Categories
Greinar

Kæru flokksmenn!

Deila grein

26/05/2018

Kæru flokksmenn!

Kæru flokksmenn!

Í dag eru sveitarstjórnarkosningar haldnar í 23. sinn. Framsóknarflokkurinn myndar kjölfestu í íslenskum stjórnmálum. Hann er jafnframt elsti starfandi flokkur landsins með 102 ára sögu innan Alþingis og sveitarstjórna. Sveitarstjórnarkosningar eru ólíkar örðum kosningum til þings og forseta. Þær eru ávallt á fjögurra ára fresti, þó svo að meirihluti í sveitarfélaginu sé ekki starfhæfur þá er ekki möguleiki á að rjúfa sveitarstjórn og kjósa að nýju. Mikilvægt er að nýta kosningaréttinn því hann tryggir að hver og einn hafi áhrif á samfélagið.

Framsóknarflokkurinn hefur á að skipa öflugum frambjóðendum víðs vegar um land allt sem hafa metnað, löngun og ástríðu til að láta gott af sér leiða. Innan flokksins eru 24 framboð vítt og breitt um landið og 7 blönduð framboð. Í Reykjavík eru frambjóðendur 46 talsins, í suðvestur 79, í norðvestur 86, í norðaustur 118 og í suður 114. Alls eru frambjóðendur flokksins 443 og kynjahlutfallið er 46,5% kvk. og 53,5% kk. Á öllum stöðum er fólki annt um að landið sé í byggð, fjölbreytt atvinna þar sem tekið er tillit til ólíkra menntunarstiga og þjónustustig gott. Við höfum margsýnt og sannað að það er eftirspurn eftir skynsamlegum lausnum í samgöngumálum, metnaðarfullu skólakerfi og öflugri grunnþjónustu. Víðs vegar er skortur á íbúðum sem kallar á að bregðast þurfi við með því að endurskipuleggja eftir kosningar. Mikilvægt er að í nýjum meirihlutum sé gott fólk sem hefur framsýnar lausnir og setur fram skipulag í takt við breyttar þarfir. Við byggjum upp traust með því að vinna að málefnum af heilindum og alúð með metnað og frumkvæði að leiðarljósi. Nýtum kosningaréttinn og hvetjum aðra til að gera slíkt hið sama. Þannig tryggjum við að okkar öfluga fólk komist að og setji mikilvæg verkefni í framkvæmd sem gerir nærsamfélagið betra þar sem gott er að búa. Að lokum hvet ég alla til að heilsa upp á frambjóðendur og njóta þess að fara í gott og girnilegt kosningakaffi. Til hamingju með daginn.

Sigurður Ingi Jóhannsson