Categories
Greinar

Kristallar norrænan virðisauka

Þegar kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn reið yfir nor­rænu lönd­in í mars samþykkti stjórn Nor­d­Forsk án taf­ar að aug­lýsa útboð til rann­sókna á Norður­lönd­un­um á Covid-19. Rann­sókn­ar­ráð í hverju landi lagði inn pen­inga í sam­eig­in­leg­an sjóð til að raun­gera stöðuna og tók Rannís þátt í þeirri fjár­mögn­un. Smám sam­an bætt­ust Eist­land og Lett­land inn í sam­starfið. Frá því far­ald­ur­inn hófst hafa heil­brigðis­yf­ir­völd á Norður­lönd­un­um safnað kunn­áttu og gögn­um sem vistuð eru í heilsu­fars­skrám. Á Norður­lönd­un­um eru 27 millj­ón­ir íbúa og því er nú þegar til nægt magn rann­sókn­ar­gagna um Covid-19-sjúk­linga og með sam­starfi land­anna í milli eru til nægi­leg gögn til að út­færa góðar rann­sókn­ir.

Deila grein

06/11/2020

Kristallar norrænan virðisauka

Það var veru­lega ánægju­legt að frétta af því á dög­un­um að rann­sókn­ar­hóp­ur und­ir for­ystu Unn­ar Önnu Valdi­mars­dótt­ur, pró­fess­ors í lýðheilsu­vís­ind­um við Há­skóla Íslands, hlaut 150 millj­óna króna styrk frá nor­rænu rann­sókna­stofn­un­inni Nor­d­Forsk, til rann­sókn­ar sem teng­ist áhrif­um kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins á geðheilsu í hinum fjór­um nor­rænu ríkj­un­um og Eistlandi.

Verk­efnið var eitt af fimm nor­ræn­um rann­sókn­ar­verk­efn­um sem tengd­ust heims­far­aldr­in­um sem fengu styrk en mark­mið þeirra er að auka þekk­ingu í þágu heims­ins alls á áhrif­um þessa skæða sjúk­dóms. Rann­sókn­ar­verk­efn­in fimm snerta fjöl­breytt rann­sókn­ar­svið geðrænna þátta í or­sök­um og af­leiðing­um Covid-19-sjúk­dóms­ins. Von­ast er til að hin nýja þekk­ing sem hlýst út úr rann­sókn­un­um geri nor­rænu lönd­un­um kleift að tak­ast bet­ur á við nýj­ar áskor­an­ir inn­an heil­brigðis­kerfa land­anna í kjöl­far far­ald­urs­ins og far­aldra framtíðar­inn­ar.

Skrá yfir 27 millj­ón­ir íbúa

Þegar kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn reið yfir nor­rænu lönd­in í mars samþykkti stjórn Nor­d­Forsk án taf­ar að aug­lýsa útboð til rann­sókna á Norður­lönd­un­um á Covid-19. Rann­sókn­ar­ráð í hverju landi lagði inn pen­inga í sam­eig­in­leg­an sjóð til að raun­gera stöðuna og tók Rannís þátt í þeirri fjár­mögn­un. Smám sam­an bætt­ust Eist­land og Lett­land inn í sam­starfið. Frá því far­ald­ur­inn hófst hafa heil­brigðis­yf­ir­völd á Norður­lönd­un­um safnað kunn­áttu og gögn­um sem vistuð eru í heilsu­fars­skrám. Á Norður­lönd­un­um eru 27 millj­ón­ir íbúa og því er nú þegar til nægt magn rann­sókn­ar­gagna um Covid-19-sjúk­linga og með sam­starfi land­anna í milli eru til nægi­leg gögn til að út­færa góðar rann­sókn­ir.

Sam­vinna og vís­inda­leg gæði

Það er eng­um blöðum um það að fletta að slík­ur styrk­ur sem barst ís­lenska rann­sókn­art­eym­inu á dög­un­um hef­ur gríðar­mikla þýðingu, ekki ein­ung­is hér­lend­is, held­ur fyr­ir Norður­lönd­in í heild og hefði ekki orðið að veru­leika nema fyr­ir til­stuðlan nor­rænu rann­sókna­stof­unn­ar Nor­d­Forsk. Hún var stofnuð árið 2005 af Nor­rænu ráðherra­nefnd­inni og er aðal­mark­miðið að gera rann­sókn­ar­sam­vinnu á Norður­lönd­un­um skil­virk­ari og að hún byggi á trausti. Ákveðinn gæðastimp­ill á alþjóðavísu er á rann­sókn­um sem fjár­magnaðar eru af Nor­d­Forsk sem krist­all­ar nor­ræn­an virðis­auka. Við val á verk­efn­um sem fjár­mögnuð eru legg­ur Nor­d­Forsk ætíð áherslu á vís­inda­leg gæði og mögu­leik­ann á að skapa aukið virði fyr­ir Norður­lönd­in.

Virðið er fengið með því að krafa er um að rann­sókn­araðilar frá að lág­marki þrem­ur lönd­um starfi sam­an að hverju verk­efni og þegar unnið er með ákveðin viðfangs­efni, fyr­ir­bæri eða álita­mál sem eiga sér ein­ung­is stað á Norður­lönd­un­um eins og til dæm­is nor­ræna vel­ferðarlíkanið, sér­stak­ar lofts­lagsaðstæður, áskor­an­ir varðandi sam­fé­lags­ör­yggi og við notk­un á skrám sem eru ein­göngu fengn­ar á Norður­lönd­un­um. Aukna nor­ræna virðið verður einnig til þegar sam­vinna rann­sókna leiðir til þess að mik­il­væg þekk­ing bygg­ist upp inn­an ákveðins sviðs. Þetta ger­ist þegar gögn eru fram­kölluð sem hægt er að nota til stefnu­mót­un­ar og til bættr­ar op­in­berr­ar stjórn­sýslu eða að rann­sókn­arniður­stöður leiða til þess að nor­rænt at­vinnu­líf verður sjálf­bær­ara og sam­keppn­is­hæf­ara.

Silja Dögg Guunarsdóttir, for­seti Norður­landaráðs og Arne er fram­kvæmda­stjóri Nor­d­Forsk.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 6. nóvember 2020.