Categories
Greinar

Ómetanlegt starf í þágu þjóðar

Deila grein

02/01/2023

Ómetanlegt starf í þágu þjóðar

Eitt af því sem ís­lenskt sam­fé­lag get­ur verið hvað stolt­ast af eru björg­un­ar­sveit­ir lands­ins. Allt frá því að fyrsta björg­un­ar­sveit­in var stofnuð árið 1918 í Vest­manna­eyj­um í kjöl­far tíðra sjó­slysa hef­ur mikið vatn runnið til sjáv­ar í starf­semi sveit­anna, en nú rúmri öld síðar starfa um 100 sveit­ir á land­inu. Það er óeig­ingjarnt starf sem þær þúsund­ir ein­stak­linga sem manna björg­un­ar­sveit­irn­ar inna af hendi en það er sann­kölluð dyggð að henda öllu frá sér þegar kallið kem­ur og halda af stað í allra veðra von til þess að tryggja ör­yggi annarr­ar mann­eskju.

Allt þetta fólk er til­búið að leggja mikið sjálf­boðastarf á sig til þess að láta gott af sér leiða, stuðla að auknu ör­yggi og bæta sam­fé­lagið á Íslandi. Aðstæðurn­ar sem björg­un­ar­sveitar­fólk stend­ur frammi fyr­ir eru oft­ar en ekki krefj­andi og reyna bæði á lík­ama og sál. Á þetta erum við reglu­lega minnt þegar okk­ur ber­ast til dæm­is frétt­ir af vonsku­veðrum sem ganga yfir landið með til­heyr­andi áskor­un­um, nú síðast í kring­um hátíðirn­ar.

Björg­un­ar­sveit­irn­ar eru sann­kölluð grunnstoð í sam­býli okk­ar Íslend­inga við óblíð nátt­úru­öfl­in sem móta líf okk­ar hér norður í Atlants­hafi. Sag­an geym­ir mörg dæmi þess. Það sem vek­ur gjarn­an at­hygli er­lend­is þegar talið berst að björg­un­ar­starfi er sú staðreynd að þetta öfl­uga björg­un­ar­kerfi er byggt upp af sjálf­boðaliðum. Fag­mennsk­an, þekk­ing­in og reynsl­an sem björg­un­ar­sveit­irn­ar sýna í störf­um sín­um eru jafn­góð ef ekki betri í sam­an­b­urði við þrautþjálfaðar at­vinnu­björg­un­ar­sveit­ir er­lend­is.

Er­lend­ir ferðamenn sem hafa þurft á aðstoð björg­un­ar­sveita að halda hér á landi hafa ein­mitt lýst hrifn­ingu sinni á þeim. Veru­leik­inn hef­ur vissu­lega breyst með til­komu þess mikla fjölda ferðamanna sem heim­sæk­ir landið á ári hverju. Þrátt fyr­ir að út­köll vegna ferðamanna séu hlut­falls­lega fá miðað við þann mikla fjölda ferðamanna sem kem­ur til lands­ins hef­ur verk­efn­um vegna er­lendra ferðamanna vissu­lega fjölgað und­an­far­inn ára­tug. Á umliðnum árum hef­ur Slysa­varna­fé­lagið Lands­björg, í sam­starfi við stjórn­völd og at­vinnu­lífið, hrundið af stað mik­il­væg­um fræðslu­verk­efn­um sem miða að því að fyr­ir­byggja slys og auka þannig ör­yggi. Má þar helst nefna verk­efnið Sa­fetra­vel sem miðlar upp­lýs­ing­um um aðstæður til ferðalaga á fimm tungu­mál­um. Jafn­framt eru um 1.000 upp­lýs­inga­skjá­ir um allt land sem ætlað er að koma upp­lýs­ing­um til skila. Sem ráðherra ferðamála mun ég leggja áfram­hald­andi áherslu á fyr­ir­byggj­andi ör­ygg­is­fræðslu fyr­ir ferðamenn til þess að draga úr lík­um þess að kalla þurfi út björg­un­ar­sveit­ir.

Að lok­um við ég þakka öllu því framúrsk­ar­andi fólki sem tek­ur þátt í starfi björg­un­ar­sveit­anna. Ykk­ur á þjóðin mikið að þakka. Ég vil jafn­framt hvetja alla til þess að leggja sveit­un­um lið nú um ára­mót­in en það sem ger­ir starf þeirra svo sér­stakt um­fram allt er hug­sjón­in um ör­ugg­ara sam­fé­lag; ómet­an­legt starf í þágu þjóðar. Ég óska lands­mönn­um öll­um gleðilegs nýs árs og þakka fyr­ir árið sem er að líða.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 31. desember 2022.