Categories
Greinar

Nýtum tímann og finnum leiðir

Allt frá því að far­ald­ur­inn braust út hef ég verið í mikl­um sam­skipt­um við skóla­stjórn­end­ur, full­trúa kenn­ara og ekki síst fram­halds­skóla­nema. Af sam­töl­um við nem­end­ur má ráða að þeirra heit­asta ósk sé að kom­ast í skól­ann sinn og efla sinn vits­muna- og fé­lagsþroska sam­hliða nám­inu. Hér skal tekið fram, að marg­ir hafa náð góðum tök­um á fjar­nám­inu og því ekki farið á mis við náms­efnið sjálft, en fé­lags­lega hliðin hef­ur visnað og nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag er að mínu mati ekki sjálf­bært. Það tek­ur hressi­leg­an takt­inn úr dag­legu lífi unga fólks­ins, eyk­ur lík­urn­ar á fé­lags­legri ein­angr­un, and­legri van­líðan og skap­ar jafn­vel spennu í sam­skipt­um þeirra við for­eldra.

Deila grein

08/11/2020

Nýtum tímann og finnum leiðir

Fram­halds­skól­ar hafa starfað með óhefðbundnu sniði frá því sam­komutak­mark­an­ir voru fyrst boðaðar í mars. Fjöl­breytni skól­anna krist­all­ast í áskor­un­um sem skóla­stjórn­end­ur, kenn­ar­ar og nem­end­ur mæta á hverj­um stað, allt eft­ir því hvort um bók- eða verk­náms­skóla er að ræða, fjöl­brauta­skóla eða mennta­skóla með bekkja­kerfi. Aðstæður eru mis­mun­andi, en í gróf­um drátt­um hef­ur verk­legt nám farið fram í staðkennslu en bók­legt nám al­mennt í formi fjar­kennslu. Marg­ir skól­anna hafa breytt náms­mati sínu, með auk­inni áherslu á símat en minna vægi loka­prófa, og sýnt mikla aðlög­un­ar­hæfni. Með henni hef­ur tek­ist að tryggja mennt­un og halda nem­end­um við efnið, þótt aðstæður séu svo sann­ar­lega óhefðbundn­ar.

Allt frá því að far­ald­ur­inn braust út hef ég verið í mikl­um sam­skipt­um við skóla­stjórn­end­ur, full­trúa kenn­ara og ekki síst fram­halds­skóla­nema. Af sam­töl­um við nem­end­ur má ráða að þeirra heit­asta ósk sé að kom­ast í skól­ann sinn og efla sinn vits­muna- og fé­lagsþroska sam­hliða nám­inu. Hér skal tekið fram, að marg­ir hafa náð góðum tök­um á fjar­nám­inu og því ekki farið á mis við náms­efnið sjálft, en fé­lags­lega hliðin hef­ur visnað og nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag er að mínu mati ekki sjálf­bært. Það tek­ur hressi­leg­an takt­inn úr dag­legu lífi unga fólks­ins, eyk­ur lík­urn­ar á fé­lags­legri ein­angr­un, and­legri van­líðan og skap­ar jafn­vel spennu í sam­skipt­um þeirra við for­eldra.

Sótt­varn­a­regl­ur veita skóla­stjórn­end­um lítið svig­rúm, en við ætl­um að nýta tím­ann vel og lenda hlaup­andi um leið og tæki­færi gefst til auk­ins staðnáms. Í því sam­hengi höf­um við skoðað ýms­ar leiðir, fundað með land­lækni og sótt­varna­lækni um horf­ur og mögu­leg­ar lausn­ir, kannað hvort leiga á viðbót­ar­hús­næði myndi nýt­ast skól­un­um – t.d. ráðstefnu­sal­ir, kvik­mynda- og íþrótta­hús sem nú standa tóm – og hvernig megi tryggja stöðug­leika í skóla­starf­inu óháð Covid-sveifl­um í sam­fé­lag­inu. Þeirri vinnu ætl­um við að hraða og styðja skóla­stjórn­end­ur með ráðum og dáð. Öllum hug­vekj­andi til­lög­um má velta upp, hvort sem þær snúa að tví­setn­ingu fram­halds­skól­anna, vakta­fyr­ir­komu­lagi í kennslu eða nýt­ingu grunn­skóla­hús­næðis sem er vannýtt hluta dags­ins.

Í gömlu lagi seg­ir að fátt sé svo með öllu illt að ei boði gott – að finna megi út úr öllu ánægju­vott. Þannig sýna mæl­ing­ar fram­halds­skól­anna að brott­hvarf sé minna nú en oft áður. Að verk­efna­skil og und­ir­bún­ing­ur fyr­ir próf gangi vel. Að nem­end­ur sem ekki kom­ast úr húsi sofi meira og hvíl­ist bet­ur en fé­lags­lynd­ir fram­halds­skóla­nem­ar gera að öllu jöfnu. Slík­ar frétt­ir eru góðar en breyta ekki þeirri staðreynd að fé­lags­starf og sam­skipti við aðra er órjúf­an­leg­ur þátt­ur í góðri mennt­un.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. – liljaa@alt­hingi.is

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 7. nóvember 2020.