Categories
Greinar

Minnumst myndhöggvarans Bertels Thorvaldsens

Bertel Thor­vald­sen fædd­ist í Kaup­manna­höfn árið 1770 og ólst þar upp. Faðir hans, Gott­skálk Þor­valds­son, prests­son­ur úr Skagaf­irði, var fædd­ur árið 1741. Fór hann ung­ur til iðnnáms í Kaup­manna­höfn og lærði myndsk­urð í tré og vann síðar við að skera út stafn­mynd­ir á skip og höggva í stein. Móðir Bertels hét Kar­en Dagnes, fædd á Jótlandi 1735 þar sem faðir henn­ar var djákni. Þau hjón­in bjuggu við frek­ar þröng­an kost en snemma komu list­ræn­ir hæfi­leik­ar einka­son­ar­ins í ljós og hóf hann nám við Kunstaka­demiet eða Kon­ung­lega lista­há­skól­ann í Kaup­manna­höfn árið 1781, aðeins 11 ára að aldri, og lauk þar námi árið 1793. Hlaut hann fjölda verðlauna og viður­kenn­inga fyr­ir verk sín, meðal ann­ars ferðastyrk sem gerði hon­um kleift að fara til Róm­ar árið 1796. Borg­in var þá há­borg menn­ing­ar og lista og bjó Thor­vald­sen þar við góðan orðstír allt til árs­ins 1838 er hann flutti aft­ur til Dan­merk­ur og var hon­um þá fagnað sem þjóðhetju.

Deila grein

19/11/2020

Minnumst myndhöggvarans Bertels Thorvaldsens

Íslensk-danski mynd­höggv­ar­inn Bertel Thor­vald­sen var einn þekkt­asti listamaður Evr­ópu um sína daga og hlotnaðist á langri ævi nán­ast hver sá heiður sem lista­manni get­ur fallið í skaut. Í dag, 19. nóv­em­ber, eru 250 ár liðin frá fæðingu hans. Af því til­efni er ærin ástæða til að minn­ast veg­lega þessa stór­merka mynd­höggv­ara hér á landi bæði vegna upp­runa hans og rækt­ar­semi sem hann sjálf­ur sýndi „Íslandi, ætt­ar­landi sínu“.

Bertel sótti inn­blást­ur til klass­ískr­ar mynd­list­ar Forn-Grikkja og Róm­verja og er tal­inn einn helsti full­trúi nýklass­íska stíls­ins í högg­myndal­ist ásamt hinum ít­alska Ant­onio Canova. Thor­vald­sen var lengst af bú­sett­ur í Róm og vann þar meðal ann­ars verk fyr­ir páfann, Napó­leon og marg­ar af kon­ungs­fjöl­skyld­um álf­unn­ar. Er hann eini mynd­höggv­ar­inn sem á verk í Pét­urs­kirkj­unni í Róm sem er ekki kaþólsk­ur. Finna má verk Thor­vald­sens um all­an heim, ým­ist í söfn­um, kirkj­um eða ut­an­dyra. Thor­vald­sen-safnið í Kaup­manna­höfn varðveit­ir verk Bertels Thor­vald­sens og held­ur minn­ingu hans á lofti. Er listamaður­inn jarðsett­ur í garði safns­ins.

Fagnað sem þjóðhetju

Bertel Thor­vald­sen fædd­ist í Kaup­manna­höfn árið 1770 og ólst þar upp. Faðir hans, Gott­skálk Þor­valds­son, prests­son­ur úr Skagaf­irði, var fædd­ur árið 1741. Fór hann ung­ur til iðnnáms í Kaup­manna­höfn og lærði myndsk­urð í tré og vann síðar við að skera út stafn­mynd­ir á skip og höggva í stein. Móðir Bertels hét Kar­en Dagnes, fædd á Jótlandi 1735 þar sem faðir henn­ar var djákni. Þau hjón­in bjuggu við frek­ar þröng­an kost en snemma komu list­ræn­ir hæfi­leik­ar einka­son­ar­ins í ljós og hóf hann nám við Kunstaka­demiet eða Kon­ung­lega lista­há­skól­ann í Kaup­manna­höfn árið 1781, aðeins 11 ára að aldri, og lauk þar námi árið 1793. Hlaut hann fjölda verðlauna og viður­kenn­inga fyr­ir verk sín, meðal ann­ars ferðastyrk sem gerði hon­um kleift að fara til Róm­ar árið 1796. Borg­in var þá há­borg menn­ing­ar og lista og bjó Thor­vald­sen þar við góðan orðstír allt til árs­ins 1838 er hann flutti aft­ur til Dan­merk­ur og var hon­um þá fagnað sem þjóðhetju.

Eft­ir­sótt­asti mynd­höggv­ari Evr­ópu

Bertel Thor­vald­sen gerði rúm­lega 90 frístand­andi högg­mynd­ir, tæp­lega 300 lág­mynd­ir og yfir 150 brjóst­mynd­ir auk mik­ils fjölda af teikn­ing­um, skiss­um og mód­el­um. Í safni Thor­vald­sens eru varðveitt­ar upp­runa­leg­ar gifs­mynd­ir af flest­um verka hans, en þar má einnig sjá mörg verk hans höggv­in í marm­ara eða steypt í brons. Thor­vald­sen varð á sín­um tíma einn eft­ir­sótt­asti mynd­höggv­ari Evr­ópu og fékk pant­an­ir frá kon­ungs­hirðum og aðals­fólki víðs veg­ar að. Mörg helstu verka hans sækja efnivið sinn og fyr­ir­mynd­ir í grísk-róm­verska goðafræði og kenn­ing­ar Winckel­manns og Less­ings um yf­ir­burði grískr­ar klass­ískr­ar högg­myndal­ist­ar þar sem lögð var áhersla á hrein­leika marm­ar­ans og full­komn­un forms­ins.

Fjöldi verka á Íslandi

Í Reykja­vík eru þrjár bronsaf­steyp­ur af verk­um Thor­vald­sens í al­manna­rými auk þess sem þrjú verka Thor­vald­sens höggv­in í marm­ara eru í op­in­berri eigu. Í kirkju­görðum lands­ins má sjá lág­mynd­ir Thor­vald­sens á fjöl­mörg­um leg­stein­um og í söfn­um lands­ins eru varðveitt­ar ýms­ar eft­ir­gerðir af vin­sæl­ustu verk­um hans. Nálg­ast má upp­lýs­ing­ar um verk Bertels Thor­vald­sens á ís­lensk­um söfn­um á vefn­um sarp­ur.is. Ekk­ert verk Thor­vald­sens hef­ur enn verið sett upp úti við á slóðum ætt­menna hans í Skagaf­irði þó að sú til­laga hafi verið bor­in upp. Til að heiðra minn­ingu hins mikla lista­manns væri ekki úr vegi að koma því í verk, „í rækt­ar­skyni“ eins og hann sjálf­ur orðaði það þegar hann gaf Dóm­kirkj­unni í Reykja­vík skírn­ar­font eft­ir sig árið 1827. Það má líka með sanni segja að rekja megi hina list­rænu æð Thor­vald­sens til Íslands að hluta en ævi­starf hans varpaði skær­um ljóma á danska kon­ungs­ríkið.

Höf­und­ur er for­seti Norður­landaráðs og þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins. silja­dogg@alt­hingi.is