Categories
Greinar

Öndvegismaður íslenskunnar

Deila grein

09/11/2022

Öndvegismaður íslenskunnar

Um liðna helgi fór fram málþingið Sam­vinna í nútíð og framtíð á Bif­röst í Borg­ar­f­irði sem haldið var í minn­ingu Jóns Sig­urðsson­ar, fyrr­ver­andi ráðherra og for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins. Góðmennið, hug­ljúf­inn, mála­miðlar­inn, skyn­sem­ismaður­inn; hinn ósvikni sam­vinnumaður. Rit­stjór­inn, kenn­ar­inn, doktor­inn, rektor­inn og seðlabanka­stjór­inn eru allt orð sem hægt er að hengja á Jón. Þessi mikli hug­sjónamaður var einnig ís­lensku­fræðing­ur og var með meist­ara­gráðu í kenn­ara­fræðum, mál­efni sem hann lét sig sér­stak­lega mikið varða.

Jón veitti mér inn­blást­ur í starfi mínu sem mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og ger­ir enn. Mér er enn í fersku minni þegar ég las grein hans „Íslenska eða Ís-enska“ í fyrsta skipti – en hún birt­ist í Skírni árið 2017. Í grein­inni rek­ur hann þær áskor­an­ir sem tungu­málið okk­ar, ís­lensk­an, stend­ur frammi fyr­ir. Inn­gangs­orð Jóns í grein­inni kjarna staðreynd máls­ins, en þau hljóma svo: „Móður­málið, þjóðtung­an ís­lenska, lif­ir og dafn­ar, breyt­ist og þrosk­ast áfram ef al­menn­ing­ur í land­inu vill, svo lengi sem sú afstaða er al­menn og því aðeins að svo sé. Framtíð þjóðtung­unn­ar er und­ir þessu kom­in. Vilji al­menn­ings um þetta mót­ast ekki síst af for­dæmi og fyr­ir­mynd­um svo­kallaðra mál­stétta. Þær eru sjón­varps- og út­varps­fólk, blaðamenn, sönglista­fólk, kenn­ar­ar, rit­höf­und­ar og skáld, kenni­menn, sviðlista­menn og marg­ir sem gegna for­ystu á op­in­ber­um vett­vangi.“

Þetta eru orð að sönnu og hug­vekja sem hef­ur hvatt mig áfram í störf­um mín­um – þar sem ég hef lagt áherslu á að taka mál­efni ís­lensk­unn­ar föst­um tök­um og hef­ur margt áunn­ist.

Árið 2019 samþykkti Alþingi þings­álykt­un um að efla ís­lensku sem op­in­bert mál á Íslandi og aðgerðaáætl­un sem henni fylgdi. Meg­in­mark­mið henn­ar var að ís­lenska væri notuð á öll­um sviðum sam­fé­lags­ins, ís­lensku­kennsla og mennt­un yrði efld á öll­um skóla­stig­um og að framtíð ís­lenskr­ar tungu í sta­f­ræn­um heimi yrði tryggð. Fjár­mun­um var einnig for­gangsraðað í að styðja við menn­ingu og skap­andi grein­ar þar sem ís­lenska er aðal­verk­færið, hvort sem um er að ræða bóka­út­gáfu, fjöl­miðla eða annað. Til þess að setja um­fang þeirra aðgerða sem ráðist var í á síðasta kjör­tíma­bili í sam­hengi, þá voru um 10 millj­arðar króna sett­ir í mál­efni ís­lensk­unn­ar.

Okk­ur er al­vara með því að snúa vörn í sókn fyr­ir móður­málið okk­ar og það hef­ur svo sann­ar­lega mikið vatn runnið til sjáv­ar á aðeins fimm árum í þeim efn­um. Það er margt sem kall­ast á við skrif og sýn Jóns við það sem stjórn­völd hafa hrint í fram­kvæmd. En bet­ur má ef duga skal enda verk­efnið stórt sem kall­ar á sam­vinnu okk­ar allra. Í ráðuneyti mínu er nú unnið að upp­færðri aðgerðaáætl­un fyr­ir ís­lensk­una, þar sem meðal ann­ars verður lögð áhersla á aukið aðgengi að ís­lensku í at­vinnu­líf­inu með stór­auknu fram­boði á ís­lensku­kennslu fyr­ir út­lend­inga og að ís­lensk­an verði í fyrsta sæti í al­manna­rými svo eitt­hvað sé nefnt. Fram­lag og vit­und­ar­vakn­ing önd­veg­is­manns ís­lensk­unn­ar, Jóns Sig­urðsson­ar, mun hvetja okk­ur áfram í þeirri vinnu og koma tungu­mál­inu okk­ar til góða um ókomna tíð.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 3. nóvember 2022.