Categories
Greinar

Smávirkjanir – einföldum kerfið

Deila grein

13/11/2019

Smávirkjanir – einföldum kerfið

Virkj­un­ar­kost­ir fyr­ir smá­virkj­an­ir hér á landi eru marg­ir, en skiplags- og leyf­is­mál smá­virkj­ana eru flók­in og reglu­gerðir íþyngj­andi. Ferlið frá hug­mynd að teng­ingu er kostnaðarsamt og tíma­frekt og langt frá sam­svar­andi ferli fram­kvæmda, t.d. í land­búnaði þar sem fram­kvæmd­ir bæði á landi og mann­virkj­um geta kostað um­tals­vert rask.

Smá­virkj­an­ir, þ.e. virkj­an­ir með upp­sett rafafl 200 kW til 10 MW, eru til­kynn­ing­ar­skyld­ar til Skipu­lags­stofn­un­ar sam­kvæmt lög­um um mat á um­hverf­isáhrif­um. Fram­kvæmd­um er í 1. viðauka við lög­in skipt í flokka A, B og C með hliðsjón af því mati sem skal fara fram.

Ein­falda þarf kerfið

Norðmenn hafa náð góðum ár­angri á sviði smá­virkj­ana, en þar hef­ur ein stofn­un, norska Orku­stofn­un­in (NVE), um­sjón með leyf­is­veit­ing­um. NVE hef­ur kort­lagt mögu­lega virkj­un­ar­kosti. Norsk stjórn­völd lögðu til fjár­magn svo að hægt væri að kort­leggja alla virkj­un­ar­kosti í vatns­afli og nota reiknilíkön svipuð þeim sem Vatna­skil og Veður­stof­an hafa yfir að ráða hér á landi til að spá fyr­ir um rennsli í vatns­föll­um. Fyr­ir­tæki hafa sprottið upp sem taka að sér að sjá um und­ir­bún­ing fyr­ir bygg­ingu virkj­un­ar, fjár­mögn­un, hönn­un og leyfi og gera lang­tíma­samn­inga við bænd­ur um tekj­ur af virkj­un­un­um.

Styrkja dreifi­kerfi raf­orku

Ljóst er að smá­virkj­an­ir eru ein leið til að styrkja dreifi­kerfi lands­ins og lækka kostnað við rekst­urs þess. Ein­föld­un á leyf­is- og skipu­lags­mál­um smá­virkj­ana opn­ar á leið til að ná niður dreif­ing­ar­kostnaði raf­orku í dreif­býli, jafna raf­orku­kostnað, jafna tæki­fær­in til at­vinnu og stuðla að sjálf­bærri þróun byggða um allt land.

Því hef ég lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu þess efn­is að Alþingi álykti að fela um­hverf­is- og auðlindaráðherra og at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðherra að end­ur­skoða lög og reglu­gerðir er gilda um leyf­is­veit­ing­ar til upp­setn­ing­ar smá­virkj­ana með það að mark­miði að ein­falda um­sókn­ar­ferli í tengsl­um við þær.

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 13. nóvember 2019.