Categories
Greinar

Stöndum með ferðaþjónustunni

Deila grein

04/05/2020

Stöndum með ferðaþjónustunni

Þegar ég horfi upp í him­in­inn á kvöld­in á leiðinni úr hest­hús­inu er hann eins og hann var þegar ég var lít­ill strák­ur. Þótt það séu ekki ald­ir síðan voru rák­irn­ar sem þot­urn­ar skildu eft­ir sig á himn­in­um sjald­gæfari en síðustu ár. Um all­an heim eru þot­urn­ar sem fyr­ir nokkr­um vik­um fluttu fólk milli landa og heims­álfa í stæðum á jörðu niðri og bíða þess að heim­ur­inn opn­ist að nýju og fólk láti draum­inn um fjar­læg­ari staði ræt­ast.Mörg­um gæti þótt róm­an­tískt að okk­ar fögru ferðamannastaðir séu fá­menn­ir og að ein­hverju leyti er það heill­andi. Af­leiðing­arn­ar af þessu fá­menni eru þó gríðarleg­ar fyr­ir fjöl­skyld­ur um allt land. Ferðaþjón­ust­an hef­ur lengi verið mik­il­væg­ur þátt­ur í ís­lensku mann­lífi en aldrei eins og síðustu árin þegar áhugi heims­ins á Íslandi hef­ur verið mik­ill og ferðalag til eyj­unn­ar okk­ar í Atlants­haf­inu á óskalista margra. Okk­ur hef­ur líka lánast það að Ísland er áfangastaður sem fólk vill heim­sækja aft­ur og mæl­ir með við vini sína og fjöl­skyld­ur.

Rík­is­stjórn­in hef­ur á síðustu vik­um komið með fjöl­marg­ar aðgerðir sem ætlað er að brúa bilið þangað til aft­ur er hægt að ferðast um heim­inn. Við höf­um lagt áherslu á að vernda lífs­gæði fólks og það að fyr­ir­tæk­in geti hafið starf­semi sína að nýju þegar óveðrinu slot­ar, veitt fólki störf og skapað sam­fé­lag­inu tekj­ur.

Ég er bjart­sýnn maður að eðlis­fari og trúi því að ekki verði grund­vall­ar­breyt­ing­ar á ferðaþrá fólks og ferðalög­um. Það er ein­fald­lega mjög sterk­ur þráður í mann­in­um að vilja skoða sig um á ókunn­um slóðum. Þess vegna er mik­il­vægt að við séum viðbúin þegar náðst hef­ur stjórn á veirunni.

Ferðaþjón­ust­an er gríðarlega mik­il­væg fyr­ir sam­fé­lagið og ekki síst er hún stór­kost­legt afl úti í hinum dreifðu byggðum. Og þangað til hún end­ur­heimt­ir kraft­inn úr ferðaþrá heims­ins hef ég lagt of­urá­herslu á að rík­is­stjórn­in skapi ný störf sem geta veitt fólki um allt land tekj­ur á meðan þetta ástand var­ir. Margra millj­arða aukn­ing í verk­efn­um tengd­um sam­göng­um um allt land er til þess ætluð að skapa fjöl­skyld­um tekj­ur til að lifa góðu lífi. Og auk þess eru sam­göngu­fram­kvæmd­ir arðsam­ar fyr­ir sam­fé­lagið.

Fram­sókn hef­ur alltaf verið ná­tengd líf­inu í land­inu, enda spratt flokk­ur­inn upp úr bænda­sam­fé­lagi fyr­ir rúmri öld. Við höf­um stutt við upp­bygg­ingu um allt land og ferðaþjón­ust­an hef­ur staðið okk­ur nærri. Við mun­um áfram berj­ast fyr­ir því að hags­mun­ir fjöl­skyldna um allt land séu hafðir í önd­vegi við ákv­arðana­töku við rík­is­stjórn­ar­borðið.

Ég hvet alla Íslend­inga til að ferðast um okk­ar fagra land í sum­ar. Þannig styðjum við við það fólk sem hef­ur haldið uppi mik­il­vægu starfi fyr­ir land og þjóð síðustu árin og höld­um hjól­un­um gang­andi þangað til rák­un­um á himn­in­um fjölg­ar að nýju.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Fram­sókn­ar og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 2. maí 2020.