Categories
Greinar

Kæri Tim Cook

Deila grein

21/09/2021

Kæri Tim Cook

Sem mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra á Íslandi hef ég mik­inn áhuga á auk­inni tækn­inotk­un, bæði í skól­um og sam­fé­lag­inu í heild. Fáar þjóðir slá Íslend­ing­um við varðandi fjölda netteng­inga, sam­fé­lags­miðlanotk­un eða fjölda snjall­tækja á mann.

Sam­skipti við snjall­tæki ger­ast í aukn­um mæli með tali, í stað hins skrifaða orðs. Tæk­in kunna hins veg­ar ekki ís­lensku og því ótt­umst við af­drif tungu­máls­ins okk­ar. Það hef­ur varðveist nær óbreytt í þúsund ár og er kjarn­inn í menn­ingu og sjálfs­mynd þjóðar­inn­ar.

Góð og al­hliða móður­málsþekk­ing er mik­il­væg fyr­ir per­sónu­leg­an þroska barna, mennt­un þeirra og hæfni til að móta hugs­an­ir sín­ar og hug­mynd­ir. Með auk­inni snjall­tækja­notk­un eykst því þörf­in á að tæk­in skilji móður­málið okk­ar.

Við höf­um unnið okk­ar heima­vinnu. Íslensk stjórn­völd hafa leitt sam­an vís­inda­menn, frum­kvöðla og einka­fyr­ir­tæki í um­fangs­mikl­um og metnaðarfull­um verk­efn­um sem miða að því að efla mál­tækni hér á landi. Til dæm­is eru mörg hundruð klukku­stund­ir af tal­máls­upp­tök­um aðgengi­leg­ar fyr­ir þá sem vilja þróa ís­lensk­ar snjall­tækjaradd­ir. Þúsund­ir klukku­stunda af hljóðdæm­um eru einnig fá­an­leg­ar sem má nota til að kenna tækj­un­um ís­lensku.

Nú leit­um við þinn­ar aðstoðar við að varðveita menn­ing­ar­arf­leifð Íslands, sem tungu­málið okk­ar geym­ir. Ég bið Apple að leggja okk­ur lið með því að bæta ís­lensku við radd-, texta- og tungu­mála­safn sinna stýri­kerfa – svo við get­um talað við tæk­in ykk­ar á móður­máli okk­ar, varðveitt menn­ing­ar­arf­leifðina áfram og stuðlað að betri skiln­ingi í tengd­um heimi.“

Svohljóðandi bréf á ensku sendi ég til for­stjóra tækn­iris­ans Apple í gær. Eins og text­inn ber með sér er til­gang­ur­inn að leita liðsinn­is stærsta og öfl­ug­asta fyr­ir­tæk­is í heimi við varðveislu ís­lensk­unn­ar. Við vænt­um góðra viðbragða, enda sýn­ir reynsl­an að drop­inn hol­ar stein­inn og á okk­ur er hlustað. Þar næg­ir að nefna viðbrögð Disney við hvatn­ingu okk­ar um aukna textun og tal­setn­ingu á ís­lensku á streym­isveit­unni Disney+ á liðnum vetri. Sú viðleitni hef­ur nú þegar birst í betri þjón­ustu við ís­lensk börn og aðra not­end­ur streym­isveit­unn­ar.

Auk­in færni Íslend­inga í öðrum tungu­mál­um – sér­stak­lega ensku – er já­kvæð og skap­ar marg­vís­leg tæki­færi. Það á ekki síst við um börn og ung­menni. Ensku­kunn­átt­an efl­ir þau, en sam­tím­is ógn­ar alþjóðavæðing ensk­unn­ar menn­ing­ar­legri fjöl­breytni og ný­sköp­un. Án tungu­máls verða hug­mynd­ir ekki til og ef all­ir tala sama tungu­málið er hug­mynda­auðgi stefnt í voða og fram­förum til lengri tíma.

Það eiga ekki all­ir að vera eins og við treyst­um á liðsinni þeirra stærstu í bar­átt­unni fyr­ir framtíð ís­lensk­unn­ar.

Höf­und­ur er mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Höf­und­ur: Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 21. september 2021.