Categories
Greinar

Mikilvægur stuðningur við námsmenn

Deila grein

25/03/2020

Mikilvægur stuðningur við námsmenn

Sam­fé­lagið tekst nú á við krefj­andi tíma, þar sem ýms­ir upp­lifa óvissu yfir kom­andi vik­um. Það á jafnt við um náms­menn og aðra, enda hafa tak­mark­an­ir á skóla­haldi reynt á en líka sýnt vel hvers mennta­kerfið er megn­ugt. Leik- og grunn­skól­ar taka á móti sín­um nem­end­um og fram­halds- og há­skól­ar sinna fullri kennslu með aðstoð tækn­inn­ar.Á vanda­söm­um tím­um er mik­il­vægt að tryggja vellíðan nem­enda og sporna við brott­hvarfi úr námi. Skóla­stjórn­end­ur, kenn­ar­ar, starfs- og náms­ráðgjaf­ar og fleiri hafa þegar brugðist við og gripið til aðgerða til að halda nem­end­um virk­um, til dæm­is með hvatn­ing­ar- og stuðnings­s­ím­töl­um, ra­f­ræn­um sam­skipt­um og fund­um, þar sem því hef­ur verið komið við.

Fyr­ir nokkr­um vik­um ákvað stjórn Lána­sjóðs ís­lenskra náms­manna, í sam­vinnu við mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyti, að koma til móts við nem­end­ur með því að taka til greina ann­ars kon­ar staðfest­ingu skóla á ástund­un nem­enda en hefðbundn­um vott­orðum um ein­ing­ar sem lokið hef­ur verið við. Jafn­framt var ákveðið að náms­menn gætu sótt um auka­ferðalán vegna sér­stakra aðstæðna sem gætu komið upp vegna far­ald­urs­ins. Þessi fyrstu skref sýndu mik­inn sam­starfs­vilja hjá LÍN. Um viku síðar varð ljóst að tak­mörk­un á skóla­starfi yrði enn meiri en upp­haf­lega var ráðgert og aft­ur brást LÍN fljótt við, hækkaði tekju­viðmið, seinkaði inn­heimtuaðgerðum og breytti regl­um við mat á und­anþágum. Allt miðar þetta að því að sýna sveigj­an­leika og létta á áhyggj­um náms­manna við for­dæma­laus­ar aðstæður.

Þessi viðhorf eru mjög í anda frum­varps til nýrra laga um Mennta­sjóð náms­manna, sem miðar að því að bæta hag náms­manna. Frum­varpið er til meðferðar hjá Alþingi og verður vænt­an­lega að lög­um á þessu þingi. Það fel­ur í sér grund­vall­ar­breyt­ingu á stuðningi við náms­menn, mun leiða til betri fjár­hags­stöðu náms­manna og lægri skulda­stöðu að námi loknu. Til dæm­is fá for­eldr­ar í námi fjár­styrk en ekki lán til að fram­fleyta börn­um sín­um. Jafn­framt er hvati til bættr­ar náms­fram­vindu, með 30% niður­færslu á láni ef námi er lokið inn­an til­tek­ins tíma. Það stuðlar að betri nýt­ingu fjár­muna, auk­inni skil­virkni og þjóðhags­leg­um ávinn­ingi fyr­ir sam­fé­lagið. Heim­ilt verður að greiða út náms­lán mánaðarlega og lánþegar geta valið hvort lán­in eru verðtryggð eða óverðtryggð.

Öll þessi atriði vega þungt á vog­ar­skál­un­um þegar kem­ur að því að styðja við náms­menn á erfiðum tím­um. Nú þurf­um við að gera það sem þarf, horfa fram á við og tryggja að námsstuðning­ur hins op­in­bera stuðli að jafn­rétti til náms.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 24. mars 2020.