Categories
Greinar

Nýtt menningarframlag streymisveitna

Deila grein

28/10/2022

Nýtt menningarframlag streymisveitna

Með örri tækniþróun hef­ur fjöl­miðlaveit­um sem miðla mynd­efni eft­ir pönt­un, svo­kölluðum streym­isveit­um, fjölgað til muna á síðustu árum. Stór­ar alþjóðleg­ar streym­isveit­ur eru ráðandi á markaðnum og búa þær við þann kost að geta verið staðsett­ar í einu ríki evr­ópska efna­hags­svæðis­ins (EES-ríki) en beint efni sínu til annarra EES-ríkja. Mik­il umræða hef­ur verið um fram­lag slíkra alþjóðlegra streym­isveitna til þeirra landa þar sem þjón­usta af þeim er keypt, svo­nefnt menn­ing­ar­fram­lag. Slíkt fram­lag get­ur verið af ýms­um toga, t.d. með gjald­töku, skatt­lagn­ingu eða skil­yrði um fjár­fest­ingu inn­an viðkom­andi lands. Á sama tíma hef­ur OECD verið að beita sér fyr­ir sam­ræmdri nálg­un hvað viðkem­ur gjald­töku á sta­f­rænu efni sem fer yfir landa­mæri.

Til er verk­færi fyr­ir EES-ríki, svo kölluð AVMSD-til­skip­un, til að fá þær er­lendu streym­isveit­ur, sem staðsett­ar eru í lög­sögu ann­ars rík­is en miðla efni sem beint er að ís­lensk­um neyt­end­um, til að gefa til baka til sam­fé­lags­ins hluta af þeirri veltu sem aflað er hér á landi. Í til­skip­un­inni kem­ur fram að ef aðild­ar­ríki krefja fjöl­miðlaveit­ur inn­an lög­sögu þess um fjár­fram­lög til fram­leiðslu á evr­ópsku efni, þ.m.t. með beinni fjár­fest­ingu í efni og með fram­lagi til lands­bund­inna sjóða, opn­ar til­skip­un­in á þann mögu­leika að skylda er­lend­ar streym­isveit­ur til að greiða til­tekna pró­sentu í t.a.m. Kvik­mynda­sjóð – og efla þannig ís­lenska kvik­mynda­gerð.

Ýmis lönd í Evr­ópu horfa nú til þess að nýta sér til­skip­un­ina til þess að efla inn­lenda kvik­mynda­gerð. Til dæm­is ligg­ur frum­varp fyr­ir þjóðþingi Dan­merk­ur sem legg­ur til að streym­isveit­ur sem beina efni að dönsk­um neyt­end­um skuli greiða 6% menn­ing­ar­fram­lag sem nýt­ist Kvik­mynda­sjóði Dan­merk­ur og öðrum tengd­um menn­ing­ar­verk­efn­um. Norðmenn leggja til tvær leiðir. Sú fyrri, sem er jafn­framt sú sem von­ir standa til að verði heim­iluð, er sú að gera kröfu um beina fjár­fest­ingu í norsku efni að til­tek­inni upp­hæð eða pró­sentu og ef streym­isþjón­ust­an fjár­fest­ir ekki fyr­ir viðmiðunar­upp­hæðinni þá skal hún greiða mis­mun­inn í sjóð sem er sam­bæri­leg­ur Kvik­mynda­sjóði. Vara­leiðin er sú að gera aðeins kröfu um beina fjár­fest­ingu.

Á und­an­förn­um árum hafa ís­lensk stjórn­völd lagt mikla áherslu á að efla um­hverfi menn­ing­ar og skap­andi greina á Íslandi. Í því sam­hengi er vert að nefna að fram­lög til menn­ing­ar­mála hafa auk­ist veru­lega, eða úr 10,7 millj­örðum árið 2017 í 17,7 millj­arða miðað við fjár­laga­frum­varp árs­ins 2023. Það er rúm­lega 65% hækk­un! Við þess­ar töl­ur bæt­ast end­ur­greiðslur vegna kvik­mynda­gerðar og hljóðrit­un­ar en í ár er áætlað að þær nemi um 3,3 millj­örðum króna.

Ég er þeirr­ar skoðunar að Ísland eigi að inn­leiða menn­ing­ar­fram­lag af streym­isveit­um svipað því sem unnið er í sam­an­b­urðarríkj­um okk­ar. Slíkt fram­lag er einn liður í því að styrkja um­gjörð menn­ing­ar hér á landi og veita grein­inni auk­inn slag­kraft til þess að vaxa til framtíðar.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 25. október 2022.