Categories
Greinar

Nýtt ár og ný framsókn fyrir landið allt

Já, viðspyrn­an er hand­an við hornið, nú þegar sól hækk­ar á lofti og bólu­setn­ing­ar eru hafn­ar. Ríkið hef­ur ráðist í viðamikl­ar fram­kvæmd­ir, ekki síst á sviði sam­gangna og ný­sköp­un­ar. Sam­göng­ur eru lífæð lands­ins, stór þátt­ur í lífs­gæðum fólks og styrk­ir byggðir og sam­fé­lög. Ný­sköp­un á öll­um sviðum, hvort sem það eru sta­f­ræn­ar lausn­ir í stjórn­sýslu eða stuðning­ur við frjóa sprota í at­vinnu­líf­inu.

Deila grein

02/01/2021

Nýtt ár og ný framsókn fyrir landið allt

Ég kom heim úr vinnu einn dag­inn og brotnaði niður og gat ekki hætt að gráta.“ Þetta sagði Anna Sig­ríður Sig­urðardótt­ir í viðtali við Frétta­blaðið rétt fyr­ir jól­in. Í viðtal­inu lýs­ir hún því þegar snjóflóð féll á húsið henn­ar á Flat­eyri í janú­ar síðastliðnum. Dótt­ir Önnu Sig­ríðar bjargaðist giftu­sam­lega úr flóðinu sem fyllti her­bergið henn­ar. Í viðtöl­um strax eft­ir þetta áfall vakti það at­hygli hversu yf­ir­vegaðar þær voru. En áfallið kom síðar, af öllu afli.

Við þekkj­um þetta flest, hvernig hug­ur­inn vinn­ur úr áföll­um, hvernig hann hjálp­ar okk­ur að kom­ast í gegn­um erfiðar aðstæður. Og við vit­um það líka að það er mik­il­vægt að vera meðvitaður um hvaða áhrif áföll hafa á okk­ur og tak­ast á við þau af auðmýkt fyr­ir líf­inu sjálfu. Það verk­efni hafa þær mæðgur einnig tek­ist á við af æðru­leysi. Vil ég óska þeim góðs geng­is í sínu ferðalagi og þakka þeim fyr­ir að veita okk­ur inn­sýn í verk­efni sín.

Við mót­umst öll af þeim áföll­um sem við verðum fyr­ir á lífs­leiðinni og það á líka við um sam­fé­lög. Viðbrögð rík­is­stjórn­ar­inn­ar við þeirri miklu vá sem heims­far­ald­ur­inn er hafa ann­ars veg­ar miðað að því að standa vörð um líf og heilsu fólks og hins veg­ar að því að tryggja eft­ir fremsta megni lífsaf­komu þeirra sem misst hafa vinn­una. Góð staða þjóðarbús­ins sem byggð hafði verið upp af skyn­semi síðustu árin var notuð til þess að standa vörð um störf og skapa störf með um­fangs­mikl­um fram­kvæmd­um rík­is­ins. Verk­efni næstu ára verður fyrst og fremst að skapa at­vinnu til að vinna aft­ur þau miklu lífs­gæði sem við höf­um notið síðustu ár hér á landi. At­vinn­an er grund­völl­ur lífs­gæða.

Af þeim aðgerðum sem ráðist hef­ur verið í hef­ur hluta­bóta­leiðin að öll­um lík­ind­um verið mik­il­væg­ust ásamt fram­leng­ingu á tekju­tengd­um at­vinnu­leys­is­bót­um. Einnig hef­ur verið lögð mik­il áhersla á að vernda þá hópa sem veik­ast standa í sam­fé­lag­inu með stuðningi við barna­fjöl­skyld­ur með lág­ar tekj­ur, ein­greiðslum til barna­fjöl­skyldna, hækk­un at­vinnu­leys­is­bóta, hækk­un ör­orku­bóta og svo mætti áfram telja. Verk­efnið Nám er tæki­færi er einnig mik­il­væg­ur þátt­ur í því að veita at­vinnu­leit­end­um færi á að mennta sig og standa sterk­ar að vígi á at­vinnu­markaði þegar far­aldr­in­um lýk­ur.

Verk­efn­in hafa verið mörg og brýn og sem bet­ur fer hafa stór um­bóta­mál sem ekki tengj­ast far­aldr­in­um náð fram að ganga á ár­inu 2020. Alþingi samþykkti á vor­mánuðum frum­varp mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra um bylt­ingu á náms­lána­kerf­inu með stofn­un mennta­sjóðs sem trygg­ir ung­um náms­mönn­um betri kjör, stór­auk­inn stuðning við barna­fólk og 30% niður­færslu á höfuðstól lána sé námi lokið inn­an ákveðins tíma. Þetta skref er stórt og jafn­ar enn tæki­færi til náms á Íslandi.

Annað stórt um­bóta­verk­efni var leng­ing fæðing­ar­or­lofs í 12 mánuði. Með því held­ur Fram­sókn áfram bar­áttu sinni fyr­ir aukn­um lífs­gæðum fjöl­skyldna á Íslandi en 20 ár eru liðin frá því stór­merk lög Páls heit­ins Pét­urs­son­ar um fæðing­ar­or­lof voru samþykkt á Alþingi sem tryggðu feðrum sér­stak­an rétt á or­lofi. Þau lög sem fé­lags- og barna­málaráðherra hef­ur unnið að allt kjör­tíma­bilið eru stór­kost­legt um­bóta­mál sem trygg­ir barni sam­vist­ir við báða for­eldra á fyrstu mánuðum lífs­ins og er risa­skref í átt til auk­ins jafn­rétt­is.

Hús­næðismál voru eitt af stóru mál­un­um í bar­áttu Fram­sókn­ar fyr­ir kosn­ing­arn­ar 2017 og bar sú bar­átta ríku­leg­an ávöxt þegar mál fé­lags- og barna­málaráðherra um hlut­deild­ar­lán varð að lög­um. Það fel­ur í sér magnaðar um­bæt­ur fyr­ir efnam­inna fólk og fel­ur í sér að fleiri geta keypt sér þak yfir höfuðið og kom­ist af óhag­stæðum leigu­markaði í eigið hús­næði.

Í sam­göng­un­um varð eitt af stefnu­mál­um Fram­sókn­ar að veru­leika þegar Loft­brú­in var tek­in í gagnið í sept­em­ber síðastliðnum. Í Loft­brú felst að íbú­ar fjarri höfuðborga­svæðinu fá 40% af­slátt af ákveðnum fjölda flug­ferða á ári. Loft­brú­in er stórt skref í því að jafna aðstöðumun byggðanna og ger­ir fólki til dæm­is auðveld­ara að sækja sér lækn­isþjón­ustu og afþrey­ingu í höfuðborg­inni. Stór­sókn er haf­in í upp­bygg­ingu á vega­kerf­inu, höfn­um og flug­völl­um um allt land og má þar sér­stak­lega nefna nýja flug­stöð á Ak­ur­eyri sem veit­ir tæki­færi til að opna nýja gátt í flugi til lands­ins.

Ísland er gott og sterkt sam­fé­lag. Það sýndi sig á þessu um­brota­ári. Samstaða mik­ils meiri­hluta al­menn­ings í sótt­vörn­um og um­hyggja fyr­ir þeim hóp­um sem veik­ast­ir eru fyr­ir sýndi það svo ekki verður um villst. Íslend­ing­ar nýttu líka þá upp­styttu í far­aldr­in­um sem ríkti í sum­ar til að ferðast um fal­lega landið sitt og upp­lifa nátt­úr­una og kynn­ast þeirri mögnuðu upp­bygg­ingu sem orðið hef­ur í ferðaþjón­ustu um landið allt. Þau kynni fólks af land­inu sínu og lönd­um sín­um hring­inn um landið hafa aukið skiln­ing og virðingu okk­ar hvers fyr­ir öðru. Sú reynsla verður mik­il­væg­ur hluti af viðspyrn­unni þegar hún hefst af full­um krafti.

Þróun bólu­efn­is gegn kór­ónu­veirunni hef­ur sýnt hvað þekk­ing vís­ind­anna og sam­taka­mátt­ur­inn get­ur skilað mann­kyn­inu í bar­áttu við vá­gesti. Af hraðri þróun þess get­um við lært margt, ekki síst hvað sam­vinn­an get­ur skilað okk­ur langt. Það hug­ar­far sem ein­kenndi viðbrögð heims­ins á að vera okk­ur fyr­ir­mynd þegar kem­ur að bar­áttu okk­ar gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Hnign­un po­púlí­skra afla um all­an heim vek­ur með manni von um að lönd heims­ins geti sam­ein­ast um aðgerðir til að bjarga heim­in­um. Það verður ekki gert með trú­ar­leg­um refsi­vendi held­ur með því að nýta afl vís­ind­anna og kraft sam­taka­mátt­ar­ins til að finna leiðir til að viðhalda lífs­gæðum án þess að ganga á nátt­úr­una. Eyðing­ar­mátt­ur nátt­úr­unn­ar, hvort sem er í líki veiru eða nátt­úru­ham­fara, vek­ur líka með okk­ur sköp­un­ar­kraft til að mæta þeim verk­efn­um sem fram und­an eru í lofts­lags­mál­um. Sá kraft­ur sem ungt fólk, öðrum frem­ur, hef­ur sýnt í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ing­um er okk­ur öll­um inn­blást­ur.

Með vor­inu mun aft­ur fær­ast líf í ferðaþjón­ustu á Íslandi. Nátt­úr­an og menn­ing­in verða áfram mikið aðdrátt­ar­afl fyr­ir er­lenda gesti og þeir innviðir sem byggðir hafa verið upp bíða þess að kom­ast aft­ur í fulla notk­un. Síðast en ekki síst bíður fólk með mikla þekk­ingu og orku eft­ir því að nýta hæfi­leika sína í ferðaþjón­ust­unni. At­vinnu­grein­ar eins og fisk­eldi, kvik­mynda­gerð og skap­andi grein­ar hafa gríðarleg tæki­færi til að stækka og byggja und­ir lífs­gæði framtíðar­inn­ar í góðu sam­spili við sjáv­ar­út­veg og land­búnað. Framtíðin er björt ef okk­ur tekst að nýta þau tæki­færi sem okk­ur bjóðast.

Já, viðspyrn­an er hand­an við hornið, nú þegar sól hækk­ar á lofti og bólu­setn­ing­ar eru hafn­ar. Ríkið hef­ur ráðist í viðamikl­ar fram­kvæmd­ir, ekki síst á sviði sam­gangna og ný­sköp­un­ar. Sam­göng­ur eru lífæð lands­ins, stór þátt­ur í lífs­gæðum fólks og styrk­ir byggðir og sam­fé­lög. Ný­sköp­un á öll­um sviðum, hvort sem það eru sta­f­ræn­ar lausn­ir í stjórn­sýslu eða stuðning­ur við frjóa sprota í at­vinnu­líf­inu.

Næstu mánuði og ár verður það verk­efni stjórn­mál­anna að vinna úr þeim áföll­um sem gengu yfir okk­ur árið 2020. Þar er efst á blaði að skapa at­vinnu til að standa und­ir frek­ari lífs­gæðasókn fyr­ir Ísland. Líkt og áfall Önnu Sig­ríðar og dótt­ur henn­ar þá mun árið 2020 vera verk­efni sem við vinn­um úr sam­an eft­ir því sem mánuðirn­ir og árin líða. Höggið sem rík­is­sjóður hef­ur tekið á sig vegna far­ald­urs­ins má ekki leiða til þess að sam­heldni þjóðar­inn­ar gliðni og veik­ari hóp­ar sam­fé­lag­ins verði skild­ir eft­ir þegar viðspyrn­an hefst af full­um krafti. Hug­sjón Fram­sókn­ar um gott sam­fé­lag þar sem all­ir hafa tæki­færi til að blómstra í þeim stóru verk­efn­um sem eru fram und­an mun skipta lyk­il­máli. Við mun­um leggja all­an okk­ar kraft og alla okk­ar reynslu í að skapa nýja fram­sókn fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag, nýja fram­sókn fyr­ir fjöl­skyld­ur og fyr­ir­tæki, nýja fram­sókn fyr­ir landið allt.

Ég óska öll­um lands­mönn­um gleðilegs nýs árs.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 31. desember 2020.