ón­ir króna vegna Húss ís­lensk­unn­ar og áætlað er að veita 1.935 millj­ón­ir á þessu ári. Svipaða sögu má segja um fram­lag til mál­tækni­verk­efn­is­ins því á ár­inu 2019 voru veitt­ar 465 millj­ón­ir og áætlað er að veita 604 millj­ón­ir til verk­efn­is­ins á þessu ári.

Aðrar mik­il­væg­ar fjár­fest­ing­ar eru bygg­ing fé­lagsaðstöðu við Fjöl­brauta­skóla Suður­nesja, viðbygg­ing við Fjöl­brauta­skól­ann í Breiðholti og upp­bygg­ing við Mennta­skól­ann í Reykja­vík. Mennta­skól­inn í Reykja­vík skip­ar ákveðinn sess í sögu okk­ar og hef­ur lagt mikið af mörk­um til mennt­un­ar á Íslandi. Hús­næðismál skól­ans eru loks­ins að taka á sig metnaðarfulla mynd sem all­ir geta verið stolt­ir af en starfs­hóp­ur skilaði af sér þarfagrein­ingu og hús­rým­isáætl­un fyr­ir MR í nóv­em­ber og mun ákvörðun um næstu skref liggja fyr­ir í lok þessa mánaðar. Þess má einnig geta að áætlaðar fjár­fest­ing­ar­heim­ild­ir fram­halds­skóla, sem meðal ann­ars eru ætlaðar til kaupa þeirra á tækj­um og búnaði, hækka um 62,6 millj­ón­ir milli ár­anna 2019 og 2020 eða um 16%.

Öflugt mennta­kerfi er for­senda fram­fara og legg­ur grunn­inn að áfram­hald­andi vel­sæld okk­ar. Við vilj­um að skap­andi og gagn­rýn­in hugs­un, læsi og þátt­taka í lýðræðis­sam­fé­lagi verði áfram und­ir­staða ís­lenska skóla­kerf­is­ins og það geti mætt örum sam­fé­lags­breyt­ing­um. Á því bygg­ist sam­keppn­is­hæfni okk­ar til framtíðar. For­senda áfram­hald­andi vel­ferðar og lífs­gæða á Íslandi er öfl­ugt og fjöl­breytt at­vinnu­líf þar sem til staðar eru störf fyr­ir menntað fólk sem stuðlar að ný­sköp­un og þróun.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 9. janúar 2020.