Categories
Greinar

Mikilvægi norræns samstarfs fyrr og nú

Árið 1955 tók Norður­landa­samn­ing­ur­inn um fé­lags­legt ör­yggi gildi. Þá höfðu farið fram viðræður um tolla- og efna­hags­banda­lag milli Norður­land­anna og Evr­ópu­ríkj­anna en í júlí árið 1959 ákváðu stjórn­völd land­anna að taka þau áform af nor­rænni dag­skrá. Tíu dög­um síðar náðu Dan­mörk, Nor­eg­ur og Svíþjóð sam­an um Fríversl­un­ar­sam­tök Evr­ópu (EFTA) en Finn­land gerðist aukaaðili árið 1961. Ekki leið á löngu þar til Dan­ir og Norðmenn sóttu um aðild að EBE, Efna­hags­banda­lagi Evr­ópu. Staðan inn­an EFTA breytt­ist og viðleitni nor­rænna landa til að ger­ast aðilar að EBE ýtti und­ir fast­an sátt­mála um nor­rænt sam­starf. Úr varð að „Nor­ræna stjórn­ar­skrá­in“ var samþykkt í Hels­inki hinn 23. mars árið 1962, svo­nefnd­ur Hels­ing­fors­samn­ing­ur. Þar var því slegið föstu að Norður­landaráð skyldi fá tæki­færi til að tjá sig um mik­ils­verð efni nor­rænn­ar sam­vinnu.

Deila grein

27/11/2020

Mikilvægi norræns samstarfs fyrr og nú

Margt hef­ur áunn­ist frá þeim tíma sem Norður­landaráð var stofnað árið 1952 til að bæta sam­vinnu og sam­starf land­anna. Sama ár og Norður­landaráð var stofnað var tekið upp vega­bréfa­frelsi á ferðum inn­an Norður­land­anna og tveim­ur árum síðar gekk sam­eig­in­leg­ur vinnu­markaður Norður­landa í gildi með frjálsri för launa­fólks sem varð und­an­fari innri markaðar Evr­ópu­sam­bands­ins.

Árið 1955 tók Norður­landa­samn­ing­ur­inn um fé­lags­legt ör­yggi gildi. Þá höfðu farið fram viðræður um tolla- og efna­hags­banda­lag milli Norður­land­anna og Evr­ópu­ríkj­anna en í júlí árið 1959 ákváðu stjórn­völd land­anna að taka þau áform af nor­rænni dag­skrá. Tíu dög­um síðar náðu Dan­mörk, Nor­eg­ur og Svíþjóð sam­an um Fríversl­un­ar­sam­tök Evr­ópu (EFTA) en Finn­land gerðist aukaaðili árið 1961. Ekki leið á löngu þar til Dan­ir og Norðmenn sóttu um aðild að EBE, Efna­hags­banda­lagi Evr­ópu. Staðan inn­an EFTA breytt­ist og viðleitni nor­rænna landa til að ger­ast aðilar að EBE ýtti und­ir fast­an sátt­mála um nor­rænt sam­starf. Úr varð að „Nor­ræna stjórn­ar­skrá­in“ var samþykkt í Hels­inki hinn 23. mars árið 1962, svo­nefnd­ur Hels­ing­fors­samn­ing­ur. Þar var því slegið föstu að Norður­landaráð skyldi fá tæki­færi til að tjá sig um mik­ils­verð efni nor­rænn­ar sam­vinnu.

Græn­lend­ing­ar verða aðilar að ráðinu

Árið 1958 var um­fangs­meiru nor­rænu vega­bréfa­sam­bandi komið á sem var und­an­fari Schengen-sam­starfs­ins sem við þekkj­um í dag. Þá varð mun auðveld­ara fyr­ir Norður­landa­búa að ferðast til ná­granna­land­anna. Árið 1962 var nor­ræni lýðheilsu­há­skól­inn vígður í Gauta­borg og fjór­um árum síðar var samn­ing­ur um nor­ræna menn­ing­ar­sjóðinn und­ir­ritaður en sjóðnum var einkum ætlað að styrkja menn­ing­ar­verk­efni með þátt­töku eigi færri en þriggja nor­rænna landa. Í ág­úst árið 1968 var Nor­ræna húsið í Reykja­vík vígt en finnski arki­tekt­inn Al­var Aalto teiknaði það. Tveim­ur árum síðar samþykkti Norður­landaráð að full­trú­ar Álands­eyja og Fær­eyja gætu tekið þátt í störf­um ráðsins í gegn­um lands­deild­ir Dan­merk­ur og Finn­lands. Árið 1984 urðu full­trú­ar Græn­lands einnig aðilar að ráðinu í gegn­um lands­deild danska ríkja­sam­bands­ins.

Hindr­an­ir á landa­mær­um

Það er áhuga­vert að líta til baka rúm 60 ár aft­ur í tím­ann þegar und­an­fara Schengen-sam­starfs­ins var komið á en Norður­landaráð hef­ur ein­mitt á for­mennsku­ár­inu nú í ár bent á að marg­ar nýj­ar hindr­an­ir hafa komið upp á landa­mær­um nor­rænu ríkj­anna í tengsl­um við kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn. Þetta hef­ur valdið venju­legu fólki og fyr­ir­tækj­um mikl­um vand­ræðum. Norður­landaráð tel­ur betra að komið sé í veg fyr­ir slík­ar hindr­an­ir og að erfiðleik­ar komi upp með sam­eig­in­leg­um fyr­ir­byggj­andi aðgerðum. Nor­ræna ráðherra­nefnd­in og Norður­landaráð hafa unnið mikið starf á síðustu árum að því að draga úr stjórn­sýslu­hindr­un­um á landa­mær­um ríkj­anna en sér­stakt stjórn­sýslu­hindr­anaráð er að störf­um fyr­ir Nor­rænu ráðherra­nefnd­ina og stjórn­sýslu­hindr­ana­hóp­ur á veg­um Norður­landaráðs.

Áhersla á um­hverf­is­mál

Í lok sjötta ára­tug­ar síðustu ald­ar hófu stjórn­völd ríkj­anna skuld­bind­andi sam­starf með stofn­un Nor­rænu ráðherra­nefnd­ar­inn­ar en á þeim tíma hafði ráðið opnað skrif­stofu í Stokk­hólmi. Stofn­un Nor­ræna fjár­fest­inga­bank­ans gaf til­efni til fyrsta aukaþings Norður­landaráðs sem haldið var í nóv­em­ber árið 1975 en aðal­bækistöðvar hans voru staðsett­ar í Hels­inki í Finn­landi. Í kjöl­far hins al­var­lega kjarn­orku­slyss sem varð í Tsjerno­byl í Norður-Úkraínu árið 1986 hélt Norður­landaráð tvær stór­ar ráðstefn­ur um um­hverf­is­mál þar sem umræðuefn­in voru meng­un and­rúms­lofts­ins ásamt líf­ríki sjáv­ar. Allt frá þess­um tíma hef­ur verið lögð mik­il áhersla á um­hverf­is­mál í nor­rænu sam­starfi.

Múr­inn fell­ur

Árið 1990, áður en Sov­ét­rík­in liðu und­ir lok og Eystra­salts­rík­in end­ur­heimtu sjálf­stæði sitt, höfðu verið tek­in upp sam­skipti við stjórn­mála­fólk í balt­nesku lönd­un­um. Full­trú­ar Eystra­salts­ríkj­anna sóttu þing Norður­landaráðs í Kaup­manna­höfn í lok fe­brú­ar árið 1991 en mánuði áður hafði dregið til tíðinda í Viln­íus og Riga. Þegar lönd­in end­ur­heimtu sjálf­stæði sitt hófst náið sam­starf Norður­landaráðs við ný systra­sam­tök, Eystra­salts­ríkjaráðið. Smám sam­an jókst einnig sam­starf við rúss­neska þing­menn. Árið 1996 flutti skrif­stofa Norður­landaráðs frá Stokk­hólmi til Kaup­manna­hafn­ar und­ir sama þak og skrif­stofa Nor­rænu ráðherra­nefnd­ar­inn­ar. Sam­starfið er enn að þró­ast og Norður­landaráð hef­ur myndað tengsl við þing­menn í ýms­um öðrum lönd­um utan Norður­land­anna. Árið 2007 voru tek­in upp sam­skipti við stjórn­ar­and­stöðu og stjórn­völd í Hvíta-Rússlandi. Grunn­gildi nor­rænna sam­fé­laga eru mann­rétt­indi, lýðræði og rétt­ar­ríkið. Það er mik­il­vægt að Norður­lönd­in haldi þess­um gild­um á lofti, ekki síst nú á tím­um þar sem öfga­hyggja fer vax­andi og sótt er að rétt­ar­rík­inu og lýðræðinu. Norður­lönd­in eiga að taka sér meira pláss í alþjóðasam­fé­lag­inu því þar eig­um við er­indi.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður Framsóknarflokks og forseti Norðurlandsráðs.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 26. nóvember 2020.