Categories
Greinar

Sjálfbært sjávarhagkerfi – ávinningur fyrir alla

Mark­miðið með sam­eig­in­lega fund­in­um var að ræða hlut­verk Norður­landa í vinn­unni að sjálf­bærri stjórn­un sjáv­ar­auðlinda og við að tryggja sjálf­bært sjáv­ar­hag­kerfi í framtíðinni á Norður­lönd­um og um heim all­an. Góð stjórn­un hafs­ins á Norður­lönd­um og alþjóðlega er of­ar­lega á dag­skrá Norður­landaráðs. For­mennskulandið Ísland legg­ur í áætl­un sinni áherslu á líf­fræðilega fjöl­breytni hafs­ins og und­ir­strik­ar að hnign­un líf­fræðilegr­ar fjöl­breytni hafi djúp­stæð áhrif á þjóðir Norður­landa sem eru afar háðar auðlind­um sjáv­ar.

Deila grein

16/09/2020

Sjálfbært sjávarhagkerfi – ávinningur fyrir alla

Erna Sol­berg, for­sæt­is­ráðherra Nor­egs, var aðalræðumaður á fundi um líf­fræðilega fjöl­breytni sjáv­ar sem Norður­landaráð stóð fyr­ir 14. sept­em­ber sl. Líf­fræðileg fjöl­breytni er eitt af þrem­ur áherslu­mál­um for­mennsku Íslands í Norður­landaráði á þessu ári. Árið 2018 setti Sol­berg á lagg­irn­ar alþjóðlega leiðtoga­nefnd um sjálf­bært sjáv­ar­hag­kerfi. For­sæt­is­ráðherr­ann stýr­ir nefnd­inni en í henni sitja leiðtog­ar fjór­tán strandþjóða. Mark­miðið er að skapa alþjóðleg­an skiln­ing á sjálf­bærri nýt­ingu hafs­ins og góðu ástandi á líf­ríki þess sem skil­ar sér í mik­illi verðmæta­sköp­un.

Alþjóðlega leiðtoga­nefnd­in um sjálf­bært sjáv­ar­hag­kerfi var stofnuð að frum­kvæði Norðmanna. Nefnd­in vill skapa sókn­ar­færi fyr­ir sjálf­bært sjáv­ar­hag­kerfi þar sem ár­ang­urs­rík vernd, sjálf­bær fram­leiðsla og sann­gjörn vel­meg­un hald­ast í hend­ur. Með því að styrkja sam­band manns­ins og hafs­ins, tengja heil­brigði og auðæfi sjáv­ar, starfa með ýms­um hags­munaaðilum og nýta sér nýj­ustu þekk­ingu vill nefnd­in stuðla að betri og traust­ari framtíð fyr­ir menn­ina og móður jörð. Nefnd­in starfar með stjórn­völd­um, at­vinnu­lífi, fjár­mála­stofn­un­um, vís­inda­sam­fé­lag­inu og borg­ara­legu sam­fé­lagi.

Í for­mennskutíð Íslend­inga í Norður­landaráði í ár er ætl­un­in að beina sjón­um að tveim­ur þátt­um sem tengj­ast líf­fræðilegri fjöl­breytni. Ann­ars veg­ar er fyr­ir­hugað að virkja ungt fólk á Norður­lönd­um þannig að það geti haft áhrif á mót­un nýrra alþjóðlegra mark­miða um líf­fræðilega fjöl­breytni á ár­inu 2020. Hinn þátt­ur­inn snýr að líf­fræðilegri fjöl­breytni í hafi sem hef­ur mikið gildi fyr­ir Ísland og önn­ur nor­ræn ríki sem eru mjög háð auðlind­um hafs­ins.

Hlust­um á unga fólkið

Mark­miðið með sam­eig­in­lega fund­in­um var að ræða hlut­verk Norður­landa í vinn­unni að sjálf­bærri stjórn­un sjáv­ar­auðlinda og við að tryggja sjálf­bært sjáv­ar­hag­kerfi í framtíðinni á Norður­lönd­um og um heim all­an. Góð stjórn­un hafs­ins á Norður­lönd­um og alþjóðlega er of­ar­lega á dag­skrá Norður­landaráðs. For­mennskulandið Ísland legg­ur í áætl­un sinni áherslu á líf­fræðilega fjöl­breytni hafs­ins og und­ir­strik­ar að hnign­un líf­fræðilegr­ar fjöl­breytni hafi djúp­stæð áhrif á þjóðir Norður­landa sem eru afar háðar auðlind­um sjáv­ar.

Í opn­un­ar­ræðu fund­ar­ins greindi ég frá áhersl­um for­mennsku­lands­ins Íslands á hafið og líf­fræðilega fjöl­breytni sjáv­ar ásamt hlut­verki ungs fólks í að standa vörð um hana. Unga fólkið hef­ur mjög látið í sér heyra und­an­far­in ár og kraf­ist þess af vald­höf­um – og af okk­ur öll­um – að við breyt­um hegðun okk­ar þannig að kom­andi kyn­slóðir geti áfram notið þess að búa á jörðinni og notið auðlinda henn­ar jafnt í hafi sem á landi. Við, í ís­lensku for­mennsk­unni, og fé­lag­ar okk­ar í Norður­landaráði vilj­um að hlustað verði á þess­ar radd­ir, að ákv­arðanir verði tekn­ar í sam­ráði við unga fólkið og með gagn­sæj­um hætti.

Fram­far­ir í vernd­un fiski­stofna

Nú reyn­ir enn meira en áður á sjáv­ar­út­veg­inn sem grunnstoð sam­fé­lags­ins. Hann hef­ur ekki og hann má ekki bregðast okk­ur. En við þurf­um að gæta að þeirri auðlind sem hann bygg­ist á. Fyrr á öld­um héldu menn að fiski­stofn­ar hafs­ins væru ótæm­andi. Þegar er­lend­ir tog­ar­ar fóru að sækja á Íslands­mið í lok 19. ald­ar með stór­virk­um veiðarfær­um sín­um áttuðum við Íslend­ing­ar okk­ur á því að svo er ekki.

Mikl­ar fram­far­ir hafa orðið í vernd­un fiski­stofna við Ísland síðan þá. Við höf­um líka unnið að því að nýta afl­ann bet­ur og við erum far­in að sækja í fleiri teg­und­ir. Ég gaf ný­lega út, ásamt fleir­um, bók um ís­lenska matþör­unga. Það er dæmi um fæðu úr haf­inu sem mætti nota mun meira en nú er gert. Of­veiði í höf­um er enn víða vanda­mál en á síðustu árum og ára­tug­um höf­um við líka orðið meðvituð um aðrar og enn al­var­legri ógn­ir: Lofts­lags­breyt­ing­ar sem meðal ann­ars valda súrn­un sjáv­ar, meng­un af ýmsu tagi og eyðilegg­ing búsvæða. Allt hef­ur þetta áhrif á líf­fræðilega fjöl­breytni.

Breyta ríkj­andi hugs­un og hátt­semi

Norður­landaráð legg­ur á ár­un­um 2018-2020 sér­staka áherslu á heims­mark­mið Sam­einuðu þjóðanna núm­er 14: Líf í vatni, þar sem eft­ir­far­andi þætt­ir eru í for­grunni: kol­efn­is­los­un frá sjáv­ar­út­vegi, hlýn­un sjáv­ar, súrn­un sjáv­ar og öfl­un frek­ari þekk­ing­ar á þessu sviði, sam­eig­in­leg stefnu­mörk­un Norður­landa um plastúr­gang, aðgerðir gegn ofauðgun Eystra­salts­ins, samn­or­ræn­an gagna­grunn um líf­ríki sjáv­ar og þátt­töku ungs fólks við mót­un nýrra mark­miða fyr­ir nýj­an samn­ing Sam­einuðu þjóðanna um líf­fræðilega fjöl­breytni.

Það er von mín að mark­miðin með starf­semi Alþjóðlegu leiðtoga­nefnd­ar­inn­ar um sjálf­bært sjáv­ar­hag­kerfi verði að veru­leika svo sem að hvetja til, þróa og styðja lausn­ir í þágu heil­brigðis hafs­ins og auðæfa sjáv­ar og að efla rödd viðkvæmra sjáv­ar- og eyja­byggða svo fátt eitt sé nefnt. Fyrsta skref nefnd­ar­inn­ar er þó það að geta breytt ríkj­andi hugs­un og hátt­semi í heim­in­um með því að vera hátt­sett­um leiðtog­um hvatn­ing til að móta stefnu og aðgerðir í þess­um efn­um. Þegar það er stigið get­um við öll haf­ist handa við sjálf­bæra stjórn­un hafs­ins og sjáv­ar­auðlinda.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, for­seti Norður­landaráðs.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 16. september 2020.