Categories
Greinar

Mikilvægir sendiherrar alla ævi

Deila grein

15/05/2019

Mikilvægir sendiherrar alla ævi

Í ferð minni til Kína í vik­unni var skrifað und­ir samn­ing sem mark­ar tíma­mót fyr­ir ís­lenska og kín­verska náms­menn. Gild­istaka hans fel­ur í sér gagn­kvæma viður­kenn­ingu há­skóla­náms milli land­anna og mun auðvelda til muna nem­enda­skipti milli ís­lenskra og kín­verskra há­skóla. Á fundi þar ræddi ég við sam­starfs­ráðherra minn, Chen Baos­heng, mennta­málaráðherra Kína, um mik­il­vægi mennta­sam­starfs land­anna og þau sókn­ar­færi sem í þeim fel­ast.Íslenskt mennta­kerfi hef­ur margt fram að færa fyr­ir er­lenda náms­menn sem sýn­ir sig meðal ann­ars í fjölg­un um­sókna þeirra í ís­lenska há­skóla. Rúm­lega 30 kín­versk­ir náms­menn stunda nú nám á Íslandi en um 30 Íslend­ing­ar stunda nám í Kína á ári hverju. Íslensk­ir há­skól­ar eiga þegar í marg­vís­legu sam­starfi við kín­verska há­skóla og hef­ur Há­skóli Íslands meðal ann­ars gert sam­starfs­samn­inga um nem­enda­skipti við fimmtán há­skóla í Kína. Kína hef­ur gert hliðstæða samn­inga um viður­kenn­ingu próf­gráða við rúm­lega 50 önn­ur ríki, þar á meðal við Norður­landa­rík­in og hafa þeir stuðlað að auknu aðgengi og flæði milli há­skóla­stofn­ana þeirra. Fyr­ir fá­menna þjóð er aðgengi að námi og viður­kenn­ing á því sér­stak­lega mik­il­væg. Náms­fram­boð hér á landi er fjöl­breytt en fyr­ir þau sem hyggj­ast ganga mennta­veg­inn er heim­ur­inn all­ur und­ir. Því er meðal ann­ars að þakka að náms­gráður hafa í aukn­um mæli verið staðlaðar og sam­ræmd­ar milli landa.

Skipt­inem­ar verða á sinn hátt sendi­herr­ar þeirra ríkja þar sem þeir dvelja, þó dvöl­in sé ekki löng geta tengsl­in varað alla ævi. Dæm­in sanna að skipti­nám verður oft kveikja að mun dýpri og lengri sam­skipt­um og það bygg­ir brýr milli fólks og landa sem ann­ars hefðu aldrei orðið til. Við sem þjóð búum að slík­um tengsl­um því með þeim ferðast þekk­ing, skiln­ing­ur og saga. Á því er síðan hægt að byggja fleira og stærra. Ég bind von­ir við að gagn­kvæm viður­kenn­ing há­skóla­náms hvetji nem­end­ur, bæði hér heima og í Kína, til að skoða þá kosti sem bjóðast í há­skól­um land­anna. Það hafa orðið gríðarleg um­skipti í kín­versku sam­fé­lagi á und­an­förn­um ára­tug­um og þau hafa skapað fjölda­mörg tæki­færi fyr­ir aukna sam­vinnu.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 15. maí 2019.