Categories
Greinar

Menntakerfið sett í forgang í samfélaginu

Deila grein

24/08/2020

Menntakerfið sett í forgang í samfélaginu

Góð mennt­un er grund­völl­ur vel­sæld­ar þjóða. Á mánu­dag geng­ur nýtt skóla­ár í garð og metaðsókn er í nám. Það er þjóðhags­lega mik­il­vægt að skól­arn­ir komi sterk­ir inn í haustið. Um all­an heim eru skól­ar ekki að opna með hefðbundn­um hætti í haust, og í sum­um lönd­um hafa börn ekki farið í skól­ann síðan í fe­brú­ar. Skaðinn sem hlýst af því til lengri tíma er ómet­an­leg­ur.

Enn er með öllu óvíst hvenær far­ald­ur­inn geng­ur yfir. Nú, þegar við erum stödd í ann­arri bylgju far­ald­urs­ins hafa stjórn­völd skerpt aft­ur á sótt­vörn­um og hert aðgerðir. Ef­laust eru það von­brigði í huga margra en reynsl­an sýn­ir okk­ur að sam­taka náum við mikl­um ár­angri. Í vet­ur tók­um við hönd­um sam­an til að tryggja mennt­un og vel­ferð nem­enda. Og það tókst! All­ir ár­gang­ar náðu að út­skrif­ast í vor og Ísland var eitt af fáum ríkj­um í heim­in­um sem hélt skól­um opn­um á meðan far­ald­ur­inn stóð sem hæst.

Sam­eig­in­leg yf­ir­lýs­ing: Um­hyggja, sveigj­an­leiki og þraut­seigja

Rétt viðbrögð ráða mestu um áhrif áfalla. Við sjá­um fram á ann­an skóla­vet­ur þar sem veir­an mun hafa áhrif á skólastarf. Því hef­ur um­fangs­mikið sam­ráð átt sér stað á síðustu vik­um. Kenn­ara­for­yst­an, á annað hundrað skóla­stjórn­end­ur, kenn­ar­ar og sér­fræðing­ar hafa fjar­fundað með mér og sótt­varn­ar­yf­ir­völd­um. Á fund­un­um var rætt um skipu­lag fram­halds- og há­skóla­starfs í upp­hafi nýs skóla­árs en einnig hvernig skól­ar geta upp­fyllt skyld­ur sín­ar gagn­vart nem­end­um, í sam­ræmi við sótt­varn­a­regl­ur.

Fram­halds- og há­skól­ar eru þegar byrjaðir að skipu­leggja starf sitt og blanda sam­an fjar- og staðkennslu. Fjöl­marg­ir munu leggja áherslu á að taka vel á móti ný­nem­um, enda er mik­il­vægt að ný­nem­ar geti kynnst og lært inn á nýja skóla og náms­kerfi. All­ir eru sam­stiga í því að nú sé tæki­færi fyr­ir skóla og kenn­ara að efla sig í tækn­inni og auka þekk­ingu og gæði fjar­kennslu.

Ég fann strax mikla sam­stöðu og vilja hjá öll­um sem tengj­ast mennta­kerf­inu að standa sam­an í þessu verk­efni. Því ákváðum við, Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, Kenn­ara­sam­band Íslands og Fé­lag fræðslu­stjóra og stjórn­enda skóla­skrif­stofa, að gefa út sam­eig­in­lega yf­ir­lýs­ingu um skóla­starfi á tím­um kór­ónu­veirunn­ar. Um­hyggja, sveigj­an­leiki og þraut­seigja verða leiðarljósið okk­ar í haust. Við telj­um mik­il­vægt að all­ir nem­end­ur njóti mennt­un­ar óháð fé­lags- og menn­ing­ar­leg­um bak­grunni og þarf sér­stak­lega að huga að nem­end­um í viðkvæmri náms­stöðu, nýj­um nem­end­um og fram­kvæmd kennslu í list- og verk­grein­um.

Leiðbein­ing­ar: Fram­halds- og há­skól­ar

Mark­mið okk­ar allra er að tryggja mennt­un en ekki síður ör­yggi og vel­ferð nem­enda, kenn­ara og starfs­fólks skól­anna. Það var því einnig ákveðið að gefa út leiðbein­ing­ar til skóla og fræðsluaðila, með það að mark­miði að auðvelda skipu­lagn­ingu skóla­starfs og sam­eig­in­leg­an skiln­ing á regl­um sem gilda. Með þeim er ít­rekuð sú ábyrgð sem hvíl­ir nú á skól­um og fræðsluaðilum; eft­ir­fylgni við sótt­varn­ar­regl­ur með ör­yggi og vel­ferð nem­enda, kenn­ara og starfs­fólks að leiðarljósi. Þar er einnig ít­rekað að fram­kvæmd náms og skipu­lag geti breyst með áhættu­stig­um og tak­mörk­un­um, en mik­il­vægt sé að fylgj­ast með líðan allra nem­enda. Þá er lögð áhersla er lögð á gott upp­lýs­ingaflæði til nem­enda, for­ráðamanna, kenn­ara og starfs­fólks um stöðu mála, úrræði og stuðning sem í boði er.

Þings­álykt­un: Mennta­stefna til framtíðar

Með nýrri heil­stæðri mennta­stefnu til árs­ins 2030 mun­um við standa vörð um og efla skóla­kerfið okk­ar. Til­laga að þings­álykt­un um mennta­stefn­una verður lögð fyr­ir Alþingi í haust. Mark­mið stjórn­valda með þess­ari mennta­stefnu er að veita framúrsk­ar­andi mennt­un með áherslu á þekk­ingu, vellíðan, þraut­seigju og ár­ang­ur í um­hverfi þar sem all­ir skipta máli og all­ir geta lært. Mennta­stefn­an er mótuð í breiðu sam­starfi, meðal ann­ars með aðkomu fjöl­margra full­trúa skóla­sam­fé­lags­ins sem tóku þátt í fundaröð ráðuneyt­is­ins um mennt­un fyr­ir alla, svo og full­trú­um sveit­ar­fé­laga, for­eldra, nem­enda, skóla­stjórn­enda og at­vinnu­lífs­ins.

Mik­il áhersla er lögð á að kennsla og stjórn­un mennta­stofn­ana verði framúrsk­ar­andi og að all­ir hafi jöfn tæki­færi til mennt­un­ar. Nám­skrá, náms­um­hverfi og náms­mat þarf að styðji við hæfni til framtíðar og mennta­stefna trygg­ir fram­kvæmd og gæði skóla- og fræðslu­starfs.

Þess­ir óvissu­tím­ar sem við lif­um nú sýna að allt mennta­kerfið hef­ur getu til að standa sam­an með sam­taka­mátt að leiðarljósi. Það er mik­il­væg­ara nú en nokkru sinni fyrr að móta mennta­stefnu, sem veit­ir von um betri framtíð.

Ég tel að mennt­un og hæfni sé lyk­il­for­senda þess að Ísland geti mætt áskor­un­um framtíðar­inn­ar, sem fel­ast meðal ann­ars í örum breyt­ing­um á sam­fé­lagi, nátt­úru og tækni. Það er því okk­ar brýn­asta vel­ferðar­mál til framtíðar, að tryggja aðgang að góðu og sterku mennta­kerfi. Næstu fjár­lög og fjár­mála­stefna mun ein­kenn­ast af því grund­vall­ar­sjón­ar­miði að setja mennt­un þjóðar­inn­ar í for­gang.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 22. ágúst 2020.