Categories
Greinar

Sjósókn – grunnur að velgengni þjóðar

Deila grein

05/06/2021

Sjósókn – grunnur að velgengni þjóðar

Sigl­ing­ar og sjó­mennska hafa alla tíð verið okk­ur Íslend­ing­um grund­völl­ur bú­setu á land­inu. Skipið er og var þar til á síðustu öld eina sam­skipta­tækið við um­heim­inn. Sjó­menn gegndu mik­il­vægu efna­hags­legu hlut­verki frá ör­ófa tíð og bægðu að auki hung­ur­vof­unni frá þegar ham­far­ir dundu yfir. Til þess að heiðra þetta dugnaðarfólk var í lög­um kveðið á um að fyrsti sunnu­dag­ur júní­mánaðar ár hvert skuli vera al­menn­ur frí­dag­ur sjó­manna og hef­ur hann verið hald­inn ár­lega frá 6. júní 1938. Alla tíð síðan hef­ur sjó­mannadag­ur­inn verið merkisat­b­urður í menn­ingu sjáv­ar­byggða. Það er því ærið til­efni til þess að senda öll­um sjó­mönn­um góðar kveðjur frá ráðuneyti sigl­inga­mála á þess­um degi.

Það sem af er þess­ari öld hef­ur at­vinnu­líf okk­ar tekið stakka­skipt­um og er orðið mun fjöl­breytt­ara en það breyt­ir því ekki að störf sjó­manna eru og verða okk­ur Íslend­ing­um mik­il­væg. Hluti af nýrri auðlegð teng­ist ekki síst afurðum frá fisk­veiðum sem áður var fleygt en færa nú gull í byggðir og nýja at­vinnu­mögu­leika fyr­ir ungt og vel menntað fólk. Næg­ir þar að nefna líf­tækniiðnaðinn sem nýt­ir slóg og roð í lyf, mat­væli og snyrti­vör­ur. Með slíkri þróun eykst enn mik­il­vægi þeirra sem sækja í þjóðarauðlind­ina, fisk­inn í haf­inu og skapa for­send­ur fyr­ir blóm­leg­ar byggðir um land allt.

Í starfi mínu sem ráðherra hafa sigl­inga­mál verið afar mik­il­væg. Þannig liggja fyr­ir Alþingi frum­vörp að nýj­um lög­um um skip sem og nýj­um lög­um um áhafn­ir. Ekki má gleyma að við höf­um gerst aðilar að og inn­leitt alþjóðleg­ar regl­ur um rétt­indi og ör­yggi áhafna flutn­inga­skipa. Í fáum starfs­grein­um eru kon­ur jafn fáar og í sigl­ing­um. Það hef­ur á und­an­förn­um árum verið sér­stök áhersla á að vekja at­hygli ungra kvenna á sigl­ing­um og sjó­mennsku sem at­vinnu. Þar er vígi að vinna og verðugt að minn­ast þess að meiri­hluta Íslands­sög­unn­ar sóttu kon­ur sjó­inn ekki síður en karl­ar.

Örygg­is­mál sjófar­enda eru mér hug­leik­in. Sjó­sókn er enn und­ir­stöðuat­vinnu­grein í þorp­um og bæj­um á lands­byggðinni. Það skipt­ir sköp­um í litl­um sam­fé­lög­um að ör­yggi sjó­manna sé sem best. Mikl­ar fram­far­ir hafa orðið í slysa­vörn­um á sjó, ekki síst með til­komu ör­ygg­is­áætl­un­ar sjófar­enda. Á síðustu árum hef­ur eng­inn far­ist á sjó, sem er gríðarleg fram­för, og slys­um fækkað. Þessi ár­ang­ur hef­ur vakið at­hygli víða um heim. Fyr­ir hon­um eru marg­ar ástæður en mig lang­ar sér­stak­lega að draga fram ómet­an­legt fram­lag Lands­bjarg­ar og Slysa­varna­skóla sjó­manna sem starf­rækt­ur er um borð í Sæ­björg. Rann­sókna­nefnd sam­göngu­slysa hef­ur held­ur ekki látið sitt eft­ir liggja í að leggja til úr­bæt­ur í ör­ygg­is­átt sem oft hafa orðið grunn­ur að auk­inni ör­yggis­vit­und sjó­manna og út­gerða. Ekki má held­ur gleyma vakt­stöð sigl­inga og Land­helg­is­gæslu sem ávallt standa vakt­ina og gæta sjófar­enda. Þá vil ég minn­ast á hags­muna­sam­tök sjófar­enda sem öll gegna mik­il­vægu hlut­verki við að upp­fræða sitt fólk. Mikl­ar um­bæt­ur hafa einnig orðið á upp­lýs­inga­kerf­um til sjófar­enda sem Vega­gerðin held­ur utan um og þróar. Veður­spár hafa verið efld­ar og upp­lýs­ing­ar um veður og sjó­lag, sjáv­ar­föll og öldu­spá eru sí­fellt upp­færðar og aðgengi­leg­ar sjófar­end­um um fjar­skipta­kerfi nán­ast hvar sem er við strend­ur lands­ins og á hafi úti. Með þess­um góðu kerf­um tryggj­um við sigl­inga­ör­yggi eins og best verður á kosið.

Í dag er enn eitt fram­fara­skrefið stigið en þá mun rann­sókna­nefnd sam­göngu­slysa veita mót­töku slysa- og at­vika­skrán­ing­ar­kerf­inu „At­vik Sjó­menn“ að gjöf frá VÍS en með því verður þetta góða kerfi opið öll­um sjó­mönn­um og út­gerðum lands­ins sem von­andi auðveld­ar inn­leiðingu ör­ygg­is­stjórn­un­ar um borð í ís­lensk­um fiski­skip­um. Þess má geta að grunn­ur að ör­ygg­is­hand­bók fyr­ir fiski­skip hef­ur verið unn­inn á veg­um fagráðs um sigl­inga­mál, sigl­ingaráðs, og er aðgengi­leg­ur öll­um. Þá vil ég vekja at­hygli á styrkj­um til hug­vits­manna með það mark­mið að þróa og auka ör­yggi sjófar­enda en þeir eru nú laus­ir til um­sókn­ar.

Á und­an­förn­um árum hafa orðið mikl­ar breyt­ing­ar á um­hverfi sigl­inga við landið. Kom­um farþega­skipa hef­ur fjölgað gríðarlega og fisk­eldi og náma­vinnsla í hafi auk­ist, sem ásamt fleiri nýj­ung­um gera aðrar kröf­ur til hafn­araðstöðu. Í þeirri sam­göngu­áætlun sem nú er í vinnslu er því gert ráð fyr­ir auknu fram­lagi til hafna. Á tím­um hraðra um­hverf­is­breyt­inga er ljóst að um­hverfið við strend­ur lands­ins mun breyt­ast mikið á kom­andi árum. Með hækk­andi sjáv­ar­stöðu aukast þarf­ir fyr­ir sjóvarn­ir og aðlög­un mann­virkja. Sam­tím­is hafa verið stig­in skref til að auka sigl­inga­ör­yggi og sigl­inga­vernd, sem og rétt­indi áhafna í hverf­ul­um heimi.

Á sjó­manna­deg­in­um er ástæða til þess að rifja upp allt það sem áunn­ist hef­ur í ör­ygg­is­mál­um og minna sjó­menn á að þeir eiga hauk í horni þar sem eru starfs­menn sam­gönguráðuneyt­is og þeirra stofn­ana sem fara með sigl­inga­mál. Þá er sigl­ingaráð mik­il­væg­ur sam­starfs- og sam­ráðsvett­vang­ur sam­taka sjó­manna og annarra hags­munaaðila við sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneytið og legg­ur ráðuneytið ríka áherslu á mik­il­vægi þess.

Að lok­um óska ég sjó­mönn­um og sam­tök­um þeirra og út­vegs­manna far­sæld­ar í mik­il­væg­um störf­um í þágu sjó­mennsku og sigl­inga.

Það er ávallt þörf á því að halda gang­andi umræðunni um ör­ygg­is­mál sjó­manna og halda áfram þeirri vinnu sem unn­in er í þágu ör­ygg­is­ins.

Ég óska öll­um sjó­mönn­um og fjöl­skyld­um þeirra til ham­ingju með dag­inn.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 5. júní 2021.