Categories
Greinar

Kvikmyndagerð getur vaxið áfram

Það er mik­il­vægt að Ísland styrki stöðu sína á vax­andi kvik­mynda­markaði. Efli um­gjörð kvik­mynda­fram­leiðslu, byggi á sömu prinsipp­um og áður en taki virk­an þátt í alþjóðlegri sam­keppni um kvik­mynda­verk­efni. Ein­falt end­ur­greiðslu­kerfi er meðal þess sem við eig­um að rækta enn frek­ar. Við ætt­um að hækka end­ur­greiðslu­hlut­fallið, eða nota það sem sveiflu­jafn­ara á móti geng­isþróun. Hlut­fallið gæti orðið allt að 35% þegar staða krón­unn­ar er sterk en að lág­marki 25% þegar krón­an er veik­ari. Einnig mætti hugsa sér stig­hækk­andi end­ur­greiðslur eft­ir stærð verk­efna til að laða stærri verk­efni til lands­ins. Mik­il­vægt er þó að end­ur­greiðslu­kerfið sé sjálf­bært. Þá er brýnt að hraða af­greiðslu mála, til að lág­marka kostnað fram­leiðenda við brú­ar­fjármögn­un sem stend­ur verk­efn­um fyr­ir þrif­um.

Deila grein

20/01/2021

Kvikmyndagerð getur vaxið áfram

Áhrif heims­far­ald­urs á menn­ingu og skap­andi grein­ar um heim all­an hafa verið gríðarleg. Aðstæðurn­ar hafa dregið fram styrk og veik­leika ólíkra greina, en jafn­framt gert fleir­um ljóst hversu efna­hags­legt fót­spor þeirra er stórt.

Mörg ríki leita nú leiða til að efla hug­vits­grein­ar á borð við kvik­mynda-, tón­list­ar- og leikjaiðnað og aðrar list­grein­ar. Tekj­ur þess­ara greina á heimsvísu nema hundraðföld­um þjóðar­tekj­um Íslend­inga, eða um 2 trilljón­um Banda­ríkja­dala á ári. Að auki knýja þær áfram ný­sköp­un og skapa virðis­auka inn­an annarra greina.

Sum­ar skap­andi grein­ar hafa blómstrað í heims­far­aldr­in­um. Þar má nefna leikjaiðnað og aukna alþjóðlega eft­ir­spurn eft­ir kvik­mynduðu efni og tónlist, gegn­um streym­isveit­ur af ýms­um toga. Mis­jafnt er hve mikl­ar tekj­ur skila sér til rétt­hafa, en öll­um er ljóst að mik­il tæki­færi eru til staðar. Þannig er því spáð að tón­list­ar­geir­inn muni tvö­fald­ast að efna­legu verðmæti á næstu árum og á Íslandi hef­ur kvik­myndaiðnaður aldrei verið jafn um­svifa­mik­ill og í fyrra. Þar kom margt til, því auk fag­legra þátta voru ytri aðstæður hag­stæðar fyr­ir er­lenda fram­leiðend­ur. End­ur­greiðslu­kerfið er gott og geng­isþróun var þeim hag­stæð. Ísland var jafn­framt eitt fárra landa sem buðu fulla þjón­ustu, á meðan sum voru nán­ast lokuð vegna heims­far­ald­urs. Hér tókst grein­inni að þróa og tryggja fram­kvæmd á skýr­um sótt­varn­a­regl­um á kvik­mynda­tökustað, halda verk­efn­um gang­andi og laða til lands­ins ný – t.d. banda­rísku MasterClass-net­nám­skeiðsröðina sem ís­lensk­ir kvik­mynda­gerðar­menn hafa unnið og tekið upp í tón­list­ar­hús­inu Hörpu.

Það er mik­il­vægt að Ísland styrki stöðu sína á vax­andi kvik­mynda­markaði. Efli um­gjörð kvik­mynda­fram­leiðslu, byggi á sömu prinsipp­um og áður en taki virk­an þátt í alþjóðlegri sam­keppni um kvik­mynda­verk­efni. Ein­falt end­ur­greiðslu­kerfi er meðal þess sem við eig­um að rækta enn frek­ar. Við ætt­um að hækka end­ur­greiðslu­hlut­fallið, eða nota það sem sveiflu­jafn­ara á móti geng­isþróun. Hlut­fallið gæti orðið allt að 35% þegar staða krón­unn­ar er sterk en að lág­marki 25% þegar krón­an er veik­ari. Einnig mætti hugsa sér stig­hækk­andi end­ur­greiðslur eft­ir stærð verk­efna til að laða stærri verk­efni til lands­ins. Mik­il­vægt er þó að end­ur­greiðslu­kerfið sé sjálf­bært. Þá er brýnt að hraða af­greiðslu mála, til að lág­marka kostnað fram­leiðenda við brú­ar­fjármögn­un sem stend­ur verk­efn­um fyr­ir þrif­um.

Marg­ir alþjóðleg­ir kvik­mynda­fram­leiðend­ur hafa einnig kallað eft­ir betri aðstöðu til upp­töku inn­an­húss árið um kring – kvik­mynda­veri sem í bland við sterk­ara end­ur­greiðslu­kerfi myndi styrkja sam­keppn­is­stöðu Íslands og tryggja okk­ur stærri hlut en áður í tekju- og at­vinnu­skap­andi verk­efn­um. Það er ekki eft­ir neinu að bíða – byrj­um strax.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar og mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 16. janúar 2021.