Categories
Greinar

Spennandi atvinnugrein – ein með öllu

Auk­inn áhugi neyt­enda á græn­meti hef­ur birst í aukn­um inn­flutn­ingi. Íslensk­ir fram­leiðend­ur hafa aukið sína fram­leiðslu, en ekki haldið í við eft­ir­spurn­ina og því hef­ur hlut­deild inn­lendr­ar fram­leiðslu minnkað. Hún er nú um 20% en með mark­viss­um aðgerðum og nú­tíma­leg­um fram­leiðsluaðferðum má auka hana til muna. Þannig er raun­hæft að stefna á 40% hlut­deild árið 2030 og 50% inn­an fimmtán ára. Slík­ur ár­ang­ur hefði mik­il sam­fé­lags­leg áhrif, myndi skapa fjölda starfa og spara gjald­eyri sem ann­ars færi til kaupa á er­lendu græn­meti.

Deila grein

15/02/2021

Spennandi atvinnugrein – ein með öllu

Ástæður sum­argleðinn­ar í minni barnæsku voru marg­ar. Sum­ar voru þær sömu og gleðja börn nú­tím­ans, en sér­stak­lega þótti mörg­um krökk­um í mínu hverfi spenn­andi að kom­ast í skólag­arðana! Þar fengu börn að leika sér í mold og drullu, sam­hliða því að læra að rækta græn­meti sem þau færðu stolt heim til for­eldra sinna þegar sumri tók að halla.

Ein­hverra hluta vegna þóttu skólag­arðarn­ir samt ekki töff og mat­ræktaráhug­inn fjaraði jafn­an út þegar unglings­ár­in nálguðust. Á full­orðins­ár­um kviknaði hann þó hjá mörg­um á ný og á und­an­förn­um árum hafa ma­t­jurta­g­arðar sprottið upp í húsa­görðum um allt land.

Að sama skapi hef­ur neysla á græn­meti stór­auk­ist í land­inu. Mataræðið hef­ur orðið fjöl­breytt­ara og sem bet­ur fer hef­ur skiln­ing­ur á mik­il­vægi þess að fram­leiða mat inn­an­lands auk­ist. Þeir sem velja að gera mat­væla­fram­leiðslu að ævi­starfi hafa átt á bratt­ann að sækja. Hefðbund­inn bú­skap­ur hef­ur víða dreg­ist sam­an og orðræðan í garð inn­lendr­ar mat­væla­fram­leiðslu hef­ur stund­um verið nei­kvæð. Sem bet­ur fer hef­ur það snú­ist við og auk­in inn­lend mat­væla­fram­leiðsla er nú tal­in lífs­nauðsyn­leg og ómet­an­leg af mörg­um ástæðum.

Raun­ar kall­ast hún á við mörg af helstu hags­muna­mál­um þjóðar­inn­ar, og jafn­vel alls heims­ins. Þannig eru um­hverf­isáhrif inn­lendr­ar garðyrkju og annarr­ar mat­væla­fram­leiðslu já­kvæð, í sam­an­b­urði við áhrif­in af inn­flutn­ingi mat­væla. Inn­lend mat­væla­fram­leiðsla stuðlar að fæðuör­yggi þjóðar­inn­ar, sem í eina tíð þóttu óþarfar áhyggj­ur en síðari tíma áföll hafa ótví­rætt sýnt að fæðuör­yggi er raun­veru­legt álita­mál. Með auk­inni og nú­tíma­legri garðyrkju er um­hverf­i­s­vænni ís­lenskri orku sáð í frjó­an svörð, þar sem hug­vit skipt­ir sí­fellt meira máli. Ný­sköp­un í garðyrkju hef­ur skapað áhuga­verð störf, þar sem ís­lensk­ar aðstæður eru nýtt­ar til að há­marka afrakst­ur­inn. Nýt­ing á vatni og orku er marg­falt skil­virk­ari og tækninýj­ung­ar fá að blómstra.

Auk­inn áhugi neyt­enda á græn­meti hef­ur birst í aukn­um inn­flutn­ingi. Íslensk­ir fram­leiðend­ur hafa aukið sína fram­leiðslu, en ekki haldið í við eft­ir­spurn­ina og því hef­ur hlut­deild inn­lendr­ar fram­leiðslu minnkað. Hún er nú um 20% en með mark­viss­um aðgerðum og nú­tíma­leg­um fram­leiðsluaðferðum má auka hana til muna. Þannig er raun­hæft að stefna á 40% hlut­deild árið 2030 og 50% inn­an fimmtán ára. Slík­ur ár­ang­ur hefði mik­il sam­fé­lags­leg áhrif, myndi skapa fjölda starfa og spara gjald­eyri sem ann­ars færi til kaupa á er­lendu græn­meti.

Hug­mynd­ir í þessa veru eru bæði raun­hæf­ar og hag­kvæm­ar. Stjórn­völd eiga að und­ir­búa jarðveg­inn og skapa góð rekstr­ar­skil­yrði. Íslensk­ir fram­leiðend­ur fram­leiða hágæðavöru og þess vegna er framtíðin björt!

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar og mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 13. febrúar 2021.